Bandarísku þingkosningarnar: Sex kosningaviðureignir til að fylgjast með Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 6. nóvember 2018 13:00 Það ræðst í nótt hvort að Repúblíkanar muni verja báðar þingdeildir eða hvort Demókratar sæki á. EPA/Sid Hastings Bandaríkjamenn kjósa í 435 þingsæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, 35 öldungadeildarþingsæti og 36 ríkisstjóraembætti. Fjöldi manns hefur varið ómældum tíma og fjármagni í kosningabaráttur víða um Bandaríkin. Flest sætin þykja örugg fyrir stóru flokkana tvo, heiðblá kjördæmi Demókrata eða blóðrauð kjördæmi Repúblikana. Þó má finna fjölda þingsæta þar sem hart er barist og mjótt er á munum. Í aðdraganda kosninganna hefur gjarnan verið talað um bláa bylgju sem mun ríða yfir Bandaríkin með tilheyrandi sigrum fyrir Demókrata. Jafnvel í kjördæmum og ríkjum sem halla sér heldur að Repúblíkanaflokknum. Mest spennandi barátturnar eru einmitt í þeim ríkjum þar sem Repúblíkanar eru að spila varnarleik gegn blárri bylgju Demókrata. Þegar kosið er um þennan gríðarlega fjölda embættismanna er erfitt að fylgjast með mest spennandi kosningabaráttunum. Eftirfarandi listi er ekki tæmandi en Vísir mælir með því að þeir sem ætli sér að fylgjast náið með kosningunum og jafnvel vaka fram á nótt eftir úrslitunum fylgist með þessum sex kosningabaráttum:Beto O'Rourke (D) gegn Ted Cruz (R) - Öldungadeildarþingsæti, Texas Sú barátta sem hefur vafalaust mesta athygli vakið er viðureign Beto O'Rourke gegn sitjandi öldungadeildarþingmanninum Ted Cruz. Cruz tók við þingsætinu árið 2013 en O'Rourke, sem er ávallt kallaður Beto, er sitjandi þingmaður í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Texas hefur í áraraðir verið eitt helsta vígi Repúblíkanaflokksins og hefur það verið draumur Demókrataflokksins að gera Texas „fjólublátt“ fylki sem sveiflast á milli stóru flokkanna tveggja. Reglulega koma fram á sjónarsviðið frambjóðendur í Texas sem Demókratar telja að geti gert fylkið fjólublátt. Beto er einmitt slíkur frambjóðandi. Hann þykir koma einkar vel fyrir og sumir segja hann hafa sjarma á við John F. Kennedy, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Hann nýtur mikillar hylli í þéttbýli á við Houston, Austin og Dallas, líkt og Demókratar gera gjarnan, en Cruz hefur betur í úthverfum og dreifbýli. Baráttan þykir með þeim meira spennandi enda eru miklar vonir bundnar við Beto. Hann hefur saxað jafnt og þétt á forskot Cruz en þrátt fyrir það mælist Cruz með þægilega forystu í skoðanakönnunum. Þótt fjölmiðlar á austur- og vesturströnd Bandaríkjanna hafi unun af því að hæðast að Cruz er hann sæmilega vinsæll í Texas og til dæmis vinsælli en forsetinn sjálfur. Kyrsten Sinema (D) gegn Martha McSally (R) - Öldungadeildarþingsæti, Arisóna Arisóna hefur iðulega fallið í hlut Repúblikanaflokksins. John McCain heitinn var öldungadeildarþingmaður ríkisins og nú er bitist um öldungadeildarþingsæti Jeff Flake sem gefur ekki kost á sér aftur. Bæði McCain og Flake hafa verið einhverjir hörðustu gagnrýnendur Donalds Trump Bandaríkjaforseta innan Repúblikanaflokksins. Þannig hefur Martha McSally átt erfitt með að staðsetja sig á milli hófsamra hægrimanna sem studdu McCain og Flake og þeirra lengra til hægri sem styðja forsetann. Við þessar