Hollendingar völtuðu yfir Þjóðverja Smári Jökull Jónsson skrifar 13. október 2018 20:45 Memphis Depay skorar framhjá Manuel Neuer í leiknum í kvöld. Vísir/Getty Hollendingar unnu óvæntan stórsigur á Þjóðverjum í A-deild Þjóðadeildarinnar í kvöld. Lokatölur urðu 3-0 og Þjóðverjar sitja þar með á botni riðilsins með aðeins eitt stig eftir tvo leiki. Liðin eru í riðli með heimsmeisturum Frakka sem eru efstir í riðlinum eftir að hafa gert jafntefli við Þjóðverja í fyrstu umferðinni og svo unnið Hollendinga. Það var því að duga eða drepast fyrir hollenska liðið í kvöld sem hefur ekki átt góðu gengi að fagna síðustu misseri. Bæði lið mættu með helstu stórstjörnur sínar til leiks. Virgil Van Dijk, leikmaður Liverpool, spilaði í miðri vörn Hollendinga í kvöld og það var hann sem skoraði fyrsta mark leiksins á 30.mínútu. Undir lokin bættu Hollendingar svo við tveimur mörkum. Memphis Depay skoraði á 87.mínútu og Georginio Wijnaldum átti lokaorðið á 90.mínútu og tryggði 3-0 sigur. Frakkar og Þjóðverjar mætast í þessum riðli á þriðjudaginn í Frakklandi þar sem bæði lið hafa mikið að sanna, Frakkar eftir jafnteflið gegn Íslandi á fimmtudag og Þjóðverjar eftir úrslitin í kvöld. Í B-deildinni mættust Danir og Írar í Dublin. Fátt var um fína drætti og skildu liðin jöfn, lokatölur 0-0. Danir eru efstir í riðlinum með fjögur stig en Írar eru neðstir með eitt. Wales er síðan í öðru sætinu með þrjú stig en Írar og Walesverjar mætast í nágrannslag á þriðjudag í Cardiff. Þjóðadeild UEFA
Hollendingar unnu óvæntan stórsigur á Þjóðverjum í A-deild Þjóðadeildarinnar í kvöld. Lokatölur urðu 3-0 og Þjóðverjar sitja þar með á botni riðilsins með aðeins eitt stig eftir tvo leiki. Liðin eru í riðli með heimsmeisturum Frakka sem eru efstir í riðlinum eftir að hafa gert jafntefli við Þjóðverja í fyrstu umferðinni og svo unnið Hollendinga. Það var því að duga eða drepast fyrir hollenska liðið í kvöld sem hefur ekki átt góðu gengi að fagna síðustu misseri. Bæði lið mættu með helstu stórstjörnur sínar til leiks. Virgil Van Dijk, leikmaður Liverpool, spilaði í miðri vörn Hollendinga í kvöld og það var hann sem skoraði fyrsta mark leiksins á 30.mínútu. Undir lokin bættu Hollendingar svo við tveimur mörkum. Memphis Depay skoraði á 87.mínútu og Georginio Wijnaldum átti lokaorðið á 90.mínútu og tryggði 3-0 sigur. Frakkar og Þjóðverjar mætast í þessum riðli á þriðjudaginn í Frakklandi þar sem bæði lið hafa mikið að sanna, Frakkar eftir jafnteflið gegn Íslandi á fimmtudag og Þjóðverjar eftir úrslitin í kvöld. Í B-deildinni mættust Danir og Írar í Dublin. Fátt var um fína drætti og skildu liðin jöfn, lokatölur 0-0. Danir eru efstir í riðlinum með fjögur stig en Írar eru neðstir með eitt. Wales er síðan í öðru sætinu með þrjú stig en Írar og Walesverjar mætast í nágrannslag á þriðjudag í Cardiff.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti