Hið ómögulega Anna Lísa Björnsdóttir skrifar 15. október 2018 10:00 Alþjóðlegur dagur tileinkaður missi á meðgöngu og barnsmissi er í dag, 15. október. Gleym mér ei styrktarfélag hefur staðið fyrir minningarstund á hverju ári síðastliðin sjö ár. Þetta árið höldum við minningarstundir í Guðríðarkirkju og Glerárkirkju kl. 20. Að venju verður hægt að tendra ljós fyrir litlu börnin okkar og eiga fallegar stundir. Gleym mér ei styrktarfélag var stofnað haustið 2013 af undirritaðri, Þórunni Pálsdóttur og Hrafnhildi Hafsteinsdóttur. Sameiginleg reynsla okkar af missi á meðgöngu færði okkur saman. Missir á meðgöngu er oft einangrandi fyrir foreldra og nánustu aðstandendur – þessi sorg er oft erfið þeim sem ekki tengdust barninu á sama hátt og foreldrarnir, en langar til að veita foreldrum tilfinningalegan stuðning. Það er til orð yfir börn sem missa foreldra, maka sem missa maka, en það er ekkert orð sem lýsir þeim sársauka að missa barn. Lin-Manuel Miranda notar orðið „ómögulegt“ (The unimaginable) þegar hann skrifar lag um sorg foreldra eftir barnsmissi í söngleik sínum. Það er ómögulegt að setja sig í spor foreldra sem lifa börnin sín.Gefa okkur tækifæri Gleym mér ei hefur síðan haustið 2017 gefið foreldrum sem missa börn á meðgöngu eða skömmu eftir fæðingu minningarkassa. Þótt skrefin heim, tómhent af fæðingardeildunum, verði óendanlega þungbær hafa minningarkassarnir verið dýrmætir fyrir foreldra og systkini. Foreldrar syrgja barnið sitt út lífið og eins mikið og við í Gleym mér ei vildum óska að það væri ekki þörf fyrir okkar félag, erum við afar þakklát fyrir þann stuðning sem við höfum hvert af öðru. Stuðningshóparnir okkar og minningarstundir gefa okkur tækifæri til að minnast barnanna okkar og njóta samvista við aðra foreldra með þessa þungbæru reynslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Skoðun Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðlegur dagur tileinkaður missi á meðgöngu og barnsmissi er í dag, 15. október. Gleym mér ei styrktarfélag hefur staðið fyrir minningarstund á hverju ári síðastliðin sjö ár. Þetta árið höldum við minningarstundir í Guðríðarkirkju og Glerárkirkju kl. 20. Að venju verður hægt að tendra ljós fyrir litlu börnin okkar og eiga fallegar stundir. Gleym mér ei styrktarfélag var stofnað haustið 2013 af undirritaðri, Þórunni Pálsdóttur og Hrafnhildi Hafsteinsdóttur. Sameiginleg reynsla okkar af missi á meðgöngu færði okkur saman. Missir á meðgöngu er oft einangrandi fyrir foreldra og nánustu aðstandendur – þessi sorg er oft erfið þeim sem ekki tengdust barninu á sama hátt og foreldrarnir, en langar til að veita foreldrum tilfinningalegan stuðning. Það er til orð yfir börn sem missa foreldra, maka sem missa maka, en það er ekkert orð sem lýsir þeim sársauka að missa barn. Lin-Manuel Miranda notar orðið „ómögulegt“ (The unimaginable) þegar hann skrifar lag um sorg foreldra eftir barnsmissi í söngleik sínum. Það er ómögulegt að setja sig í spor foreldra sem lifa börnin sín.Gefa okkur tækifæri Gleym mér ei hefur síðan haustið 2017 gefið foreldrum sem missa börn á meðgöngu eða skömmu eftir fæðingu minningarkassa. Þótt skrefin heim, tómhent af fæðingardeildunum, verði óendanlega þungbær hafa minningarkassarnir verið dýrmætir fyrir foreldra og systkini. Foreldrar syrgja barnið sitt út lífið og eins mikið og við í Gleym mér ei vildum óska að það væri ekki þörf fyrir okkar félag, erum við afar þakklát fyrir þann stuðning sem við höfum hvert af öðru. Stuðningshóparnir okkar og minningarstundir gefa okkur tækifæri til að minnast barnanna okkar og njóta samvista við aðra foreldra með þessa þungbæru reynslu.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar