Viðvörunarkerfi fyrir hættulegar öldur við Reynisfjöru enn á tilraunastigi Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. nóvember 2018 23:00 Skjáskot úr myndbandi af ferðamönnum í Reynisfjöru laugardaginn 3. nóvember. Brimið, sem þó virðist ekki hafa verið með öflugasta móti umræddan dag, felldi fólkið í flæðarmálinu. Instagram/Erica Mengouchian Viðvörunarkerfi Vegagerðarinnar fyrir hættulegar öldur í Reynisfjöru, sem tekið var í gagnið í júní á þessu ári, er enn á tilraunastigi, að sögn Sigurðar Sigurðarsonar, strandverkfræðings hjá Vegagerðinni. Ferðamenn voru hætt komnir í fjörunni á laugardag er þeir hættu sér of nálægt briminu en viðvörunarkerfinu er ætlað að vara fólk við þegar öldugangur á svæðinu fer yfir ákveðinn hættustuðul. Fjármagn fékkst til uppsetningar á viðvörunarkerfisinu í kjölfar tíðra slysa á svæðinu. Þrjú banaslys hafa orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðan árið 2007 vegna hættulegs öldugangs, og þá hafa ferðamenn ítrekað lent í ógöngum er þeir hætta sér of nálægt sjónum. Síðast voru ferðamenn hætt komnir í Reynisfjöru á laugardag en myndband sem náðist af atvikinu hefur vakið mikla athygli. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan.Hugmyndir um að koma upp viðvörunarljósum í fjörunni Umrætt viðvörunarkerfi var sett upp í júní síðastliðnum og byggir á ölduspá Vegagerðarinnar þar sem reiknuð er svokölluð ölduspá á grunnslóð. Þannig er reynt að finna út við hvaða aðstæður stafar mest hætta af brimi og öldugangi.Sigurður Sigurðarson.„Þá reiknum við öldurnar upp í firði og flóa og annað slíkt, og í þessu tilviki þá reiknum við þær upp að fjörunum við Reynisfjöru, Vík og Kirkjufjöru. Síðan tökum við niðurstöður úr þessum reikningum á tíu metra dýpi og reiknum ölduhæðina, sveiflutíma öldunnar og sjávarhæðina yfir í eitthvað sem við köllum hættustuðul,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. Þá hafa komið upp hugmyndir um að bæta við kerfið og koma fyrir viðvörunarljósum í Reynisfjöru sem myndu lýsast upp í ákveðnum litum þegar hættustuðullinn fer yfir ákveðin mörk. Ljósin yrðu þannig til upplýsingar fyrir vegfarendur á svæðinu. „Þetta hefur svo aðeins þróast, og menn töldu að það væri raunverulega alltaf hætta, og þá er hugmyndin að hafa þarna alltaf gult ljós,“ segir Sigurður.Kerfið á tilraunastigi Í núverandi mynd hefur kerfið aðallega verið hugsað fyrir viðbragðsaðila á borð við lögreglu og almannavarnir. Inntur eftir því hvernig kerfið hafi reynst hingað til segir Sigurður að það sé enn á tilraunastigi. „Við höfum ekki miklar upplýsingar um það. Og þetta er á tilraunastigi. Ein hugmyndin er að þetta sé fyrir viðbragðsaðila, hugmyndin vaknaði þegar varð þarna slys og lögregla var með vakt í fjörunni. Eitt notagildið af þessu er að lögregla geti skipulagt sig fram í tímann, þurfi kannski ekki að koma einhverja daga en sjái að þeir þurfa að koma aðra daga.“Ekkert aftakabrim á laugardag Ljósmyndarinn Erica Mengouchian birti myndbandið af ferðamönnunum í Reynisfjöru á Instagram-reikningi sínum laugardaginn 3. nóvember. Myndbandið var tekið um hádegi sama dag, samkvæmt skriflegu svari Mengouchian við fyrirpsurn fréttastofu. Hún segir jafnframt að viðvörunarskilti hafi verið sýnileg um allt svæðið en þrátt fyrir það hafi ferðamennirnir hætt sér mjög nálægt öldurótinu.Reynisfjara er einn af vinsælustu ferðamannastöðunum á Íslandi.visir/vilhelmSigurður getur aðspurður ekki sagt til um það strax hvort brimið hafi verið hættulegra umræddan dag en miðað við venjulegar aðstæður í fjörunni. „Auðvitað sjáum við það öll sem í Íslendingar að þetta er hættulegt. Við sjáum það hins vegar að þetta var ekkert aftakabrim, og þess vegna kom það náttúrulega svo mörgum á óvart þarna.“ Sigurður segir að breytileikinn í öldunum sé eitt af því sem geri þær svo hættulegar. Sumar séu lágar, aðrar háar og þá falli þær að í hópum, þar sem einnig geti verið breytileiki innbyrðis. „Svo eru þessar háu öldur misháar. Öðru hvoru koma mjög háar öldur, það eru þær sem eru hættulegastar. Ef menn gæta ekki að sér og allt í einu kemur til dæmis töluvert hærri alda en í síðustu háu öldum. Svo er það líka þannig að það er ekki alltaf sem allra hæstu öldurnar valda hæsta upprennslinu í fjörunni.“ Almannavarnir Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Veður Tengdar fréttir Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Atvikið náðist á myndband sem birt var á Instagram á laugardag en síðustu ár hafa ítrekað verið fluttar fréttir af óförum ferðamanna á svæðinu. 