Alríkislögreglan fær frjálsari hendur í rannsókn á dómaraefni Kjartan Kjartansson skrifar 1. október 2018 19:06 Frá mótmælum gegn tilnefningu Kavanaugh. Heitar tilfinningar eru vegna tilnefningarinnar sem getur haft veruleg áhrif á bandarísk samfélag til næstu áratuganna. Vísir/EPA Hvíta húsið hefur gefið bandarísku alríkislögreglunni FBI leyfi til þess að færa út kvíarnar í rannsókn sinni á ásökunum tveggja kvenna um að Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Trump forseta, hafi bætt þær kynferðislegu ofbeldi á námsárum þeirra. Gagnrýnt hafði verið að rannsókninni hafði verið sniðinn þröngur stakkur. Þrjár konur hafa stigið fram og sakað Kavanaugh um að hafa beitt þær kynferðislegu ofbeldi þegar þær voru í framhalds- eða háskóla. Ein þeirra, Christine Blasey Ford, kom fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings á fimmtudag. Meirihluti repúblikana í nefndinni samþykkti tilnefningu Kavanaugh, sem hefur hafnað ásökunum kvennanna afdráttarlaust, til hæstaréttar á föstudag með þeim fyrirvara að FBI rannsakaði ásakanir tveggja þeirra. Til þess átti alríkislögreglan hins vegar aðeins að fá viku. Þá hefur bólað á gagnrýni undanfarna daga á að Hvíta húsið hafi bundið hendur rannsakendanna verulega, við hverja þeir mættu ræða og hvaða mál þeir mættu skoða. Upphaflega fékk FBI aðeins leyfi til að ræða við fjögur vitni: tvo vini dómaraefnisins, vin Ford og Deboruh Ramirez, aðra konu sem sakar Kavanaugh um kynferðisbrot. Bandarískir fjölmiðlar hafa jafnframt sagt frá erfiðleikum fyrrverandi skólafélaga Kavanaugh og kvennanna sem vilja gefa upplýsingar við að koma þeim á framfæri við FBI. „Ég hélt að þetta yrði rannsókn en í staðinn virðist þetta bara vera afsökun fyrir repúblikana til að greiða atkvæði með Kavanaugh,“ hefur New Yorker eftir skólafélaga Kavanaugh og Ramirez við Yale-háskóla sem hefur reynt án árangurs að ná sambandi við FBI vegna rannsóknarinnar.Mega útvíkka rannsóknina, svo lengi sem þau flýta sér Nú segir New York Times að Hvíta húsið hafi gefið FBI leyfi til að ræða við hvern þann sem fulltrúar hennar telja nauðsynlegt að ná tali af, svo lengi sem rannsókninni verði lokið fyrir föstudag. Þá ætla repúblikanar sér að láta öldungadeildina greiða atkvæði um hvort að Kavanaugh verði skipaður dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna sem er afar áhrifamikill í bandarískri stjórnskipan. „FBI ætti að ræða við hvern sem þeir vilja innan skynsamlegra marka en maður verður að segja innan skynsamlegra marka,“ sagði Trump forseti í dag. Kavanaugh og repúblikanar hafa fram að þessu hafnað því að víðtæk rannsókn fari fram á ásökunum kvennanna eða á meintum rangfærslum hans um áfengisdrykkju sína og fleiri hluta þegar hann kom fyrir dómsmálanefndina. Jeff Flake, öldungadeildarþingmaður repúblikana og fulltrúi í dómsmálanefndinni, sem knúði á um að FBI rannsakaði ásakanirnar á hendur Kavanaugh sagði í dag að ekki ætti að binda hendur rannsakendanna. Þá sagði hann að ef í ljós kemur að Kavanaugh hafi sagt fulltrúum nefndarinnar ósatt þá verði tilnefning hans úr sögunni. Örlög Kavanaugh í öldungadeildinni eru fyrst og fremst sögð velta á atkvæðum Flake, tveggja þingkvenna repúblikana og tveggja þingmanna demókrata frá ríkjum sem halla sér mjög að repúblikönum. Bandaríkin Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Segja Trump ekki stýra rannsókninni Demókratar lýstu um helgina áhyggjum sínum af því að Hvíta húsið setti takmarkanir við viðfangsefni bakgrunnsrannsóknar alríkislögreglunnar (FBI) á Brett Kavanaugh, sem Donald Trump forseti hefur tilnefnt til hæstaréttar. 1. október 2018 08:00 Vilja að Kavanaugh berjist af krafti Vitnisburður Kavanaugh féll í kramið hjá Repúblikönum og Donald Trump en hefur þó leitt til þess að spurningar hafa vaknað um skapgerð hans. 1. október 2018 11:22 Alríkislögreglan hefur samband við Ramirez vegna Kavanaugh-rannsóknarinnar Ramirez var önnur konan sem steig fram og sakaði Kavanaugh um kynferðisbrot. 