aðstæður gætu Demókratar náð sínum fyrsta Öldungadeildarþingmanni í Arisóna frá árinu 1995. Skoðanakannanir benda til þess að McSally og Kyrsten Sinema, frambjóðandi Demókrata, séu hnífjafnar. McSally hefur í kosningabaráttunni gagnrýnt Sinema fyrir að hafa gerbreytt skoðunum sínum til að hreppa fylgi hófsamra hægrimanna en Sinema þótti fyrir fáeinum árum einkar vinstri sinnuð og hafði til dæmis verið virk í mótmælum gegn stríðsrekstri Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum. McSally hefur bent á þessa staðreynd í kosningaauglýsingum og birt myndir af Sinema í bleiku tútúpilsi á mótmælum gegn stríðsrekstrinum í Mið-Austurlöndum. Ljóst er að þetta verður í fyrsta sinn sem kona verður Öldungadeildarþingmaður Arisóna á hvorn veginn sem fer.Stacey Abrams (D) gegn Brian Kemp (R) - Ríkisstjórakosning, Georgía Frambjóðandi Demókrata, Stacey Abrams, hefur þegar tryggt sér sess í sögubókunum fyrir að vera fyrsta svarta konan í framboði fyrir annan tveggja stóru flokkanna til embættis ríkisstjóra. Ríkið hefur gjarnan hallast að Repúblíkönum og vann Donald Trump það nokkuð örugglega árið 2016. Hins vegar sýna skoðanakannanir að Georgíubúar vantreysti Trump í dag fremur en treysti. Demókratar binda því vonir við að ungt fólk, konur og minnihlutahópar mæti í nægilega miklu mæli á kjörstað til að tryggja Abrams sigurinn. Skoðanakannanir benda einnig til þess. Aftur á móti hefur hin stranga kosningalöggjöf verið mikið til umræðu í Georgíu en óttast er að um 53 þúsund svartir Georgíubúar fái ekki að kjósa þar sem þeir hafi ekki fullnægjandi persónuskílríki. Í þeim efnum hefur Kemp og Repúblikanaflokkurinn verið sakaðir um að úthýsa vísvitandi fjölda kjósenda sem myndu heldur kjósa Demókrata. Andrew Gillum (D) gegn Ron DeSantis (R) - Ríkisstjórakosning, Flórída Síðustu þrír ríkisstjórar Flórída hafa verið í Repúblíkanaflokknum, meðal þeirra er Jeb Bush fyrrverandi forsetaframbjóðandi. Ríkisstjórakosningin hefur verið hatrömm frá því að tilkynnt var hverjir frambjóðendurnir voru fyrir nokkrum vikum. Hvergi eru jafn ólíkir frambjóðendur sem gefa kost á sér. DeSantis, frambjóðandi Repúblíkana, þykir langt til hægri innan flokksins og er ötull stuðningsmaður Trump eins og kom fram í frægri kosningaauglýsingu. Mótherji hans, Andrew Gillum, þykir með vinstri sinnaðri frambjóðendum í ár og sigraði miðjusæknari Demókrata í forkosningum í haust. Auk þess hefur hann fengið opinbera stuðningsyfirlýsingu frá öldungardeildarþingmanninum Bernie Sanders. Baráttan snertir oft viðkvæmar taugar og málefni svartra Bandaríkjamanna og minnihlutahópa hefur verið ofarlega á baugi. Í þeim efnum hefur DeSantis verið sakaður um kynþáttafordóma. Þá hefur róðurinn þyngst fyrir Gillum þar sem embættismenn í Tallahassee, þar sem hann er borgarstjóri, sæta rannsókn vegna spillingar. Gillum mælist með nokkuð þægilegt forskot á DeSantis en Flórída er þekkt fyrir að vera óútreiknanlegt fylki eins og hefur sýnt sig í forsetakosningum fyrri ára. Ef Gillum ber sigur úr býtum verður hann fyrsti svarti maðurinn til að þjóna sem ríkisstjóri Flórída.Amy McGrath (D) gegn Andy Barr (R) - Kentucky, sjötta kjördæmi Repúblíkaninn Andy Barr hefur þjónað sem þingmaður sjötta kjördæmis Kentucky í þrjú kjörtímabil. Hann hefur verið