6. nóvember 2018 19:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Viðvörunarkerfi Vegagerðarinnar fyrir hættulegar öldur í Reynisfjöru, sem tekið var í gagnið í júní á þessu ári, er enn á tilraunastigi, að sögn Sigurðar Sigurðarsonar, strandverkfræðings hjá Vegagerðinni. Ferðamenn voru hætt komnir í fjörunni á laugardag er þeir hættu sér of nálægt briminu en viðvörunarkerfinu er ætlað að vara fólk við þegar öldugangur á svæðinu fer yfir ákveðinn hættustuðul. Fjármagn fékkst til uppsetningar á viðvörunarkerfisinu í kjölfar tíðra slysa á svæðinu. Þrjú banaslys hafa orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðan árið 2007 vegna hættulegs öldugangs, og þá hafa ferðamenn ítrekað lent í ógöngum er þeir hætta sér of nálægt sjónum. Síðast voru ferðamenn hætt komnir í Reynisfjöru á laugardag en myndband sem náðist af atvikinu hefur vakið mikla athygli. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan.Hugmyndir um að koma upp viðvörunarljósum í fjörunni Umrætt viðvörunarkerfi var sett upp í júní síðastliðnum og byggir á ölduspá Vegagerðarinnar þar sem reiknuð er svokölluð ölduspá á grunnslóð. Þannig er reynt að finna út við hvaða aðstæður stafar mest hætta af brimi og öldugangi.Sigurður Sigurðarson.„Þá reiknum við öldurnar upp í firði og flóa og annað slíkt, og í þessu tilviki þá reiknum við þær upp að fjörunum við Reynisfjöru, Vík og Kirkjufjöru. Síðan tökum við niðurstöður úr þessum reikningum á tíu metra dýpi og reiknum ölduhæðina, sveiflutíma öldunnar og sjávarhæðina yfir í eitthvað sem við köllum hættustuðul,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. Þá hafa komið upp hugmyndir um að bæta við kerfið og koma fyrir viðvörunarljósum í Reynisfjöru sem myndu lýsast upp í ákveðnum litum þegar hættustuðullinn fer yfir ákveðin mörk. Ljósin yrðu þannig til upplýsingar fyrir vegfarendur á svæðinu. „Þetta hefur svo aðeins þróast, og menn töldu að það væri raunverulega alltaf hætta, og þá er hugmyndin að hafa þarna alltaf gult ljós,“ segir Sigurður.Kerfið á tilraunastigi Í núverandi mynd hefur kerfið aðallega verið hugsað fyrir viðbragðsaðila á borð við lögreglu og almannavarnir. Inntur eftir því hvernig kerfið hafi reynst hingað til segir Sigurður að það sé enn á tilraunastigi. „Við höfum ekki miklar upplýsingar um það. Og þetta er á tilraunastigi. Ein hugmyndin er að þetta sé fyrir viðbragðsaðila, hugmyndin vaknaði þegar varð þarna slys og lögregla var með vakt í fjörunni. Eitt notagildið af þessu er að lögregla geti skipulagt sig fram í tímann, þurfi kannski ekki að koma einhverja daga en sjái að þeir þurfa að koma aðra daga.“Ekkert aftakabrim á laugardag Ljósmyndarinn Erica Mengouchian birti myndbandið af ferðamönnunum í Reynisfjöru á Instagram-reikningi sínum laugardaginn 3. nóvember. Myndbandið var tekið um hádegi sama dag, samkvæmt skriflegu svari Mengouchian við fyrirpsurn fréttastofu. Hún segir jafnframt að viðvörunarskilti hafi verið sýnileg um allt svæðið en þrátt fyrir það hafi ferðamennirnir hætt sér mjög nálægt öldurótinu.Reynisfjara er einn af vinsælustu ferðamannastöðunum á Íslandi.visir/vilhelmSigurður getur aðspurður ekki sagt til um það strax hvort brimið hafi verið hættulegra umræddan dag en miðað við venjulegar aðstæður í fjörunni. „Auðvitað sjáum við það öll sem í Íslendingar að þetta er hættulegt. Við sjáum það hins vegar að þetta var ekkert aftakabrim, og þess vegna kom það náttúrulega svo mörgum á óvart þarna.“ Sigurður segir að breytileikinn í öldunum sé eitt af því sem geri þær svo hættulegar. Sumar séu lágar, aðrar háar og þá falli þær að í hópum, þar sem einnig geti verið breytileiki innbyrðis. „Svo eru þessar háu öldur misháar. Öðru hvoru koma mjög háar öldur, það eru þær sem eru hættulegastar. Ef menn gæta ekki að sér og allt í einu kemur til dæmis töluvert hærri alda en í síðustu háu öldum. Svo er það líka þannig að það er ekki alltaf sem allra hæstu öldurnar valda hæsta upprennslinu í fjörunni.“
Almannavarnir Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Veður Tengdar fréttir Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Atvikið náðist á myndband sem birt var á Instagram á laugardag en síðustu ár hafa ítrekað verið fluttar fréttir af óförum ferðamanna á svæðinu. 6. nóvember 2018 19:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Atvikið náðist á myndband sem birt var á Instagram á laugardag en síðustu ár hafa ítrekað verið fluttar fréttir af óförum ferðamanna á svæðinu. 6. nóvember 2018 19:00