29. september 2018 23:30 Comey segir rannsóknina bæði heimskulega og gallaða Comey gagnrýnir Kavanaugh-rannsóknina, og þröngan tímaramma sem henni var settur, harðlega í pistli sem birtur var á vef dagblaðsins New York Times í dag. 30. september 2018 23:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Hvíta húsið hefur gefið bandarísku alríkislögreglunni FBI leyfi til þess að færa út kvíarnar í rannsókn sinni á ásökunum tveggja kvenna um að Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Trump forseta, hafi bætt þær kynferðislegu ofbeldi á námsárum þeirra. Gagnrýnt hafði verið að rannsókninni hafði verið sniðinn þröngur stakkur. Þrjár konur hafa stigið fram og sakað Kavanaugh um að hafa beitt þær kynferðislegu ofbeldi þegar þær voru í framhalds- eða háskóla. Ein þeirra, Christine Blasey Ford, kom fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings á fimmtudag. Meirihluti repúblikana í nefndinni samþykkti tilnefningu Kavanaugh, sem hefur hafnað ásökunum kvennanna afdráttarlaust, til hæstaréttar á föstudag með þeim fyrirvara að FBI rannsakaði ásakanir tveggja þeirra. Til þess átti alríkislögreglan hins vegar aðeins að fá viku. Þá hefur bólað á gagnrýni undanfarna daga á að Hvíta húsið hafi bundið hendur rannsakendanna verulega, við hverja þeir mættu ræða og hvaða mál þeir mættu skoða. Upphaflega fékk FBI aðeins leyfi til að ræða við fjögur vitni: tvo vini dómaraefnisins, vin Ford og Deboruh Ramirez, aðra konu sem sakar Kavanaugh um kynferðisbrot. Bandarískir fjölmiðlar hafa jafnframt sagt frá erfiðleikum fyrrverandi skólafélaga Kavanaugh og kvennanna sem vilja gefa upplýsingar við að koma þeim á framfæri við FBI. „Ég hélt að þetta yrði rannsókn en í staðinn virðist þetta bara vera afsökun fyrir repúblikana til að greiða atkvæði með Kavanaugh,“ hefur New Yorker eftir skólafélaga Kavanaugh og Ramirez við Yale-háskóla sem hefur reynt án árangurs að ná sambandi við FBI vegna rannsóknarinnar.Mega útvíkka rannsóknina, svo lengi sem þau flýta sér Nú segir New York Times að Hvíta húsið hafi gefið FBI leyfi til að ræða við hvern þann sem fulltrúar hennar telja nauðsynlegt að ná tali af, svo lengi sem rannsókninni verði lokið fyrir föstudag. Þá ætla repúblikanar sér að láta öldungadeildina greiða atkvæði um hvort að Kavanaugh verði skipaður dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna sem er afar áhrifamikill í bandarískri stjórnskipan. „FBI ætti að ræða við hvern sem þeir vilja innan skynsamlegra marka en maður verður að segja innan skynsamlegra marka,“ sagði Trump forseti í dag. Kavanaugh og repúblikanar hafa fram að þessu hafnað því að víðtæk rannsókn fari fram á ásökunum kvennanna eða á meintum rangfærslum hans um áfengisdrykkju sína og fleiri hluta þegar hann kom fyrir dómsmálanefndina. Jeff Flake, öldungadeildarþingmaður repúblikana og fulltrúi í dómsmálanefndinni, sem knúði á um að FBI rannsakaði ásakanirnar á hendur Kavanaugh sagði í dag að ekki ætti að binda hendur rannsakendanna. Þá sagði hann að ef í ljós kemur að Kavanaugh hafi sagt fulltrúum nefndarinnar ósatt þá verði tilnefning hans úr sögunni. Örlög Kavanaugh í öldungadeildinni eru fyrst og fremst sögð velta á atkvæðum Flake, tveggja þingkvenna repúblikana og tveggja þingmanna demókrata frá ríkjum sem halla sér mjög að repúblikönum.
Bandaríkin Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Segja Trump ekki stýra rannsókninni Demókratar lýstu um helgina áhyggjum sínum af því að Hvíta húsið setti takmarkanir við viðfangsefni bakgrunnsrannsóknar alríkislögreglunnar (FBI) á Brett Kavanaugh, sem Donald Trump forseti hefur tilnefnt til hæstaréttar. 1. október 2018 08:00 Vilja að Kavanaugh berjist af krafti Vitnisburður Kavanaugh féll í kramið hjá Repúblikönum og Donald Trump en hefur þó leitt til þess að spurningar hafa vaknað um skapgerð hans. 1. október 2018 11:22 Alríkislögreglan hefur samband við Ramirez vegna Kavanaugh-rannsóknarinnar Ramirez var önnur konan sem steig fram og sakaði Kavanaugh um kynferðisbrot. 29. september 2018 23:30 Comey segir rannsóknina bæði heimskulega og gallaða Comey gagnrýnir Kavanaugh-rannsóknina, og þröngan tímaramma sem henni var settur, harðlega í pistli sem birtur var á vef dagblaðsins New York Times í dag. 30. september 2018 23:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Segja Trump ekki stýra rannsókninni Demókratar lýstu um helgina áhyggjum sínum af því að Hvíta húsið setti takmarkanir við viðfangsefni bakgrunnsrannsóknar alríkislögreglunnar (FBI) á Brett Kavanaugh, sem Donald Trump forseti hefur tilnefnt til hæstaréttar. 1. október 2018 08:00
Vilja að Kavanaugh berjist af krafti Vitnisburður Kavanaugh féll í kramið hjá Repúblikönum og Donald Trump en hefur þó leitt til þess að spurningar hafa vaknað um skapgerð hans. 1. október 2018 11:22
Alríkislögreglan hefur samband við Ramirez vegna Kavanaugh-rannsóknarinnar Ramirez var önnur konan sem steig fram og sakaði Kavanaugh um kynferðisbrot. 29. september 2018 23:30
Comey segir rannsóknina bæði heimskulega og gallaða Comey gagnrýnir Kavanaugh-rannsóknina, og þröngan tímaramma sem henni var settur, harðlega í pistli sem birtur var á vef dagblaðsins New York Times í dag. 30. september 2018 23:15