hliðhollur forystu Repúblíkanaflokksins og kaus til dæmis með skattalækkunum flokksins og með því að afnema lög um heilbrigðistryggingar sem gjarnan eru kennd við Barack Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Síðast vann hann kjördæmið með öruggu forskoti og sömuleiðis hefur Trump átt inni nokkuð fylgi í kjördæminu. Nú gæti orðið breyting á þar sem Demókratinn Amy McGrath nartar í hæla Repúblikanans samkvæmt könnunum. Þetta er eitt lykilkjördæma sem Demókratar herja á til að freista þess að ná rúmum meirihluta í fulltrúadeildinni. Þá þykir þetta prófsteinn á það hvort að frambjóðandi Demókrataflokksins geti náð til sín stuðningsmönnum Donalds Trump. Amy McGrath er fyrrverandi landgönguliði og er fyrsta konan úr hópi landgönguliða til að fljúga orrustuþotu í stríðsverkefnum. Hún fór í 86 slíkar ferðir í stríði Bandaríkjanna við Talíbana í Afganistan. Þjónusta frambjóðanda í Bandaríkjaher er líkleg til að falla vel í kramið hjá þeim sem annars kjósa Repúblíkana. Richard Ojeda (D) gegn Carol Miller (R) - Vestur-Virginía, þriðja kjördæmi Líkt og í sjötta kjördæmi Kentucky er þetta einnig prófsteinn á það hvort Demókratar geti náð til vinnandi stétta í riðbeltunum svokölluðu. Vestur-Virginía er það fylki sem Donald Trump vann með hvað mestum mun árið 2016. Carol Miller, frambjóðandi Repúblikana, þjónar á ríkisþingi Vestur-Virginíu og rekur nautgripabúgarð. Fylkið hallast að Repúblíkönum og skoðanakannanir benda til þess að Miller sé að auka forskot sitt á mótframbjóðanda sinn í Demókrataflokknum. Frambjóðandi Demókrata, Richard Ojeda sem þjónar einnig á ríkisþinginu, hefur vakið mikla athygli fyrir alþýðlega nálgun sína. Hann kaus Donald Trump til forseta árið 2016 en segist í dag sjá eftir því. Hann þjónaði í hernum og vakti mikla athygli þegar hann studdi við launahækkanir kennara í kennaraverkfalli fyrir fáeinum misserum. Mikið atvinnuleysi er í Vestur-Virginíu vegna lokana kolanáma og virðast kjósendur tilbúnir að kjósa bæði til vinstri og hægri eftir því hver lofar fleiri störfum. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Utankjörfundaratkvæði mun fleiri en í síðustu kosningum Þá er útlit fyrir að konur séu að kjósa meira mæli en áður. 1. nóvember 2018 10:47 Repúblikanar hræddir og Demókratar stressaðir Þingmenn Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings telja Donald Trump, forseta, hafa rænt kosningunum sem fram fara á morgun og vilja að hann dragi úr áróðri sínum varðandi innflytjendur. 5. nóvember 2018 15:15 Það sem þú þarft að vita um þingkosningarnar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í þingkosningum á þriðjudag. 2. nóvember 2018 15:30 Sakar Demókrata um tölvuárás eftir að þeir bentu á galla Brian Kemp, frambjóðandi Repúblikanaflokksins til ríkisstjóra í Georgíu og innanríkisráðherra, færði engar sannanir fyrir ásökun sinni né sagði hann um hvað meint brot Demókrata eiga að snúast. 5. nóvember 2018 10:15 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Bandaríkjamenn kjósa í 435 þingsæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, 35 öldungadeildarþingsæti og 36 ríkisstjóraembætti. Fjöldi manns hefur varið ómældum tíma og fjármagni í kosningabaráttur víða um Bandaríkin. Flest sætin þykja örugg fyrir stóru flokkana tvo, heiðblá kjördæmi Demókrata eða blóðrauð kjördæmi Repúblikana. Þó má finna fjölda þingsæta þar sem hart er barist og mjótt er á munum. Í aðdraganda kosninganna hefur gjarnan verið talað um bláa bylgju sem mun ríða yfir Bandaríkin með tilheyrandi sigrum fyrir Demókrata. Jafnvel í kjördæmum og ríkjum sem halla sér heldur að Repúblíkanaflokknum. Mest spennandi barátturnar eru einmitt í þeim ríkjum þar sem Repúblíkanar eru að spila varnarleik gegn blárri bylgju Demókrata. Þegar kosið er um þennan gríðarlega fjölda embættismanna er erfitt að fylgjast með mest spennandi kosningabaráttunum. Eftirfarandi listi er ekki tæmandi en Vísir mælir með því að þeir sem ætli sér að fylgjast náið með kosningunum og jafnvel vaka fram á nótt eftir úrslitunum fylgist með þessum sex kosningabaráttum:Beto O'Rourke (D) gegn Ted Cruz (R) - Öldungadeildarþingsæti, Texas Sú barátta sem hefur vafalaust mesta athygli vakið er viðureign Beto O'Rourke gegn sitjandi öldungadeildarþingmanninum Ted Cruz. Cruz tók við þingsætinu árið 2013 en O'Rourke, sem er ávallt kallaður Beto, er sitjandi þingmaður í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Texas hefur í áraraðir verið eitt helsta vígi Repúblíkanaflokksins og hefur það verið draumur Demókrataflokksins að gera Texas „fjólublátt“ fylki sem sveiflast á milli stóru flokkanna tveggja. Reglulega koma fram á sjónarsviðið frambjóðendur í Texas sem Demókratar telja að geti gert fylkið fjólublátt. Beto er einmitt slíkur frambjóðandi. Hann þykir koma einkar vel fyrir og sumir segja hann hafa sjarma á við John F. Kennedy, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Hann nýtur mikillar hylli í þéttbýli á við Houston, Austin og Dallas, líkt og Demókratar gera gjarnan, en Cruz hefur betur í úthverfum og dreifbýli. Baráttan þykir með þeim meira spennandi enda eru miklar vonir bundnar við Beto. Hann hefur saxað jafnt og þétt á forskot Cruz en þrátt fyrir það mælist Cruz með þægilega forystu í skoðanakönnunum. Þótt fjölmiðlar á austur- og vesturströnd Bandaríkjanna hafi unun af því að hæðast að Cruz er hann sæmilega vinsæll í Texas og til dæmis vinsælli en forsetinn sjálfur. Kyrsten Sinema (D) gegn Martha McSally (R) - Öldungadeildarþingsæti, Arisóna Arisóna hefur iðulega fallið í hlut Repúblikanaflokksins. John McCain heitinn var öldungadeildarþingmaður ríkisins og nú er bitist um öldungadeildarþingsæti Jeff Flake sem gefur ekki kost á sér aftur. Bæði McCain og Flake hafa verið einhverjir hörðustu gagnrýnendur Donalds Trump Bandaríkjaforseta innan Repúblikanaflokksins. Þannig hefur Martha McSally átt erfitt með að staðsetja sig á milli hófsamra hægrimanna sem studdu McCain og Flake og þeirra lengra til hægri sem styðja forsetann. Við þessar aðstæður gætu Demókratar náð sínum fyrsta Öldungadeildarþingmanni í Arisóna frá árinu 1995. Skoðanakannanir benda til þess að McSally og Kyrsten Sinema, frambjóðandi Demókrata, séu hnífjafnar. McSally hefur í kosningabaráttunni gagnrýnt Sinema fyrir að hafa gerbreytt skoðunum sínum til að hreppa fylgi hófsamra hægrimanna en Sinema þótti fyrir fáeinum árum einkar vinstri sinnuð og hafði til dæmis verið virk í mótmælum gegn stríðsrekstri Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum. McSally hefur bent á þessa staðreynd í