Innlent

Boða lækkun fasteignaskatta

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Bregðast við hækkun fasteignamats milli ára.
Bregðast við hækkun fasteignamats milli ára. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Fasteignaskattar verða lækkaðir í Hafnarfirði á næsta ári samkvæmt fjárhagsáætlun bæjarins. Er það gert til að bregðast við mikilli hækkun á reiknuðu fasteignamati milli ára.

Áætlunin gerir ráð fyrir að reksturinn verði jákvæður um 985 milljónir króna á næsta ári samanborið við 798 milljóna afgang á yfirstandandi ári. Skuldaviðmið lækkar áfram samkvæmt áætluninni og verður 120 prósent í lok næsta árs.

Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri segir að fjárhagsáætlunin staðfesti hve fjárhagurinn hafi styrkst undanfarin ár og mikilvægt sé að halda áfram á braut agaðrar fjármálastjórnunar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×