Landlæknir kallar á eftirlit með óhefðbundnum lækningum Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 31. október 2018 07:00 Formaður Bandalags íslenskra græðara segir bandalagið fagna samvinnu við landlækni. NordicPhotos/Getty Mál meðhöndlarans sem Fréttablaðið greindi frá á dögunum hefur undið upp á sig. Konur sem telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu broti af hálfu mannsins og leitað sér lögfræðiaðstoðar eru nú orðnar tæplega 30 talsins. Ekkert eftirlit er með aðilum sem starfa utan löggiltra heilbrigðisstétta og telur Alma Dagbjört Möller landlæknir þörf fyrir að endurskoða lagaumhverfi slíkrar heilsutengdrar starfsemi. „Heilsutengd starfsemi aðila utan þess sem tilheyrir landlækni getur falið í sér hættur sem geta verið lúmskar og ófyrirséðar, andlegar og líkamlegar. Hættur geta falist í sjálfri þjónustunni en einnig geta tafir og truflun á réttri greiningu og/eða meðferð, stefnt einstaklingum í hættu,“ segir Alma Dagbjört Möller landlæknir. „Brýnt er að almenningur sé vakandi fyrir slíku.“ Landlæknir hefur eftirlit með störfum heilbrigðisstarfsmanna og fylgist með að þeir fari að ákvæðum heilbrigðislöggjafar og ákvæðum annarra laga og stjórnvaldsfyrirmæla eftir því sem við á. Eftirlit með heilsutengdri starfsemi, sem veitt er af aðilum utan viðurkenndra heilbrigðisstétta, fellur hins vegar undir almennt eftirlit löggæsluyfirvalda. Eftirlit löggæsluyfirvalda er svo í samræmi við hegningarlög og önnur lög og reglugerðir sem gilda um almenna borgara. Alma Dagbjört Möller, landlæknir Alma segir að embættið hafi haft spurnir af atvikum þar sem heilsutengd starfsemi aðila utan löggiltra heilbrigðisstétta hafi valdið hættu og jafnvel skaða. Landlæknir hefur í nokkrum slíkum tilvikum gefið út viðvaranir og leiðbeiningar þegar ástæða hefur þótt til. „Að öðru leyti getur landlæknir ekki haft afskipti af heilsutengdri starfsemi þessara aðila,“ segir Alma sem hyggst taka málið upp við velferðarráðuneytið. „Ég tel það þarft að lagaumhverfi heilsutengdrar starfsemi utan löggiltra heilbrigðisstétta verði tekið til endurskoðunar og að eftirlit með slíkri starfsemi verði komið á, þar varðar mestu heill og öryggi þeirra sem sækja slíka þjónustu,“ segir Alma. Með lögum um græðara frá árinu 2005 var komið á fót valfrjálsu skráningarkerfi fyrir fagfélög græðara. Freygerður Anna Ólafsdóttir er formaður Bandalags íslenskra græðara. „Markmið laga um græðara er fyrst og fremst að stuðla að gæðum í þjónustu þeirra og tryggja öryggi þeirra sem nýta sér hana eftir fremsta megni,“ segir hún. „Stjórn Bandalags íslenskra græðara er sammála því að auka þurfi eftirlit. Við fögnum allri samvinnu við velferðarráðuneytið og landlækni.“ Eftirlit Bandalags íslenskra græðara felst fyrst og fremst í því að tryggja að skráðir græðarar uppfylli skilyrði skráningar. Að öðru leyti fer eftirlit fram í gegnum þau fagfélög sem standa að Bandalaginu. „Í reglugerð um skráningarkerfi græðara er heimild fyrir því að taka græðara af skrá ef græðari aðhefst eitthvað í starfi sem er andstætt góðum starfsháttum. Einstakling, sem sætir ákæru fyrir jafn alvarleg brot og hér um ræðir þar sem velferð skjólstæðinga er ótrygg, er því hægt að taka af skrá á meðan á rannsókn stendur. Maðurinn sem um ræðir er ekki skráður í Bandalag íslenskra græðara.“ Birtist í Fréttablaðinu Mál Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar Tengdar fréttir Umfangsmesta mál sinnar tegundar á sviði meðhöndlara Konurnar sem telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu broti af hálfu manns sem meðhöndlar einstaklinga með stoðkerfisvanda eru nú orðnar sautján. 20. október 2018 07:00 Þykir alvarlegt að maðurinn sé enn að störfum Karlmaður sem vinnur með einstaklinga sem glíma við stoðkerfisvanda hefur verið kærður nokkrum sinnum á þessu ári fyrir kynferðisbrot í starfi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu staðfestir að þrjú mál séu til rannsóknar. 18. október 2018 07:30 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Mál meðhöndlarans sem Fréttablaðið greindi frá á dögunum hefur undið upp á sig. Konur sem telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu broti af hálfu mannsins og leitað sér lögfræðiaðstoðar eru nú orðnar tæplega 30 talsins. Ekkert eftirlit er með aðilum sem starfa utan löggiltra heilbrigðisstétta og telur Alma Dagbjört Möller landlæknir þörf fyrir að endurskoða lagaumhverfi slíkrar heilsutengdrar starfsemi. „Heilsutengd starfsemi aðila utan þess sem tilheyrir landlækni getur falið í sér hættur sem geta verið lúmskar og ófyrirséðar, andlegar og líkamlegar. Hættur geta falist í sjálfri þjónustunni en einnig geta tafir og truflun á réttri greiningu og/eða meðferð, stefnt einstaklingum í hættu,“ segir Alma Dagbjört Möller landlæknir. „Brýnt er að almenningur sé vakandi fyrir slíku.“ Landlæknir hefur eftirlit með störfum heilbrigðisstarfsmanna og fylgist með að þeir fari að ákvæðum heilbrigðislöggjafar og ákvæðum annarra laga og stjórnvaldsfyrirmæla eftir því sem við á. Eftirlit með heilsutengdri starfsemi, sem veitt er af aðilum utan viðurkenndra heilbrigðisstétta, fellur hins vegar undir almennt eftirlit löggæsluyfirvalda. Eftirlit löggæsluyfirvalda er svo í samræmi við hegningarlög og önnur lög og reglugerðir sem gilda um almenna borgara. Alma Dagbjört Möller, landlæknir Alma segir að embættið hafi haft spurnir af atvikum þar sem heilsutengd starfsemi aðila utan löggiltra heilbrigðisstétta hafi valdið hættu og jafnvel skaða. Landlæknir hefur í nokkrum slíkum tilvikum gefið út viðvaranir og leiðbeiningar þegar ástæða hefur þótt til. „Að öðru leyti getur landlæknir ekki haft afskipti af heilsutengdri starfsemi þessara aðila,“ segir Alma sem hyggst taka málið upp við velferðarráðuneytið. „Ég tel það þarft að lagaumhverfi heilsutengdrar starfsemi utan löggiltra heilbrigðisstétta verði tekið til endurskoðunar og að eftirlit með slíkri starfsemi verði komið á, þar varðar mestu heill og öryggi þeirra sem sækja slíka þjónustu,“ segir Alma. Með lögum um græðara frá árinu 2005 var komið á fót valfrjálsu skráningarkerfi fyrir fagfélög græðara. Freygerður Anna Ólafsdóttir er formaður Bandalags íslenskra græðara. „Markmið laga um græðara er fyrst og fremst að stuðla að gæðum í þjónustu þeirra og tryggja öryggi þeirra sem nýta sér hana eftir fremsta megni,“ segir hún. „Stjórn Bandalags íslenskra græðara er sammála því að auka þurfi eftirlit. Við fögnum allri samvinnu við velferðarráðuneytið og landlækni.“ Eftirlit Bandalags íslenskra græðara felst fyrst og fremst í því að tryggja að skráðir græðarar uppfylli skilyrði skráningar. Að öðru leyti fer eftirlit fram í gegnum þau fagfélög sem standa að Bandalaginu. „Í reglugerð um skráningarkerfi græðara er heimild fyrir því að taka græðara af skrá ef græðari aðhefst eitthvað í starfi sem er andstætt góðum starfsháttum. Einstakling, sem sætir ákæru fyrir jafn alvarleg brot og hér um ræðir þar sem velferð skjólstæðinga er ótrygg, er því hægt að taka af skrá á meðan á rannsókn stendur. Maðurinn sem um ræðir er ekki skráður í Bandalag íslenskra græðara.“
Birtist í Fréttablaðinu Mál Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar Tengdar fréttir Umfangsmesta mál sinnar tegundar á sviði meðhöndlara Konurnar sem telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu broti af hálfu manns sem meðhöndlar einstaklinga með stoðkerfisvanda eru nú orðnar sautján. 20. október 2018 07:00 Þykir alvarlegt að maðurinn sé enn að störfum Karlmaður sem vinnur með einstaklinga sem glíma við stoðkerfisvanda hefur verið kærður nokkrum sinnum á þessu ári fyrir kynferðisbrot í starfi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu staðfestir að þrjú mál séu til rannsóknar. 18. október 2018 07:30 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Umfangsmesta mál sinnar tegundar á sviði meðhöndlara Konurnar sem telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu broti af hálfu manns sem meðhöndlar einstaklinga með stoðkerfisvanda eru nú orðnar sautján. 20. október 2018 07:00
Þykir alvarlegt að maðurinn sé enn að störfum Karlmaður sem vinnur með einstaklinga sem glíma við stoðkerfisvanda hefur verið kærður nokkrum sinnum á þessu ári fyrir kynferðisbrot í starfi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu staðfestir að þrjú mál séu til rannsóknar. 18. október 2018 07:30