kosningaauglýsingum og birt myndir af Sinema í bleiku tútúpilsi á mótmælum gegn stríðsrekstrinum í Mið-Austurlöndum. Ljóst er að þetta verður í fyrsta sinn sem kona verður Öldungadeildarþingmaður Arisóna á hvorn veginn sem fer.Stacey Abrams (D) gegn Brian Kemp (R) - Ríkisstjórakosning, Georgía Frambjóðandi Demókrata, Stacey Abrams, hefur þegar tryggt sér sess í sögubókunum fyrir að vera fyrsta svarta konan í framboði fyrir annan tveggja stóru flokkanna til embættis ríkisstjóra. Ríkið hefur gjarnan hallast að Repúblíkönum og vann Donald Trump það nokkuð örugglega árið 2016. Hins vegar sýna skoðanakannanir að Georgíubúar vantreysti Trump í dag fremur en treysti. Demókratar binda því vonir við að ungt fólk, konur og minnihlutahópar mæti í nægilega miklu mæli á kjörstað til að tryggja Abrams sigurinn. Skoðanakannanir benda einnig til þess. Aftur á móti hefur hin stranga kosningalöggjöf verið mikið til umræðu í Georgíu en óttast er að um 53 þúsund svartir Georgíubúar fái ekki að kjósa þar sem þeir hafi ekki fullnægjandi persónuskílríki. Í þeim efnum hefur Kemp og Repúblikanaflokkurinn verið sakaðir um að úthýsa vísvitandi fjölda kjósenda sem myndu heldur kjósa Demókrata. Andrew Gillum (D) gegn Ron DeSantis (R) - Ríkisstjórakosning, Flórída Síðustu þrír ríkisstjórar Flórída hafa verið í Repúblíkanaflokknum, meðal þeirra er Jeb Bush fyrrverandi forsetaframbjóðandi. Ríkisstjórakosningin hefur verið hatrömm frá því að tilkynnt var hverjir frambjóðendurnir voru fyrir nokkrum vikum. Hvergi eru jafn ólíkir frambjóðendur sem gefa kost á sér. DeSantis, frambjóðandi Repúblíkana, þykir langt til hægri innan flokksins og er ötull stuðningsmaður Trump eins og kom fram í frægri kosningaauglýsingu. Mótherji hans, Andrew Gillum, þykir með vinstri sinnaðri frambjóðendum í ár og sigraði miðjusæknari Demókrata í forkosningum í haust. Auk þess hefur hann fengið opinbera stuðningsyfirlýsingu frá öldungardeildarþingmanninum Bernie Sanders. Baráttan snertir oft viðkvæmar taugar og málefni svartra Bandaríkjamanna og minnihlutahópa hefur verið ofarlega á baugi. Í þeim efnum hefur DeSantis verið sakaður um kynþáttafordóma. Þá hefur róðurinn þyngst fyrir Gillum þar sem embættismenn í Tallahassee, þar sem hann er borgarstjóri, sæta rannsókn vegna spillingar. Gillum mælist með nokkuð þægilegt forskot á DeSantis en Flórída er þekkt fyrir að vera óútreiknanlegt fylki eins og hefur sýnt sig í forsetakosningum fyrri ára. Ef Gillum ber sigur úr býtum verður hann fyrsti svarti maðurinn til að þjóna sem ríkisstjóri Flórída.Amy McGrath (D) gegn Andy Barr (R) - Kentucky, sjötta kjördæmi Repúblíkaninn Andy Barr hefur þjónað sem þingmaður sjötta kjördæmis Kentucky í þrjú kjörtímabil. Hann hefur verið hliðhollur forystu Repúblíkanaflokksins og kaus til dæmis með skattalækkunum flokksins og með því að afnema lög um heilbrigðistryggingar sem gjarnan eru kennd við Barack Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Síðast vann hann kjördæmið með öruggu forskoti og sömuleiðis hefur Trump átt inni nokkuð fylgi í kjördæminu. Nú gæti orðið breyting á þar sem Demókratinn Amy McGrath nartar í hæla Repúblikanans samkvæmt könnunum. Þetta er eitt lykilkjördæma sem Demókratar herja á til að freista þess að ná rúmum meirihluta í fulltrúadeildinni. Þá