Virkjum vináttuna! Ertu búin að skrá hópinn þinn? Halla Þorvaldsdóttir skrifar 18. október 2018 09:00 Við, konur á Íslandi, njótum þeirra forréttinda að hér á landi býðst okkur reglubundin skimun fyrir legháls- og brjóstakrabbameinum. Skimunin hefur dregið mjög úr tilfellum leghálskrabbameina hér á landi og á einnig verulegan þátt í því að dregið hefur úr dánartíðni af völdum brjóstakrabbameina. Þátttaka kvenna í skimun fyrir krabbameinum hefur því miður farið minnkandi undanfarin ár. Þessari þróun vill Krabbameinsfélagið snúa við. Niðurstöður kannana sem félagið hefur gert benda til þess að helsta ástæðan fyrir minnkandi þátttöku í skimun sé framtaksleysi eða frestun. Viðbrögð við nýlegri auglýsingaherferð Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins og áminningu í Bleiku slaufunni hafa þó verið mjög góð og bókunum í skimun hefur fjölgað mjög mikið. En betur má ef duga skal og finna þarf leiðir sem auka þátttöku kvenna til langframa. Krabbameinsfélagið vill, í samvinnu við kvennahópa af hvaða tagi sem er, um land allt, hvetja konur til að mæta í skimun þegar þær fá boð um það. Samstöðukraftur kvenna er magnaður og reynslusögur kvenna sem tóku þátt í ljósmyndasýningu Bleiku slaufunnar (og lesa má á bleikaslaufan.is) vitna um dýrmætan stuðning vinkvenna við greiningu og í krabbameinsmeðferð. Í Bleiku slaufunni biðlar Krabbameinsfélagið til kvennahópanna og býður þeim að taka saman höndum við félagið um að auka þátttöku kvenna í skimun. Hóparnir skrá sig á bleikaslaufan.is og tvisvar til þrisvar á ári fær hver hópur sendan tölvupóst frá félaginu með áminningu um að hvetja sínar konur til að mæta í skimun þegar þær fá boð. Einnig fylgir með fræðsla um þætti í daglegu lífi sem geta dregið úr líkum á að fá krabbamein. Á Íslandi býðst konum á aldrinum 23-65 ára skimun fyrir krabbameini í leghálsi, á tveggja ára fresti og á aldrinum 40-69 ára skimun fyrir krabbameini í brjóstum, á þriggja ára fresti. Frekari upplýsingar um skimun má sjá á heimasíðu félagsins, krabb.is. Á Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands taka sérþjálfaðar ljósmæður öll leghálsstrok og kvengeislafræðingar taka röntgenmyndir af brjóstum. Skoðanirnar taka stuttan tíma, biðtími er mjög lítill og að jafnaði líða einungis 10-15 mínútur frá því að konur koma í hús þar til þær eru farnar út aftur. Ertu búin að skrá hópinn þinn? Einn hópur verður dreginn út þann 22. október og fær veglegan glaðning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Halla Þorvaldsdóttir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Við, konur á Íslandi, njótum þeirra forréttinda að hér á landi býðst okkur reglubundin skimun fyrir legháls- og brjóstakrabbameinum. Skimunin hefur dregið mjög úr tilfellum leghálskrabbameina hér á landi og á einnig verulegan þátt í því að dregið hefur úr dánartíðni af völdum brjóstakrabbameina. Þátttaka kvenna í skimun fyrir krabbameinum hefur því miður farið minnkandi undanfarin ár. Þessari þróun vill Krabbameinsfélagið snúa við. Niðurstöður kannana sem félagið hefur gert benda til þess að helsta ástæðan fyrir minnkandi þátttöku í skimun sé framtaksleysi eða frestun. Viðbrögð við nýlegri auglýsingaherferð Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins og áminningu í Bleiku slaufunni hafa þó verið mjög góð og bókunum í skimun hefur fjölgað mjög mikið. En betur má ef duga skal og finna þarf leiðir sem auka þátttöku kvenna til langframa. Krabbameinsfélagið vill, í samvinnu við kvennahópa af hvaða tagi sem er, um land allt, hvetja konur til að mæta í skimun þegar þær fá boð um það. Samstöðukraftur kvenna er magnaður og reynslusögur kvenna sem tóku þátt í ljósmyndasýningu Bleiku slaufunnar (og lesa má á bleikaslaufan.is) vitna um dýrmætan stuðning vinkvenna við greiningu og í krabbameinsmeðferð. Í Bleiku slaufunni biðlar Krabbameinsfélagið til kvennahópanna og býður þeim að taka saman höndum við félagið um að auka þátttöku kvenna í skimun. Hóparnir skrá sig á bleikaslaufan.is og tvisvar til þrisvar á ári fær hver hópur sendan tölvupóst frá félaginu með áminningu um að hvetja sínar konur til að mæta í skimun þegar þær fá boð. Einnig fylgir með fræðsla um þætti í daglegu lífi sem geta dregið úr líkum á að fá krabbamein. Á Íslandi býðst konum á aldrinum 23-65 ára skimun fyrir krabbameini í leghálsi, á tveggja ára fresti og á aldrinum 40-69 ára skimun fyrir krabbameini í brjóstum, á þriggja ára fresti. Frekari upplýsingar um skimun má sjá á heimasíðu félagsins, krabb.is. Á Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands taka sérþjálfaðar ljósmæður öll leghálsstrok og kvengeislafræðingar taka röntgenmyndir af brjóstum. Skoðanirnar taka stuttan tíma, biðtími er mjög lítill og að jafnaði líða einungis 10-15 mínútur frá því að konur koma í hús þar til þær eru farnar út aftur. Ertu búin að skrá hópinn þinn? Einn hópur verður dreginn út þann 22. október og fær veglegan glaðning.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar