Formaður borgarráðs segir stöðu meirihlutans sterka Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. október 2018 21:57 Staða meirihlutans í borginni er sterk að sögn formanns borgarráðs. Oddviti Sjálfstæðismanna segir bakland borgarstjórnarflokkanna ekki ánægt með samstarfið en á undanförnum árum hlaupi framúrkeyrsla í borginni á milljörðum. Samfylkingin tapar mestu fylgi allra borgarstjórnarflokkanna samkvæmt könnun sem Zenter rannsóknir unnu fyrir Fréttablaðið. Aðrir flokkar í meirihluta bæta hins vegar við sig eða halda í horfinu. Sjálfstæðisflokkurinn mælist, líkt og í síðustu kosningum, stærstur flokka. Formaður borgarráðs og forseti borgarstjórnar fagna niðurstöðunni. „Staða meirihlutans er sterk og það kemur í ljós í þessari könnun að kjósendur eru skynsamir,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. „Við Píratar erum að bæta við okkur tæplega 5% fylgi og ég tel það sýna að fólk kann að meta okkar áherslur,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík.Eyþór Arnalds er ánægður með góðan árangur Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnun.Vísir/stöð 2Oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn er á öðru máli. „Við heyrum í hins vegar fólki í baklandi þessarra flokka. Það er ekki mikil ánægja með þetta samstarf. Við erum langstærsti flokkurinn, við erum næstum því 50% stærri en Samfylkingin þannig að hlutfallslega erum við mjög sátt við það,“ segir Eyþór Laxdal Arnalds. Fréttablaðið kannaði einnig hver ætti að axla ábyrgð á framúrkeyrslu við endurbætur og viðbyggingar braggans í Nauthólsvík. Af þeim sem tóku afstöðu taldi um þriðjungur svarenda að ábyrgðin væri borgarstjóra. Rúmlega fjórðungur taldi ábyrgðina meirihlutans. Minnihlutinn í borgarstjórn gerir alvarlegar athugasemdir við „braggamálið“ svokallaða og fleiri mál eins og framúrkeyrslu hjá Félagsbústöðum og vegna framkvæmda við Mathöllina. Mér finnst þetta vera byrjunin á einhverju miklu miklu dýpra og miklu miklu meira. Ég hef á tilfinningunni að það hafi verið að stinga á einhverju kýli og það bara velli út gröfturinn núna,“ segir Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík. „Já, það er ýmislegt sem er að koma á yfirborðið varðandi borgina og það er margt sem þarf að laga þar,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins í borginni. Sjálfstæðismenn segja að framúrkeyrslan hlaupi á gríðarlegum fjármunum síðustu átta ár. „Þessi þrjú verk sem hafa verið nefnt voru 800 milljónir, ef við tökum með Orkuveituhúsið og fleiri mál þá eru þetta milljarðar,“ segir Eyþór Arnalds. Borgarstjórn Tengdar fréttir Samfylking dalar og ábyrgðin sögð Dags í Braggamáli Sjálfstæðisflokkurinn mælist langstærsti flokkurinn í borginni. Vinstri græn og Píratar bæta við sig. Flestir á því að borgarstjóri beri ábyrgð í Braggamáli. 16. október 2018 06:00 Eldri líklegri til að benda á Dag en þau yngstu á embættismenn Karlar eru líklegri til að setja Braggamálið á reikning borgarstjóra. Konur benda frekar á meirihlutann. Yngstu kjósendurnir ólíklegastir til að benda á Dag B. 16. október 2018 06:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Staða meirihlutans í borginni er sterk að sögn formanns borgarráðs. Oddviti Sjálfstæðismanna segir bakland borgarstjórnarflokkanna ekki ánægt með samstarfið en á undanförnum árum hlaupi framúrkeyrsla í borginni á milljörðum. Samfylkingin tapar mestu fylgi allra borgarstjórnarflokkanna samkvæmt könnun sem Zenter rannsóknir unnu fyrir Fréttablaðið. Aðrir flokkar í meirihluta bæta hins vegar við sig eða halda í horfinu. Sjálfstæðisflokkurinn mælist, líkt og í síðustu kosningum, stærstur flokka. Formaður borgarráðs og forseti borgarstjórnar fagna niðurstöðunni. „Staða meirihlutans er sterk og það kemur í ljós í þessari könnun að kjósendur eru skynsamir,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. „Við Píratar erum að bæta við okkur tæplega 5% fylgi og ég tel það sýna að fólk kann að meta okkar áherslur,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík.Eyþór Arnalds er ánægður með góðan árangur Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnun.Vísir/stöð 2Oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn er á öðru máli. „Við heyrum í hins vegar fólki í baklandi þessarra flokka. Það er ekki mikil ánægja með þetta samstarf. Við erum langstærsti flokkurinn, við erum næstum því 50% stærri en Samfylkingin þannig að hlutfallslega erum við mjög sátt við það,“ segir Eyþór Laxdal Arnalds. Fréttablaðið kannaði einnig hver ætti að axla ábyrgð á framúrkeyrslu við endurbætur og viðbyggingar braggans í Nauthólsvík. Af þeim sem tóku afstöðu taldi um þriðjungur svarenda að ábyrgðin væri borgarstjóra. Rúmlega fjórðungur taldi ábyrgðina meirihlutans. Minnihlutinn í borgarstjórn gerir alvarlegar athugasemdir við „braggamálið“ svokallaða og fleiri mál eins og framúrkeyrslu hjá Félagsbústöðum og vegna framkvæmda við Mathöllina. Mér finnst þetta vera byrjunin á einhverju miklu miklu dýpra og miklu miklu meira. Ég hef á tilfinningunni að það hafi verið að stinga á einhverju kýli og það bara velli út gröfturinn núna,“ segir Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík. „Já, það er ýmislegt sem er að koma á yfirborðið varðandi borgina og það er margt sem þarf að laga þar,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins í borginni. Sjálfstæðismenn segja að framúrkeyrslan hlaupi á gríðarlegum fjármunum síðustu átta ár. „Þessi þrjú verk sem hafa verið nefnt voru 800 milljónir, ef við tökum með Orkuveituhúsið og fleiri mál þá eru þetta milljarðar,“ segir Eyþór Arnalds.
Borgarstjórn Tengdar fréttir Samfylking dalar og ábyrgðin sögð Dags í Braggamáli Sjálfstæðisflokkurinn mælist langstærsti flokkurinn í borginni. Vinstri græn og Píratar bæta við sig. Flestir á því að borgarstjóri beri ábyrgð í Braggamáli. 16. október 2018 06:00 Eldri líklegri til að benda á Dag en þau yngstu á embættismenn Karlar eru líklegri til að setja Braggamálið á reikning borgarstjóra. Konur benda frekar á meirihlutann. Yngstu kjósendurnir ólíklegastir til að benda á Dag B. 16. október 2018 06:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Samfylking dalar og ábyrgðin sögð Dags í Braggamáli Sjálfstæðisflokkurinn mælist langstærsti flokkurinn í borginni. Vinstri græn og Píratar bæta við sig. Flestir á því að borgarstjóri beri ábyrgð í Braggamáli. 16. október 2018 06:00
Eldri líklegri til að benda á Dag en þau yngstu á embættismenn Karlar eru líklegri til að setja Braggamálið á reikning borgarstjóra. Konur benda frekar á meirihlutann. Yngstu kjósendurnir ólíklegastir til að benda á Dag B. 16. október 2018 06:00