Alríkislögreglan fær frjálsari hendur í rannsókn á dómaraefni Kjartan Kjartansson skrifar 1. október 2018 19:06 Frá mótmælum gegn tilnefningu Kavanaugh. Heitar tilfinningar eru vegna tilnefningarinnar sem getur haft veruleg áhrif á bandarísk samfélag til næstu áratuganna. Vísir/EPA Hvíta húsið hefur gefið bandarísku alríkislögreglunni FBI leyfi til þess að færa út kvíarnar í rannsókn sinni á ásökunum tveggja kvenna um að Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Trump forseta, hafi bætt þær kynferðislegu ofbeldi á námsárum þeirra. Gagnrýnt hafði verið að rannsókninni hafði verið sniðinn þröngur stakkur. Þrjár konur hafa stigið fram og sakað Kavanaugh um að hafa beitt þær kynferðislegu ofbeldi þegar þær voru í framhalds- eða háskóla. Ein þeirra, Christine Blasey Ford, kom fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings á fimmtudag. Meirihluti repúblikana í nefndinni samþykkti tilnefningu Kavanaugh, sem hefur hafnað ásökunum kvennanna afdráttarlaust, til hæstaréttar á föstudag með þeim fyrirvara að FBI rannsakaði ásakanir tveggja þeirra. Til þess átti alríkislögreglan hins vegar aðeins að fá viku. Þá hefur bólað á gagnrýni undanfarna daga á að Hvíta húsið hafi bundið hendur rannsakendanna verulega, við hverja þeir mættu ræða og hvaða mál þeir mættu skoða. Upphaflega fékk FBI aðeins leyfi til að ræða við fjögur vitni: tvo vini dómaraefnisins, vin Ford og Deboruh Ramirez, aðra konu sem sakar Kavanaugh um kynferðisbrot. Bandarískir fjölmiðlar hafa jafnframt sagt frá erfiðleikum fyrrverandi skólafélaga Kavanaugh og kvennanna sem vilja gefa upplýsingar við að koma þeim á framfæri við FBI. „Ég hélt að þetta yrði rannsókn en í staðinn virðist þetta bara vera afsökun fyrir repúblikana til að greiða atkvæði með Kavanaugh,“ hefur New Yorker eftir skólafélaga Kavanaugh og Ramirez við Yale-háskóla sem hefur reynt án árangurs að ná sambandi við FBI vegna rannsóknarinnar.Mega útvíkka rannsóknina, svo lengi sem þau flýta sér Nú segir New York Times að Hvíta húsið hafi gefið FBI leyfi til að ræða við hvern þann sem fulltrúar hennar telja nauðsynlegt að ná tali af, svo lengi sem rannsókninni verði lokið fyrir föstudag. Þá ætla repúblikanar sér að láta öldungadeildina greiða atkvæði um hvort að Kavanaugh verði skipaður dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna sem er afar áhrifamikill í bandarískri stjórnskipan. „FBI ætti að ræða við hvern sem þeir vilja innan skynsamlegra marka en maður verður að segja innan skynsamlegra marka,“ sagði Trump forseti í dag. Kavanaugh og repúblikanar hafa fram að þessu hafnað því að víðtæk rannsókn fari fram á ásökunum kvennanna eða á meintum rangfærslum hans um áfengisdrykkju sína og fleiri hluta þegar hann kom fyrir dómsmálanefndina. Jeff Flake, öldungadeildarþingmaður repúblikana og fulltrúi í dómsmálanefndinni, sem knúði á um að FBI rannsakaði ásakanirnar á hendur Kavanaugh sagði í dag að ekki ætti að binda hendur rannsakendanna. Þá sagði hann að ef í ljós kemur að Kavanaugh hafi sagt fulltrúum nefndarinnar ósatt þá verði tilnefning hans úr sögunni. Örlög Kavanaugh í öldungadeildinni eru fyrst og fremst sögð velta á atkvæðum Flake, tveggja þingkvenna repúblikana og tveggja þingmanna demókrata frá ríkjum sem halla sér mjög að repúblikönum. Bandaríkin Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Segja Trump ekki stýra rannsókninni Demókratar lýstu um helgina áhyggjum sínum af því að Hvíta húsið setti takmarkanir við viðfangsefni bakgrunnsrannsóknar alríkislögreglunnar (FBI) á Brett Kavanaugh, sem Donald Trump forseti hefur tilnefnt til hæstaréttar. 1. október 2018 08:00 Vilja að Kavanaugh berjist af krafti Vitnisburður Kavanaugh féll í kramið hjá Repúblikönum og Donald Trump en hefur þó leitt til þess að spurningar hafa vaknað um skapgerð hans. 1. október 2018 11:22 Alríkislögreglan hefur samband við Ramirez vegna Kavanaugh-rannsóknarinnar Ramirez var önnur konan sem steig fram og sakaði Kavanaugh um kynferðisbrot. 