Landlæknir kallar á eftirlit með óhefðbundnum lækningum Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 31. október 2018 07:00 Formaður Bandalags íslenskra græðara segir bandalagið fagna samvinnu við landlækni. NordicPhotos/Getty Mál meðhöndlarans sem Fréttablaðið greindi frá á dögunum hefur undið upp á sig. Konur sem telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu broti af hálfu mannsins og leitað sér lögfræðiaðstoðar eru nú orðnar tæplega 30 talsins. Ekkert eftirlit er með aðilum sem starfa utan löggiltra heilbrigðisstétta og telur Alma Dagbjört Möller landlæknir þörf fyrir að endurskoða lagaumhverfi slíkrar heilsutengdrar starfsemi. „Heilsutengd starfsemi aðila utan þess sem tilheyrir landlækni getur falið í sér hættur sem geta verið lúmskar og ófyrirséðar, andlegar og líkamlegar. Hættur geta falist í sjálfri þjónustunni en einnig geta tafir og truflun á réttri greiningu og/eða meðferð, stefnt einstaklingum í hættu,“ segir Alma Dagbjört Möller landlæknir. „Brýnt er að almenningur sé vakandi fyrir slíku.“ Landlæknir hefur eftirlit með störfum heilbrigðisstarfsmanna og fylgist með að þeir fari að ákvæðum heilbrigðislöggjafar og ákvæðum annarra laga og stjórnvaldsfyrirmæla eftir því sem við á. Eftirlit með heilsutengdri starfsemi, sem veitt er af aðilum utan viðurkenndra heilbrigðisstétta, fellur hins vegar undir almennt eftirlit löggæsluyfirvalda. Eftirlit löggæsluyfirvalda er svo í samræmi við hegningarlög og önnur lög og reglugerðir sem gilda um almenna borgara. Alma Dagbjört Möller, landlæknir Alma segir að embættið hafi haft spurnir af atvikum þar sem heilsutengd starfsemi aðila utan löggiltra heilbrigðisstétta hafi valdið hættu og jafnvel skaða. Landlæknir hefur í nokkrum slíkum tilvikum gefið út viðvaranir og leiðbeiningar þegar ástæða hefur þótt til. „Að öðru leyti getur landlæknir ekki haft afskipti af heilsutengdri starfsemi þessara aðila,“ segir Alma sem hyggst taka málið upp við velferðarráðuneytið. „Ég tel það þarft að lagaumhverfi heilsutengdrar starfsemi utan löggiltra heilbrigðisstétta verði tekið til endurskoðunar og að eftirlit með slíkri starfsemi verði komið á, þar varðar mestu heill og öryggi þeirra sem sækja slíka þjónustu,“ segir Alma. Með lögum um græðara frá árinu 2005 var komið á fót valfrjálsu skráningarkerfi fyrir fagfélög græðara. Freygerður Anna Ólafsdóttir er formaður Bandalags íslenskra græðara. „Markmið laga um græðara er fyrst og fremst að stuðla að gæðum í þjónustu þeirra og tryggja öryggi þeirra sem nýta sér hana eftir fremsta megni,“ segir hún. „Stjórn Bandalags íslenskra græðara er sammála því að auka þurfi eftirlit. Við fögnum allri samvinnu við velferðarráðuneytið og landlækni.“ Eftirlit Bandalags íslenskra græðara felst fyrst og fremst í því að tryggja að skráðir græðarar uppfylli skilyrði skráningar. Að öðru leyti fer eftirlit fram í gegnum þau fagfélög sem standa að Bandalaginu. „Í reglugerð um skráningarkerfi græðara er heimild fyrir því að taka græðara af skrá ef græðari aðhefst eitthvað í starfi sem er andstætt góðum starfsháttum. Einstakling, sem sætir ákæru fyrir jafn alvarleg brot og hér um ræðir þar sem velferð skjólstæðinga er ótrygg, er því hægt að taka af skrá á meðan á rannsókn stendur. Maðurinn sem um ræðir er ekki skráður í Bandalag íslenskra græðara.“ Birtist í Fréttablaðinu Mál Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar Tengdar fréttir Umfangsmesta mál sinnar tegundar á sviði meðhöndlara Konurnar sem telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu broti af hálfu manns sem meðhöndlar einstaklinga með stoðkerfisvanda eru nú orðnar sautján. 20. október 2018 07:00 Þykir alvarlegt að maðurinn sé enn að störfum Karlmaður sem vinnur með einstaklinga sem glíma við stoðkerfisvanda hefur verið kærður nokkrum sinnum á þessu ári fyrir kynferðisbrot í starfi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu staðfestir að þrjú mál séu til rannsóknar. 18. október 2018 07:30 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Mál meðhöndlarans sem Fréttablaðið greindi frá á dögunum hefur undið upp á sig. Konur sem telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu broti af hálfu mannsins og leitað sér lögfræðiaðstoðar eru nú orðnar tæplega 30 talsins. Ekkert eftirlit er með aðilum sem starfa utan löggiltra heilbrigðisstétta og telur Alma Dagbjört Möller landlæknir þörf fyrir að endurskoða lagaumhverfi slíkrar heilsutengdrar starfsemi. „Heilsutengd starfsemi aðila utan þess sem tilheyrir landlækni getur falið í sér hættur sem geta verið lúmskar og ófyrirséðar, andlegar og líkamlegar. Hættur geta falist í sjálfri þjónustunni en einnig geta tafir og truflun á réttri greiningu og/eða meðferð, stefnt einstaklingum í hættu,“ segir Alma Dagbjört Möller landlæknir. „Brýnt er að almenningur sé vakandi fyrir slíku.“ Landlæknir hefur eftirlit með störfum heilbrigðisstarfsmanna og fylgist með að þeir fari að ákvæðum heilbrigðislöggjafar og ákvæðum annarra laga og stjórnvaldsfyrirmæla eftir því sem við á. Eftirlit með heilsutengdri starfsemi, sem veitt er af aðilum utan viðurkenndra heilbrigðisstétta, fellur hins vegar undir almennt eftirlit löggæsluyfirvalda. Eftirlit löggæsluyfirvalda er svo í samræmi við hegningarlög og önnur lög og reglugerðir sem gilda um almenna borgara. Alma Dagbjört Möller, landlæknir Alma segir að embættið hafi haft spurnir af atvikum þar sem heilsutengd starfsemi aðila utan löggiltra heilbrigðisstétta hafi valdið hættu og jafnvel skaða. Landlæknir hefur í nokkrum slíkum tilvikum gefið út viðvaranir og leiðbeiningar þegar ástæða hefur þótt til. „Að öðru leyti getur landlæknir ekki haft afskipti af heilsutengdri starfsemi þessara aðila,“ segir Alma sem hyggst taka málið upp við velferðarráðuneytið. „Ég tel það þarft að lagaumhverfi heilsutengdrar starfsemi utan löggiltra heilbrigðisstétta verði tekið til endurskoðunar og að eftirlit með slíkri starfsemi verði komið á, þar varðar mestu heill og öryggi þeirra sem sækja slíka þjónustu,“ segir Alma. Með lögum um græðara frá árinu 2005 var komið á fót valfrjálsu skráningarkerfi fyrir fagfélög græðara. Freygerður Anna Ólafsdóttir er formaður Bandalags íslenskra græðara. „Markmið laga um græðara er fyrst og fremst að stuðla að gæðum í þjónustu þeirra og tryggja öryggi þeirra sem nýta sér hana eftir fremsta megni,“ segir hún. „Stjórn Bandalags íslenskra græðara er sammála því að auka þurfi eftirlit. Við fögnum allri samvinnu við velferðarráðuneytið og landlækni.“ Eftirlit Bandalags íslenskra græðara felst fyrst og fremst í því að tryggja að skráðir græðarar uppfylli skilyrði skráningar. Að öðru leyti fer eftirlit fram í gegnum þau fagfélög sem standa að Bandalaginu. „Í reglugerð um skráningarkerfi græðara er heimild fyrir því að taka græðara af skrá ef græðari aðhefst eitthvað í starfi sem er andstætt góðum starfsháttum. Einstakling, sem sætir ákæru fyrir jafn alvarleg brot og hér um ræðir þar sem velferð skjólstæðinga er ótrygg, er því hægt að taka af skrá á meðan á rannsókn stendur. Maðurinn sem um ræðir er ekki skráður í Bandalag íslenskra græðara.“
Birtist í Fréttablaðinu Mál Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar Tengdar fréttir Umfangsmesta mál sinnar tegundar á sviði meðhöndlara Konurnar sem telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu broti af hálfu manns sem meðhöndlar einstaklinga með stoðkerfisvanda eru nú orðnar sautján. 20. október 2018 07:00 Þykir alvarlegt að maðurinn sé enn að störfum Karlmaður sem vinnur með einstaklinga sem glíma við stoðkerfisvanda hefur verið kærður nokkrum sinnum á þessu ári fyrir kynferðisbrot í starfi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu staðfestir að þrjú mál séu til rannsóknar. 18. október 2018 07:30 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Umfangsmesta mál sinnar tegundar á sviði meðhöndlara Konurnar sem telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu broti af hálfu manns sem meðhöndlar einstaklinga með stoðkerfisvanda eru nú orðnar sautján. 20. október 2018 07:00
Þykir alvarlegt að maðurinn sé enn að störfum Karlmaður sem vinnur með einstaklinga sem glíma við stoðkerfisvanda hefur verið kærður nokkrum sinnum á þessu ári fyrir kynferðisbrot í starfi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu staðfestir að þrjú mál séu til rannsóknar. 18. október 2018 07:30