Veiðiþjófar höggva andlit og loppur af ljónum sem þeir eitra fyrir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. nóvember 2018 11:15 Ljónið Culu sem býr í Limpopo-þjóðgarðinum. Everatt óttast að hann verði veiðiþjófunum að bráð áður en langt um líður. Greater Limpopo Carnivore Programme Þjóðgarðsverðir og dýraverndunarsinnar reyna nú allt hvað þeir geta til þess að berjast gegn veiðiþjófum sem herja á ljón víða um Afríku. Veiðiþjófarnir drepa ljónin með því að eitra fyrir þeim. Þeir höggva síðan andlitið og loppurnar af dýrunum og koma svo helst tönnum ljónanna og klóm í verð.Lesendur eru varaðir við ljósmynd sem birtist síðar í fréttinni þar sem hún gæti vakið óhug. Síðan árið 2015 hafa níu ljón verið drepin á svæðinu við Machampane-ána í Mósambík en þjóðgarðsverðir í Limpopo-þjóðgarðinum fylgjast vel með dýrunum sem þar lifa og þar á meðal ljónunum. Það er hins vegar erfitt að eiga við veiðiþjófana sem svífast einskis til þess að komast yfir dýrin. „Veiðiþjófnaður getur orðið ótrúlega skaðlegur fyrir villt ljón í Afríku,“ segir Kris Everatt, dýraverndunarsinni, sem hefur látið sig málið varða. Hann segir þjófnaðinn mikla áskorun en ljónum hefur fækkað það mikið á undanförnum árum að þau eru nú orðin færri en fílar. „Þetta gerðist mjög hratt hér í Mósambík og þetta gæti líka gerst mjög hratt annars staðar í Afríku,“ segir Everatt en tilkynningar um veiðiþjófnað á ljónum hafa þannig borist frá Simbabve, Suður-Afríku, Tansaníu og Úganda. „Það gæti farið svo að eini staðurinn í Afríku þar sem verða villt ljón verði Kruger-þjóðgarðurinn.“Óhugnanleg mynd sem sýnir hvernig veiðiþjófarnir ganga til verks þegar þeir hafa drepið ljónin.Greater Limpopo Carnivore ProgrammeAuðveldara að veiða ljónin Veiðiþjófnaður á ljónum veldur sérstökum áhyggjum því mun auðveldara er að veiða ljón heldur en fíla eða nashyrninga. Ljón nærast meðal annars á hræjum svo það eina sem veiðiþjófarnir þurfa að gera er að veiða antilópu í gildru, fylla hana af eitri og bíða eftir að ljónið komi, éti hana og drepist svo vegna eitursins. Tíminn vinnur ekki með ljónunum í Limpopo-þjóðgarðinum. Á aðeins fimm árum hefur þeim fækkað úr 66 í 21 en Everatt segir að allt upp í 200 ljón ættu að geta þrifist á svæðinu. Fækkunin frá árinu 2014 er svo mikil að Everatt telur að veiðiþjófar hafi byrjað að herja á dýrin þá. Ekki er vitað hverjir keyra áfram eftirspurnina eftir ljónstönnum- og klóm. Tennur og klær hafa þó fundist í farmi skipa á leið til Austur-Asíu en fílabein og nashyrningshorn hafa einnig fundist í farminum. Þá er einnig markaður fyrir líkamshlutana í suðurhluta Afríku þar sem þeir eru notaðir í galdra.Nánar má lesa um málið á vef Guardian. Afríka Dýr Mósambík Simbabve Tansanía Úganda Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Sjá meira
Þjóðgarðsverðir og dýraverndunarsinnar reyna nú allt hvað þeir geta til þess að berjast gegn veiðiþjófum sem herja á ljón víða um Afríku. Veiðiþjófarnir drepa ljónin með því að eitra fyrir þeim. Þeir höggva síðan andlitið og loppurnar af dýrunum og koma svo helst tönnum ljónanna og klóm í verð.Lesendur eru varaðir við ljósmynd sem birtist síðar í fréttinni þar sem hún gæti vakið óhug. Síðan árið 2015 hafa níu ljón verið drepin á svæðinu við Machampane-ána í Mósambík en þjóðgarðsverðir í Limpopo-þjóðgarðinum fylgjast vel með dýrunum sem þar lifa og þar á meðal ljónunum. Það er hins vegar erfitt að eiga við veiðiþjófana sem svífast einskis til þess að komast yfir dýrin. „Veiðiþjófnaður getur orðið ótrúlega skaðlegur fyrir villt ljón í Afríku,“ segir Kris Everatt, dýraverndunarsinni, sem hefur látið sig málið varða. Hann segir þjófnaðinn mikla áskorun en ljónum hefur fækkað það mikið á undanförnum árum að þau eru nú orðin færri en fílar. „Þetta gerðist mjög hratt hér í Mósambík og þetta gæti líka gerst mjög hratt annars staðar í Afríku,“ segir Everatt en tilkynningar um veiðiþjófnað á ljónum hafa þannig borist frá Simbabve, Suður-Afríku, Tansaníu og Úganda. „Það gæti farið svo að eini staðurinn í Afríku þar sem verða villt ljón verði Kruger-þjóðgarðurinn.“Óhugnanleg mynd sem sýnir hvernig veiðiþjófarnir ganga til verks þegar þeir hafa drepið ljónin.Greater Limpopo Carnivore ProgrammeAuðveldara að veiða ljónin Veiðiþjófnaður á ljónum veldur sérstökum áhyggjum því mun auðveldara er að veiða ljón heldur en fíla eða nashyrninga. Ljón nærast meðal annars á hræjum svo það eina sem veiðiþjófarnir þurfa að gera er að veiða antilópu í gildru, fylla hana af eitri og bíða eftir að ljónið komi, éti hana og drepist svo vegna eitursins. Tíminn vinnur ekki með ljónunum í Limpopo-þjóðgarðinum. Á aðeins fimm árum hefur þeim fækkað úr 66 í 21 en Everatt segir að allt upp í 200 ljón ættu að geta þrifist á svæðinu. Fækkunin frá árinu 2014 er svo mikil að Everatt telur að veiðiþjófar hafi byrjað að herja á dýrin þá. Ekki er vitað hverjir keyra áfram eftirspurnina eftir ljónstönnum- og klóm. Tennur og klær hafa þó fundist í farmi skipa á leið til Austur-Asíu en fílabein og nashyrningshorn hafa einnig fundist í farminum. Þá er einnig markaður fyrir líkamshlutana í suðurhluta Afríku þar sem þeir eru notaðir í galdra.Nánar má lesa um málið á vef Guardian.
Afríka Dýr Mósambík Simbabve Tansanía Úganda Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Sjá meira