Fótbolti

Bunkeflo bjargaði sér frá falli með sigri í Íslendingaslagnum

Dagur Lárusson skrifar
Guðbjörg Gunnarsdóttir.
Guðbjörg Gunnarsdóttir. vísir/Valli
Það var sannkallaður Íslendingaslagur í lokaumferð sænsku kvennaknattspyrnunnar í dag þegar Bunkeflo hafði betur gegn Djurgarden.

 

Þær Guðbjörg Gunnarsdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir voru í byrjunarliði Djurgarden á meðan Rakel Hönnudóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir voru í byrjunarliði Bunkeflo.

 

Fyrir lokaumferðina var Bunkerflo í næst neðsta sæti deildarinnar með 23 stig og gátu mögulega bjargað sér frá falli með sigri á meðan Djurgarden var í áttunda sæti með 27 stig.

 

Það var fátt athyglisvert sem gerðist í þessum leik fyrir utan eina mark leiksins sem kom á 34. mínútu en það var Winberg sem skoraði það fyrir Bunkeflo. Lokastaðan var 1-0 fyrir Bunkeflo sem náði því að forða sér frá falli.

 

Glódís Perla Viggósdóttir var síðan í hjarta varnarinnar í 4-2 tapi Rosengard gegn Gautaborg en þessi leikur var baráttan um annað sætið í deildinni.

 

Sif Atladóttir spilaði síðan allan leikinn í 0-0 jafntefli Kristianstad gegn Linkopings en það þýðir að Kristianstad endar í fjórða sæti deildarinnar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×