29. september 2018 23:30 Comey segir rannsóknina bæði heimskulega og gallaða Comey gagnrýnir Kavanaugh-rannsóknina, og þröngan tímaramma sem henni var settur, harðlega í pistli sem birtur var á vef dagblaðsins New York Times í dag. 30. september 2018 23:15 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Hvíta húsið hefur gefið bandarísku alríkislögreglunni FBI leyfi til þess að færa út kvíarnar í rannsókn sinni á ásökunum tveggja kvenna um að Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Trump forseta, hafi bætt þær kynferðislegu ofbeldi á námsárum þeirra. Gagnrýnt hafði verið að rannsókninni hafði verið sniðinn þröngur stakkur. Þrjár konur hafa stigið fram og sakað Kavanaugh um að hafa beitt þær kynferðislegu ofbeldi þegar þær voru í framhalds- eða háskóla. Ein þeirra, Christine Blasey Ford, kom fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings á fimmtudag. Meirihluti repúblikana í nefndinni samþykkti tilnefningu Kavanaugh, sem hefur hafnað ásökunum kvennanna afdráttarlaust, til hæstaréttar á föstudag með þeim fyrirvara að FBI rannsakaði ásakanir tveggja þeirra. Til þess átti alríkislögreglan hins vegar aðeins að fá viku. Þá hefur bólað á gagnrýni undanfarna daga á að Hvíta húsið hafi bundið hendur rannsakendanna verulega, við hverja þeir mættu ræða og hvaða mál þeir mættu skoða. Upphaflega fékk FBI aðeins leyfi til að ræða við fjögur vitni: tvo vini dómaraefnisins, vin Ford og Deboruh Ramirez, aðra konu sem sakar Kavanaugh um kynferðisbrot. Bandarískir fjölmiðlar hafa jafnframt sagt frá erfiðleikum fyrrverandi skólafélaga Kavanaugh og kvennanna sem vilja gefa upplýsingar við að koma þeim á framfæri við FBI. „Ég hélt að þetta yrði rannsókn en í staðinn virðist þetta bara vera afsökun fyrir repúblikana til að greiða atkvæði með Kavanaugh,“ hefur New Yorker eftir skólafélaga Kavanaugh og Ramirez við Yale-háskóla sem hefur reynt án árangurs að ná sambandi við FBI vegna rannsóknarinnar.Mega útvíkka rannsóknina, svo lengi sem þau flýta sér Nú segir New York Times að Hvíta húsið hafi gefið FBI leyfi til að ræða við hvern þann sem fulltrúar hennar telja nauðsynlegt að ná tali af, svo lengi sem rannsókninni verði lokið fyrir föstudag. Þá ætla repúblikanar sér að láta öldungadeildina greiða atkvæði um hvort að Kavanaugh verði skipaður dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna sem er afar áhrifamikill í bandarískri stjórnskipan. „FBI ætti að ræða við hvern sem þeir vilja innan skynsamlegra marka en maður verður að segja innan skynsamlegra marka,“ sagði Trump forseti í dag. Kavanaugh og repúblikanar hafa fram að þessu hafnað því að víðtæk rannsókn fari fram á ásökunum kvennanna eða á meintum rangfærslum hans um áfengisdrykkju sína og fleiri hluta þegar hann kom fyrir dómsmálanefndina. Jeff Flake, öldungadeildarþingmaður repúblikana og fulltrúi í dómsmálanefndinni, sem knúði á um að FBI rannsakaði ásakanirnar á hendur Kavanaugh sagði í dag að ekki ætti að binda hendur rannsakendanna. Þá sagði hann að ef í ljós kemur að Kavanaugh hafi sagt fulltrúum nefndarinnar ósatt þá verði tilnefning hans úr sögunni. Örlög Kavanaugh í öldungadeildinni eru fyrst og fremst sögð velta á atkvæðum Flake, tveggja þingkvenna repúblikana og tveggja þingmanna demókrata frá ríkjum sem halla sér mjög að repúblikönum.
Bandaríkin Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Segja Trump ekki stýra rannsókninni Demókratar lýstu um helgina áhyggjum sínum af því að Hvíta húsið setti takmarkanir við viðfangsefni bakgrunnsrannsóknar alríkislögreglunnar (FBI) á Brett Kavanaugh, sem Donald Trump forseti hefur tilnefnt til hæstaréttar. 1. október 2018 08:00 Vilja að Kavanaugh berjist af krafti Vitnisburður Kavanaugh féll í kramið hjá Repúblikönum og Donald Trump en hefur þó leitt til þess að spurningar hafa vaknað um skapgerð hans. 1. október 2018 11:22 Alríkislögreglan hefur samband við Ramirez vegna Kavanaugh-rannsóknarinnar Ramirez var önnur konan sem steig fram og sakaði Kavanaugh um kynferðisbrot. 29. september 2018 23:30 Comey segir rannsóknina bæði heimskulega og gallaða Comey gagnrýnir Kavanaugh-rannsóknina, og þröngan tímaramma sem henni var settur, harðlega í pistli sem birtur var á vef dagblaðsins New York Times í dag. 30. september 2018 23:15 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Segja Trump ekki stýra rannsókninni Demókratar lýstu um helgina áhyggjum sínum af því að Hvíta húsið setti takmarkanir við viðfangsefni bakgrunnsrannsóknar alríkislögreglunnar (FBI) á Brett Kavanaugh, sem Donald Trump forseti hefur tilnefnt til hæstaréttar. 1. október 2018 08:00
Vilja að Kavanaugh berjist af krafti Vitnisburður Kavanaugh féll í kramið hjá Repúblikönum og Donald Trump en hefur þó leitt til þess að spurningar hafa vaknað um skapgerð hans. 1. október 2018 11:22
Alríkislögreglan hefur samband við Ramirez vegna Kavanaugh-rannsóknarinnar Ramirez var önnur konan sem steig fram og sakaði Kavanaugh um kynferðisbrot. 29. september 2018 23:30
Comey segir rannsóknina bæði heimskulega og gallaða Comey gagnrýnir Kavanaugh-rannsóknina, og þröngan tímaramma sem henni var settur, harðlega í pistli sem birtur var á vef dagblaðsins New York Times í dag. 30. september 2018 23:15
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent