Þrastalundur til leigu eins og hann leggur sig Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. nóvember 2018 14:45 Þrastalundur er vinsæll viðkomustaður ferðamanna og áhrifavalda á Suðurlandi. Veitingastaðurinn Þrastalundur í Grímsnesi er til leigu eins og hann leggur sig, að sögn eiganda staðarins sem séð hefur um reksturinn síðan árið 2016. Hann segir ekkert enn þá „í hendi“ varðandi nýja leigjendur, en vonast til þess að „reynslumikill aðili“ taki við rekstrinum.Sjá einnig: Brönsinn í Þrastalundi á milli tannanna á fólki Í auglýsingu sem birt var á Facebook-síðu Þrastalundar í síðustu viku kemur fram að Þrastalundur sé til leigu. Þó segir einnig í auglýsingunni að veitingastaðurinn sé til sölu, og það „af sérstökum ástæðum“. Í svari við fyrirspurn Vísis, þar sem óskað var eftir nánari skýringum á þessu, segir Sverrir Einar Eiríksson eigandi staðarins að auglýst sé eftir leigjendum. „Þrastalundur er til leigu eins og hann leggur sig með öllum tækjum og tólum.“Stóð aldrei til að hefja veitingarekstur Inntur eftir því af hverju hann hafi ákveðið að setja staðinn á leigu segir Sverrir að í raun hafi aldrei staðið til að hefja veitingarekstur.Sverrir Einar Eiríksson, eigandi Þrastalundar.Mynd/Aðsend„Ég keypti staðinn fyrir sirka þremur árum og opnaði í júlí 2016. Það stóð í raun aldrei til hjá mér að fara í veitingarekstur og það eru fjölmargir aðilar á Íslandi sem hafa getu, þekkingu og reynslu til að reka stað eins og þennan. Ég er búinn að leggja pening og tíma í þennan stað og mér þykir óendanlega vænt um hann, eins og velflestum Íslendingum.“Vænlegur leigjandi ekki fundinn enn Aðspurður segir Sverrir að reksturinn hafi gengið þokkalega undanfarna mánuði, og öllu betur á sumrin en á veturna. Enn hefur enginn vænlegur leigjandi gert tilboð í staðinn en Stefán segir þó að mikið hafi verið hringt og spurt um reksturinn. „Ég vonast til þess að fá reynslumikinn aðila sem getur tekið boltann og gert þennan stað að því sem hann getur orðið.“En hvað tekur við hjá Sverri, nú þegar veitingareksturinn er að baki?„Ég hef ekki haft mikil afskipti af daglegum rekstri undanfarið ár þannig að lífið heldur áfram sinn vanagang.“ Þrastalundur er vinsæll áfangastaður á Suðurlandi en þangað leggja ferðamenn og áhrifavaldar reglulega leið sína. Staðurinn hefur ítrekað ratað í fjölmiðla undanfarin ár, til að mynda vegna sýnileika á samfélagsmiðlum og verðlags – sem hefur þótt hátt. Þess má jafnframt geta að tvisvar hefur verð á vörum í Þrastalundi verið lækkað eftir símhringingar frá blaðamönnum. Þá hefur eigandinn sjálfur, Sverrir Einar, einnig fangað athygli fjölmiðla fyrir margvísleg viðskipti, til að mynda með íbúðir, pizzur og gull. Grímsnes- og Grafningshreppur Hús og heimili Matur Neytendur Veitingastaðir Tengdar fréttir Lækkuðu verðið um 40 prósent eftir símtal frá blaðamanni 750 mL vatnsflaska kostaði 750 krónur í Þrastarludni þar til eigandanum barst símtal. 14. janúar 2018 23:38 Hátt núðluverð í Þrastalundi kom eigandanum á óvart Sverrir Einar Eiríksson, eigandi Þrastalundar í Grímsnesi, kom af fjöllum þegar blaðamaður spurðist fyrir um verðið á núðlum sem hægt er að fá í kjörbúð söluskálans. 5. september 2018 14:45 Telja Þrastalund brjóta gegn áfengislöggjöfinni Eigandi Þrastalundar segir það hafa verið mannleg mistök að selja bjór út úr verslun staðarins. Lögreglan á Suðurlandi segir það klárt brot á áfengislögum ef áfengi er selt með matvöru. 24. október 2017 06:00 Brönsinn í Þrastalundi á milli tannanna á fólki Auglýsingaherferð Þrastalundar hefur verið umtöluð að undanförnu. 2. apríl 2017 09:00 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira
Veitingastaðurinn Þrastalundur í Grímsnesi er til leigu eins og hann leggur sig, að sögn eiganda staðarins sem séð hefur um reksturinn síðan árið 2016. Hann segir ekkert enn þá „í hendi“ varðandi nýja leigjendur, en vonast til þess að „reynslumikill aðili“ taki við rekstrinum.Sjá einnig: Brönsinn í Þrastalundi á milli tannanna á fólki Í auglýsingu sem birt var á Facebook-síðu Þrastalundar í síðustu viku kemur fram að Þrastalundur sé til leigu. Þó segir einnig í auglýsingunni að veitingastaðurinn sé til sölu, og það „af sérstökum ástæðum“. Í svari við fyrirspurn Vísis, þar sem óskað var eftir nánari skýringum á þessu, segir Sverrir Einar Eiríksson eigandi staðarins að auglýst sé eftir leigjendum. „Þrastalundur er til leigu eins og hann leggur sig með öllum tækjum og tólum.“Stóð aldrei til að hefja veitingarekstur Inntur eftir því af hverju hann hafi ákveðið að setja staðinn á leigu segir Sverrir að í raun hafi aldrei staðið til að hefja veitingarekstur.Sverrir Einar Eiríksson, eigandi Þrastalundar.Mynd/Aðsend„Ég keypti staðinn fyrir sirka þremur árum og opnaði í júlí 2016. Það stóð í raun aldrei til hjá mér að fara í veitingarekstur og það eru fjölmargir aðilar á Íslandi sem hafa getu, þekkingu og reynslu til að reka stað eins og þennan. Ég er búinn að leggja pening og tíma í þennan stað og mér þykir óendanlega vænt um hann, eins og velflestum Íslendingum.“Vænlegur leigjandi ekki fundinn enn Aðspurður segir Sverrir að reksturinn hafi gengið þokkalega undanfarna mánuði, og öllu betur á sumrin en á veturna. Enn hefur enginn vænlegur leigjandi gert tilboð í staðinn en Stefán segir þó að mikið hafi verið hringt og spurt um reksturinn. „Ég vonast til þess að fá reynslumikinn aðila sem getur tekið boltann og gert þennan stað að því sem hann getur orðið.“En hvað tekur við hjá Sverri, nú þegar veitingareksturinn er að baki?„Ég hef ekki haft mikil afskipti af daglegum rekstri undanfarið ár þannig að lífið heldur áfram sinn vanagang.“ Þrastalundur er vinsæll áfangastaður á Suðurlandi en þangað leggja ferðamenn og áhrifavaldar reglulega leið sína. Staðurinn hefur ítrekað ratað í fjölmiðla undanfarin ár, til að mynda vegna sýnileika á samfélagsmiðlum og verðlags – sem hefur þótt hátt. Þess má jafnframt geta að tvisvar hefur verð á vörum í Þrastalundi verið lækkað eftir símhringingar frá blaðamönnum. Þá hefur eigandinn sjálfur, Sverrir Einar, einnig fangað athygli fjölmiðla fyrir margvísleg viðskipti, til að mynda með íbúðir, pizzur og gull.
Grímsnes- og Grafningshreppur Hús og heimili Matur Neytendur Veitingastaðir Tengdar fréttir Lækkuðu verðið um 40 prósent eftir símtal frá blaðamanni 750 mL vatnsflaska kostaði 750 krónur í Þrastarludni þar til eigandanum barst símtal. 14. janúar 2018 23:38 Hátt núðluverð í Þrastalundi kom eigandanum á óvart Sverrir Einar Eiríksson, eigandi Þrastalundar í Grímsnesi, kom af fjöllum þegar blaðamaður spurðist fyrir um verðið á núðlum sem hægt er að fá í kjörbúð söluskálans. 5. september 2018 14:45 Telja Þrastalund brjóta gegn áfengislöggjöfinni Eigandi Þrastalundar segir það hafa verið mannleg mistök að selja bjór út úr verslun staðarins. Lögreglan á Suðurlandi segir það klárt brot á áfengislögum ef áfengi er selt með matvöru. 24. október 2017 06:00 Brönsinn í Þrastalundi á milli tannanna á fólki Auglýsingaherferð Þrastalundar hefur verið umtöluð að undanförnu. 2. apríl 2017 09:00 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira
Lækkuðu verðið um 40 prósent eftir símtal frá blaðamanni 750 mL vatnsflaska kostaði 750 krónur í Þrastarludni þar til eigandanum barst símtal. 14. janúar 2018 23:38
Hátt núðluverð í Þrastalundi kom eigandanum á óvart Sverrir Einar Eiríksson, eigandi Þrastalundar í Grímsnesi, kom af fjöllum þegar blaðamaður spurðist fyrir um verðið á núðlum sem hægt er að fá í kjörbúð söluskálans. 5. september 2018 14:45
Telja Þrastalund brjóta gegn áfengislöggjöfinni Eigandi Þrastalundar segir það hafa verið mannleg mistök að selja bjór út úr verslun staðarins. Lögreglan á Suðurlandi segir það klárt brot á áfengislögum ef áfengi er selt með matvöru. 24. október 2017 06:00
Brönsinn í Þrastalundi á milli tannanna á fólki Auglýsingaherferð Þrastalundar hefur verið umtöluð að undanförnu. 2. apríl 2017 09:00