þykir þetta prófsteinn á það hvort að frambjóðandi Demókrataflokksins geti náð til sín stuðningsmönnum Donalds Trump. Amy McGrath er fyrrverandi landgönguliði og er fyrsta konan úr hópi landgönguliða til að fljúga orrustuþotu í stríðsverkefnum. Hún fór í 86 slíkar ferðir í stríði Bandaríkjanna við Talíbana í Afganistan. Þjónusta frambjóðanda í Bandaríkjaher er líkleg til að falla vel í kramið hjá þeim sem annars kjósa Repúblíkana. Richard Ojeda (D) gegn Carol Miller (R) - Vestur-Virginía, þriðja kjördæmi Líkt og í sjötta kjördæmi Kentucky er þetta einnig prófsteinn á það hvort Demókratar geti náð til vinnandi stétta í riðbeltunum svokölluðu. Vestur-Virginía er það fylki sem Donald Trump vann með hvað mestum mun árið 2016. Carol Miller, frambjóðandi Repúblikana, þjónar á ríkisþingi Vestur-Virginíu og rekur nautgripabúgarð. Fylkið hallast að Repúblíkönum og skoðanakannanir benda til þess að Miller sé að auka forskot sitt á mótframbjóðanda sinn í Demókrataflokknum. Frambjóðandi Demókrata, Richard Ojeda sem þjónar einnig á ríkisþinginu, hefur vakið mikla athygli fyrir alþýðlega nálgun sína. Hann kaus Donald Trump til forseta árið 2016 en segist í dag sjá eftir því. Hann þjónaði í hernum og vakti mikla athygli þegar hann studdi við launahækkanir kennara í kennaraverkfalli fyrir fáeinum misserum. Mikið atvinnuleysi er í Vestur-Virginíu vegna lokana kolanáma og virðast kjósendur tilbúnir að kjósa bæði til vinstri og hægri eftir því hver lofar fleiri störfum.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Utankjörfundaratkvæði mun fleiri en í síðustu kosningum Þá er útlit fyrir að konur séu að kjósa meira mæli en áður. 1. nóvember 2018 10:47 Repúblikanar hræddir og Demókratar stressaðir Þingmenn Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings telja Donald Trump, forseta, hafa rænt kosningunum sem fram fara á morgun og vilja að hann dragi úr áróðri sínum varðandi innflytjendur. 5. nóvember 2018 15:15 Það sem þú þarft að vita um þingkosningarnar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í þingkosningum á þriðjudag. 2. nóvember 2018 15:30 Sakar Demókrata um tölvuárás eftir að þeir bentu á galla Brian Kemp, frambjóðandi Repúblikanaflokksins til ríkisstjóra í Georgíu og innanríkisráðherra, færði engar sannanir fyrir ásökun sinni né sagði hann um hvað meint brot Demókrata eiga að snúast. 5. nóvember 2018 10:15 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Utankjörfundaratkvæði mun fleiri en í síðustu kosningum Þá er útlit fyrir að konur séu að kjósa meira mæli en áður. 1. nóvember 2018 10:47
Repúblikanar hræddir og Demókratar stressaðir Þingmenn Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings telja Donald Trump, forseta, hafa rænt kosningunum sem fram fara á morgun og vilja að hann dragi úr áróðri sínum varðandi innflytjendur. 5. nóvember 2018 15:15
Það sem þú þarft að vita um þingkosningarnar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í þingkosningum á þriðjudag. 2. nóvember 2018 15:30
Sakar Demókrata um tölvuárás eftir að þeir bentu á galla Brian Kemp, frambjóðandi Repúblikanaflokksins til ríkisstjóra í Georgíu og innanríkisráðherra, færði engar sannanir fyrir ásökun sinni né sagði hann um hvað meint brot Demókrata eiga að snúast. 5. nóvember 2018 10:15