Einn „grjótharður“ ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. nóvember 2018 09:45 Árásin varð fyrir utan Subway við Hamraborg í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Ívar Smári Guðmundsson, 38 ára karlmaður, sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á veitingastaðnum Subway við Hamraborg í Kópavogi í janúar síðastliðnum. Aðalmeðferð í málinu lýkur síðar í mánuðinum en á sama tíma er tekið fyrir stórfellt fíkniefnalegabrot sem Ívar Smári er sakaður um og Vísir hefur fjallað um. Ívar Smári er sakaður um að hafa slegið 34 ára karlmann með flötum lófa í andlitið þannig að maðurinn féll aftur fyrir sig og lenti á gangstéttinni. Maðurinn sem fyrir árásinni varð komst í fréttirnar á dögunum þegar hann var sömuleiðis dæmdur í fangelsi fyrir að hafa meðal annars platað gjaldkera hjá Arion banka til að millifæra milljón krónur inn á reikning sinn.Blæddi inn á heila Afleiðingarnar, að því er segir í ákæru, voru þær að maðurinn hlaut bráða innanbastblæðingu við ennisblað heila hægra megin, innanskúbsblæðingu og litla marbletti á heila hægra megin. Auk þess fékk hann ótilfært brot í kúpubotni vinstra megin sem gekk upp eftir vinstra hnakkabeini. Farið er fram á 3,5 milljónir króna í skaðabætur fyrir hönd brotaþolans í málinu. Framhald aðalmeðferðar fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 22. nóvember. Reikna má með því að dómur verði kveðinn upp innan við fjórum vikum frá þeim tíma.Ívar Smári Guðmundsson.Fjölmargir dómar að baki Ívar Smári hefur endurtekið komist í kast við lögin undanfarna tvo áratugi. Árið 2006 komst hann í fréttirnar þegar hann strauk frá fangaflutningsmönnum í Héraðsdómi Reykjavíkur en þá afplánaði hann 20 mánaða dóm vegna fíkniefnamála. Þá hlaut hann þriggja ára fangelsisdóm síðla sama árs fyrir fjölmörg brot, þar á meðal rán, fjársvik og fíkniefnabrot. Vakti athygli tilraun hans til ráns í Bónusvídeó í Hafnarfirði þar sem starfsstúlku tókst að læsa hann inni í herbergi vídeóleigunnar eftir að hann hafði komist yfir 1,5 milljón króna í reiðufé. Ívar Smári hlaut fjögurra mánaða dóm árið 2015 fyrir þjófnað á tölvubúnaði úr Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Þá vakti athygli í júlí í fyrra þegar hann stofnaði fyrirtækið 4 grjótharðir ásamt þremur öðrum dæmdum ofbeldismönnum. Í lýsingu á fyrirtækinu segir að það hyggi á byggingu íbúðar- og atvinnuhúsnæðis. Lítill rekstur virðist hafa verið af félaginu sem skilaði 131 þúsund krónum í tapi á síðasta ári en um var að ræða rekstrarkostnað af skrifstofu samkvæmt ársreikningi.Uppfært klukkan 13:14 Fyrirsögn var lítillega breytt til að skýra að verið væri að vísa til fyrirtækisins sem Ívar Smári stofnaði. Dómsmál Kópavogur Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Fleiri fréttir Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Sjá meira
Ívar Smári Guðmundsson, 38 ára karlmaður, sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á veitingastaðnum Subway við Hamraborg í Kópavogi í janúar síðastliðnum. Aðalmeðferð í málinu lýkur síðar í mánuðinum en á sama tíma er tekið fyrir stórfellt fíkniefnalegabrot sem Ívar Smári er sakaður um og Vísir hefur fjallað um. Ívar Smári er sakaður um að hafa slegið 34 ára karlmann með flötum lófa í andlitið þannig að maðurinn féll aftur fyrir sig og lenti á gangstéttinni. Maðurinn sem fyrir árásinni varð komst í fréttirnar á dögunum þegar hann var sömuleiðis dæmdur í fangelsi fyrir að hafa meðal annars platað gjaldkera hjá Arion banka til að millifæra milljón krónur inn á reikning sinn.Blæddi inn á heila Afleiðingarnar, að því er segir í ákæru, voru þær að maðurinn hlaut bráða innanbastblæðingu við ennisblað heila hægra megin, innanskúbsblæðingu og litla marbletti á heila hægra megin. Auk þess fékk hann ótilfært brot í kúpubotni vinstra megin sem gekk upp eftir vinstra hnakkabeini. Farið er fram á 3,5 milljónir króna í skaðabætur fyrir hönd brotaþolans í málinu. Framhald aðalmeðferðar fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 22. nóvember. Reikna má með því að dómur verði kveðinn upp innan við fjórum vikum frá þeim tíma.Ívar Smári Guðmundsson.Fjölmargir dómar að baki Ívar Smári hefur endurtekið komist í kast við lögin undanfarna tvo áratugi. Árið 2006 komst hann í fréttirnar þegar hann strauk frá fangaflutningsmönnum í Héraðsdómi Reykjavíkur en þá afplánaði hann 20 mánaða dóm vegna fíkniefnamála. Þá hlaut hann þriggja ára fangelsisdóm síðla sama árs fyrir fjölmörg brot, þar á meðal rán, fjársvik og fíkniefnabrot. Vakti athygli tilraun hans til ráns í Bónusvídeó í Hafnarfirði þar sem starfsstúlku tókst að læsa hann inni í herbergi vídeóleigunnar eftir að hann hafði komist yfir 1,5 milljón króna í reiðufé. Ívar Smári hlaut fjögurra mánaða dóm árið 2015 fyrir þjófnað á tölvubúnaði úr Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Þá vakti athygli í júlí í fyrra þegar hann stofnaði fyrirtækið 4 grjótharðir ásamt þremur öðrum dæmdum ofbeldismönnum. Í lýsingu á fyrirtækinu segir að það hyggi á byggingu íbúðar- og atvinnuhúsnæðis. Lítill rekstur virðist hafa verið af félaginu sem skilaði 131 þúsund krónum í tapi á síðasta ári en um var að ræða rekstrarkostnað af skrifstofu samkvæmt ársreikningi.Uppfært klukkan 13:14 Fyrirsögn var lítillega breytt til að skýra að verið væri að vísa til fyrirtækisins sem Ívar Smári stofnaði.
Dómsmál Kópavogur Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Fleiri fréttir Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Sjá meira