Veiðiþjófar höggva andlit og loppur af ljónum sem þeir eitra fyrir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. nóvember 2018 11:15 Ljónið Culu sem býr í Limpopo-þjóðgarðinum. Everatt óttast að hann verði veiðiþjófunum að bráð áður en langt um líður. Greater Limpopo Carnivore Programme Þjóðgarðsverðir og dýraverndunarsinnar reyna nú allt hvað þeir geta til þess að berjast gegn veiðiþjófum sem herja á ljón víða um Afríku. Veiðiþjófarnir drepa ljónin með því að eitra fyrir þeim. Þeir höggva síðan andlitið og loppurnar af dýrunum og koma svo helst tönnum ljónanna og klóm í verð.Lesendur eru varaðir við ljósmynd sem birtist síðar í fréttinni þar sem hún gæti vakið óhug. Síðan árið 2015 hafa níu ljón verið drepin á svæðinu við Machampane-ána í Mósambík en þjóðgarðsverðir í Limpopo-þjóðgarðinum fylgjast vel með dýrunum sem þar lifa og þar á meðal ljónunum. Það er hins vegar erfitt að eiga við veiðiþjófana sem svífast einskis til þess að komast yfir dýrin. „Veiðiþjófnaður getur orðið ótrúlega skaðlegur fyrir villt ljón í Afríku,“ segir Kris Everatt, dýraverndunarsinni, sem hefur látið sig málið varða. Hann segir þjófnaðinn mikla áskorun en ljónum hefur fækkað það mikið á undanförnum árum að þau eru nú orðin færri en fílar. „Þetta gerðist mjög hratt hér í Mósambík og þetta gæti líka gerst mjög hratt annars staðar í Afríku,“ segir Everatt en tilkynningar um veiðiþjófnað á ljónum hafa þannig borist frá Simbabve, Suður-Afríku, Tansaníu og Úganda. „Það gæti farið svo að eini staðurinn í Afríku þar sem verða villt ljón verði Kruger-þjóðgarðurinn.“Óhugnanleg mynd sem sýnir hvernig veiðiþjófarnir ganga til verks þegar þeir hafa drepið ljónin.Greater Limpopo Carnivore ProgrammeAuðveldara að veiða ljónin Veiðiþjófnaður á ljónum veldur sérstökum áhyggjum því mun auðveldara er að veiða ljón heldur en fíla eða nashyrninga. Ljón nærast meðal annars á hræjum svo það eina sem veiðiþjófarnir þurfa að gera er að veiða antilópu í gildru, fylla hana af eitri og bíða eftir að ljónið komi, éti hana og drepist svo vegna eitursins. Tíminn vinnur ekki með ljónunum í Limpopo-þjóðgarðinum. Á aðeins fimm árum hefur þeim fækkað úr 66 í 21 en Everatt segir að allt upp í 200 ljón ættu að geta þrifist á svæðinu. Fækkunin frá árinu 2014 er svo mikil að Everatt telur að veiðiþjófar hafi byrjað að herja á dýrin þá. Ekki er vitað hverjir keyra áfram eftirspurnina eftir ljónstönnum- og klóm. Tennur og klær hafa þó fundist í farmi skipa á leið til Austur-Asíu en fílabein og nashyrningshorn hafa einnig fundist í farminum. Þá er einnig markaður fyrir líkamshlutana í suðurhluta Afríku þar sem þeir eru notaðir í galdra.Nánar má lesa um málið á vef Guardian. Afríka Dýr Mósambík Simbabve Tansanía Úganda Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Þjóðgarðsverðir og dýraverndunarsinnar reyna nú allt hvað þeir geta til þess að berjast gegn veiðiþjófum sem herja á ljón víða um Afríku. Veiðiþjófarnir drepa ljónin með því að eitra fyrir þeim. Þeir höggva síðan andlitið og loppurnar af dýrunum og koma svo helst tönnum ljónanna og klóm í verð.Lesendur eru varaðir við ljósmynd sem birtist síðar í fréttinni þar sem hún gæti vakið óhug. Síðan árið 2015 hafa níu ljón verið drepin á svæðinu við Machampane-ána í Mósambík en þjóðgarðsverðir í Limpopo-þjóðgarðinum fylgjast vel með dýrunum sem þar lifa og þar á meðal ljónunum. Það er hins vegar erfitt að eiga við veiðiþjófana sem svífast einskis til þess að komast yfir dýrin. „Veiðiþjófnaður getur orðið ótrúlega skaðlegur fyrir villt ljón í Afríku,“ segir Kris Everatt, dýraverndunarsinni, sem hefur látið sig málið varða. Hann segir þjófnaðinn mikla áskorun en ljónum hefur fækkað það mikið á undanförnum árum að þau eru nú orðin færri en fílar. „Þetta gerðist mjög hratt hér í Mósambík og þetta gæti líka gerst mjög hratt annars staðar í Afríku,“ segir Everatt en tilkynningar um veiðiþjófnað á ljónum hafa þannig borist frá Simbabve, Suður-Afríku, Tansaníu og Úganda. „Það gæti farið svo að eini staðurinn í Afríku þar sem verða villt ljón verði Kruger-þjóðgarðurinn.“Óhugnanleg mynd sem sýnir hvernig veiðiþjófarnir ganga til verks þegar þeir hafa drepið ljónin.Greater Limpopo Carnivore ProgrammeAuðveldara að veiða ljónin Veiðiþjófnaður á ljónum veldur sérstökum áhyggjum því mun auðveldara er að veiða ljón heldur en fíla eða nashyrninga. Ljón nærast meðal annars á hræjum svo það eina sem veiðiþjófarnir þurfa að gera er að veiða antilópu í gildru, fylla hana af eitri og bíða eftir að ljónið komi, éti hana og drepist svo vegna eitursins. Tíminn vinnur ekki með ljónunum í Limpopo-þjóðgarðinum. Á aðeins fimm árum hefur þeim fækkað úr 66 í 21 en Everatt segir að allt upp í 200 ljón ættu að geta þrifist á svæðinu. Fækkunin frá árinu 2014 er svo mikil að Everatt telur að veiðiþjófar hafi byrjað að herja á dýrin þá. Ekki er vitað hverjir keyra áfram eftirspurnina eftir ljónstönnum- og klóm. Tennur og klær hafa þó fundist í farmi skipa á leið til Austur-Asíu en fílabein og nashyrningshorn hafa einnig fundist í farminum. Þá er einnig markaður fyrir líkamshlutana í suðurhluta Afríku þar sem þeir eru notaðir í galdra.Nánar má lesa um málið á vef Guardian.
Afríka Dýr Mósambík Simbabve Tansanía Úganda Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira