Innlent

Fyrstu skóflustungurnar teknar af nýjum miðbæ á Selfossi

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Rign og rok á Selfossi í dag lét menn ekki aftra sig frá því að taka fyrstu skóflustunguna af nýjum miðbæ klukkan 14:00.

Nýi miðbærinn verður byggður á svæði sunnan við Ölfusárbrú með fjölbreyttum húsum þar sem þekkt hús víða af landinu verða endurbyggð. Húsin verða leigð út fyrir fjölbreytta starfsemi en þá er verið að tala um þjónustufyrirtæki, verslanir, veitingastaðir og íbúðir.

Borgarverk á Selfossi mun sjá um jarðvegsframkvæmdir en JÁVERK á Selfossi um að byggja húsinu. Þrettán hús verða í fyrsta áfanga verkefnisins sem verður klár 2020. Sá áfangi mun kosta tæplega tvo milljarða króna.

Bæjarráð Árborgar gaf á fundi sínum á fimmtudaginn framkvæmdaleyfi vegna nýja miðbæjarins.

Nýr miðbær mun rísa á Selfossi á næstu árum, þrettán hús verða í fyrsta áfanga.Sigtún Þróunarfélag
„Langþráður draumur hefur nú ræst með skóflustungunum í dag, ég er í skýjunum með það. Nú koma gröfurnar á svæðið strax eftir helgi og framkvæmdir hefjast á fullum krafti“, segir Leó Árnason, framkvæmdastjóri Sigtrúns Þróunarfélags sem stendur að framkvæmdunum við nýja miðbæinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×