Opna neyðarskýli fyrir fimmtán unga fíkla Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. nóvember 2018 19:30 Pláss verður fyrir fimmtán unga vímuefnaneytendur í nýju neyðarskýli við Grandagarð sem Reykjavíkurborg hyggst opna á næsta ári. Þá stendur til að opna athvarf fyrir tvígreindar konur með geð- og fíknisjúkdóma. Borgarráð samþykkti kaup á húsnæði undir neyðarskýlið í dag. „Þetta er hugsað fyrir unga karla. Það eru fleiri í þeim hóp, ungir vímuefnaneytendur eru fleiri karlar en við höfum einnig samþykkt núna í fjárhagsáætlun að opna á næsta ári heimili fyrir tvígreindar konur sem eru þá konur á öllum aldri,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Ekki stendur til að gera breytingar á starfsemi gistiskýlisins við Lindargötu við opnun nýja gistiskýlisins að sögn Heiðu Bjargar en stefnt er að því að hægt verði að taka það í notkun um mánaðamótin mars, apríl. „Fram að þessari opnun þá ætlum við að reyna að sjá til þess að gistihúsið á Lindargötu anni þeirri eftirspurn sem er þannig að það standist að enginn þurfi að sofa hér utan dyra. En við vonumst til þess að þetta nýja neyðarskýli í rauninni bara létti aðeins á starfseminni þar.“ Ætlar hún að kostnaður vegna nýja skýlisins verði vel á annað hundrað milljónir og rekstrarkostnaður yfir hundrað milljónir á ári. Þá stendur yfir útboð í uppbyggingu smáhýsa fyrir heimilislausa sem koma á fyrir á nokkrum stöðum í borginni og verða tilboð opnuð um miðjan desember. „Við erum að festa lóðir, það verður kynnt sem sagt fyrir íbúum í kring þar sem að fyrirhugað verður að koma þeim fyrir fljótlega og við vonumst til þess að vera búin að koma þeim fyrir í mars, apríl á næsta ári,“ segir Heiða Björg. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Pláss verður fyrir fimmtán unga vímuefnaneytendur í nýju neyðarskýli við Grandagarð sem Reykjavíkurborg hyggst opna á næsta ári. Þá stendur til að opna athvarf fyrir tvígreindar konur með geð- og fíknisjúkdóma. Borgarráð samþykkti kaup á húsnæði undir neyðarskýlið í dag. „Þetta er hugsað fyrir unga karla. Það eru fleiri í þeim hóp, ungir vímuefnaneytendur eru fleiri karlar en við höfum einnig samþykkt núna í fjárhagsáætlun að opna á næsta ári heimili fyrir tvígreindar konur sem eru þá konur á öllum aldri,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Ekki stendur til að gera breytingar á starfsemi gistiskýlisins við Lindargötu við opnun nýja gistiskýlisins að sögn Heiðu Bjargar en stefnt er að því að hægt verði að taka það í notkun um mánaðamótin mars, apríl. „Fram að þessari opnun þá ætlum við að reyna að sjá til þess að gistihúsið á Lindargötu anni þeirri eftirspurn sem er þannig að það standist að enginn þurfi að sofa hér utan dyra. En við vonumst til þess að þetta nýja neyðarskýli í rauninni bara létti aðeins á starfseminni þar.“ Ætlar hún að kostnaður vegna nýja skýlisins verði vel á annað hundrað milljónir og rekstrarkostnaður yfir hundrað milljónir á ári. Þá stendur yfir útboð í uppbyggingu smáhýsa fyrir heimilislausa sem koma á fyrir á nokkrum stöðum í borginni og verða tilboð opnuð um miðjan desember. „Við erum að festa lóðir, það verður kynnt sem sagt fyrir íbúum í kring þar sem að fyrirhugað verður að koma þeim fyrir fljótlega og við vonumst til þess að vera búin að koma þeim fyrir í mars, apríl á næsta ári,“ segir Heiða Björg.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira