Komu að læstum dyrum á íbúafundi: „Fólk var heitt í hamsi standandi úti í núll gráðum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. október 2018 21:45 Svona var aðkoman að fundarstað. Allt harðlæst. Mynd/Trausti Harðarson Íbúar í Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsársdal þurftu sumir hverjir frá að hverfa eftir að þeir komu að læstum dyrum í Dalskóla í Úlfarsárdal þar sem samráðsfundar um framtíð og eflingu íbúasamráðs Reykjavíkurborgar var haldinn. Fundurinn átti að hefjast klukkan 19.30 en fundargestir komu að lokuðum dyrum.„Ég var mættur þarna sjálfur þarna 16 mínútur yfir sjö. Við löbbum þarna um og það er allt slökkt og læst. Svo finnur einn ólæsta hurð á einhverjum milligangi. Þá var klukkan korter í átta. Þar kemur kona sem segist hafa boðað fundinn,“ segir Árni Guðmundsson, varaformaður hverfisráðs Grafarvogs en fundurinn átti að fara fram í Dalskóla í Úlfarsárdal og var hann haldinn fyrir íbúa Grafarholts, Grafarvogs og Úlfarsársdals.Að sögn Árna mætti Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata og formaður hins þverpólitíska stýrihóps kjörinna borgarfulltrúa sem boðaði til fundarins, um klukkan átta, hálftíma eftir að fundurinn átti að hefjast. Dóra Björt segir hins vegar í samtali við Vísi að það sé af og frá að hún og aðrir fulltrúar hafi mætt of seint á fundinn. Hún hafi verið mætt fyrir klukkan 19.30, það geti fjöldi manns staðfest. Fundargestir komust að lokum innn í hlýjunaMynd/Trausti Harðarson.„Fólk var heitt í hamsi standandi úti í núll gráðum,“ segir Árni sem segir að það sé virðingarleysi af hálfu fulltrúa nefndarinnar að hafa ekki mætt á réttum tíma og í öðru lagi að ekki hafi ekki verið betur staðið að skipulagningu fundarins en svo að skólahúsið hafi verið harðlæst þegar gesti bar að garði. „Þetta er náttúrulega ekki hægt. Ég er ennþá skjálfandi úr kulda,“ segir Árni. Undir orð Árna tekur Trausti Harðarsson sem einnig var á fundinum. „Þetta var bara móðgun og hneyksli að það sé ekki búið að undirbúa íbúarfund fyrir íbúa í 35 þúsund manna hverfi og þú mætir ekki einu sinni á réttum tíma á eigin fund. Maður vissi svo sem ekki hvort maður ætti að hlæja eða vera reiður,“ segir Trausti í samtali við Vísi. Trausti segir að margir hverjir af þeim sem hafi ætlað að mæta á fundinn hafi yfirgefið svæðið og krafist þess að boðað yrði til nýs fundar sem hann segir að Dóra Björt hafi orðið við. Í stýrihópnum sitja auk Dóru Bjartar, Þorkell Heiðarsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, Gunnlaugur Bragi Björnsson, varaborgarfulltrúi Viðreisnar, Örn Þórðarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Daníel Örn Arnarsson, varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Borgarstjórn Tengdar fréttir „Við vorum mætt fyrir klukkan hálf átta“ Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn og formaður stýrihóps um framtíð og eflingu íbúasamráðs Reykjavíkurborgar, segir það ekki rétt að fulltrúar hópsins hafi mætt of seint á boðaðan fund hópsins í Dalskóla í Úlfarsárdal í kvöld. 25. október 2018 22:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira
Íbúar í Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsársdal þurftu sumir hverjir frá að hverfa eftir að þeir komu að læstum dyrum í Dalskóla í Úlfarsárdal þar sem samráðsfundar um framtíð og eflingu íbúasamráðs Reykjavíkurborgar var haldinn. Fundurinn átti að hefjast klukkan 19.30 en fundargestir komu að lokuðum dyrum.„Ég var mættur þarna sjálfur þarna 16 mínútur yfir sjö. Við löbbum þarna um og það er allt slökkt og læst. Svo finnur einn ólæsta hurð á einhverjum milligangi. Þá var klukkan korter í átta. Þar kemur kona sem segist hafa boðað fundinn,“ segir Árni Guðmundsson, varaformaður hverfisráðs Grafarvogs en fundurinn átti að fara fram í Dalskóla í Úlfarsárdal og var hann haldinn fyrir íbúa Grafarholts, Grafarvogs og Úlfarsársdals.Að sögn Árna mætti Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata og formaður hins þverpólitíska stýrihóps kjörinna borgarfulltrúa sem boðaði til fundarins, um klukkan átta, hálftíma eftir að fundurinn átti að hefjast. Dóra Björt segir hins vegar í samtali við Vísi að það sé af og frá að hún og aðrir fulltrúar hafi mætt of seint á fundinn. Hún hafi verið mætt fyrir klukkan 19.30, það geti fjöldi manns staðfest. Fundargestir komust að lokum innn í hlýjunaMynd/Trausti Harðarson.„Fólk var heitt í hamsi standandi úti í núll gráðum,“ segir Árni sem segir að það sé virðingarleysi af hálfu fulltrúa nefndarinnar að hafa ekki mætt á réttum tíma og í öðru lagi að ekki hafi ekki verið betur staðið að skipulagningu fundarins en svo að skólahúsið hafi verið harðlæst þegar gesti bar að garði. „Þetta er náttúrulega ekki hægt. Ég er ennþá skjálfandi úr kulda,“ segir Árni. Undir orð Árna tekur Trausti Harðarsson sem einnig var á fundinum. „Þetta var bara móðgun og hneyksli að það sé ekki búið að undirbúa íbúarfund fyrir íbúa í 35 þúsund manna hverfi og þú mætir ekki einu sinni á réttum tíma á eigin fund. Maður vissi svo sem ekki hvort maður ætti að hlæja eða vera reiður,“ segir Trausti í samtali við Vísi. Trausti segir að margir hverjir af þeim sem hafi ætlað að mæta á fundinn hafi yfirgefið svæðið og krafist þess að boðað yrði til nýs fundar sem hann segir að Dóra Björt hafi orðið við. Í stýrihópnum sitja auk Dóru Bjartar, Þorkell Heiðarsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, Gunnlaugur Bragi Björnsson, varaborgarfulltrúi Viðreisnar, Örn Þórðarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Daníel Örn Arnarsson, varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.
Borgarstjórn Tengdar fréttir „Við vorum mætt fyrir klukkan hálf átta“ Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn og formaður stýrihóps um framtíð og eflingu íbúasamráðs Reykjavíkurborgar, segir það ekki rétt að fulltrúar hópsins hafi mætt of seint á boðaðan fund hópsins í Dalskóla í Úlfarsárdal í kvöld. 25. október 2018 22:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira
„Við vorum mætt fyrir klukkan hálf átta“ Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn og formaður stýrihóps um framtíð og eflingu íbúasamráðs Reykjavíkurborgar, segir það ekki rétt að fulltrúar hópsins hafi mætt of seint á boðaðan fund hópsins í Dalskóla í Úlfarsárdal í kvöld. 25. október 2018 22:30