Fótbolti

Guðlaugur Victor hetjan gegn Ludogorets í Evrópudeildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðlaugur Victor er fyrirliði FC Zurich.
Guðlaugur Victor er fyrirliði FC Zurich. vísir/getty
FCK vann útisigur í Frakklandi, AC Milan kláraði Olympiakos á heimavelli og Salzburg lenti ekki í miklum vandræðum með Celtic. Þetta eru meðal úrslita í Evrópudeildinni.

Í A-riðlinum vann Bayer Leverkusen 4-2 sigur á AEK og Guðlaugur Victor Pálsson skoraði sigurmarkið gegn Ludogorets Razgrad er FC Zurich vann 1-0 sigur. Markið kom sex mínútum fyrir leikslok.

Guðlaugur og félagar eru með sex stig eftir fyrstu tvo leikina eins og Bayer Leverkusen en næst fá Guðlaugur og félagar Leverkusen í heimsókn til Sviss.

Í B-riðlinum töpuðu Matthías Vilhjálmsson og félagar gegn Leipzig, 3-1 á heimavelli. Matthías spilaði síðustu þrettán mínútur leiksins en Rosenborg er án stiga í riðlinum.

Salzburg er með sex stig á toppi B-riðils eftir 3-1 sigur á Celtic en Celtic og Leipzig eru með þrjú stig.

Í C-riðlinum vann FCK ótrúlegan sigur á Bordeaux í Frakklandi en sigurmarkið kom í uppbótartíma. FCK er með fjögur stig.

Zenit frá Pétursborg er með fjögur stig eins og FCK eftir 1-0 sigur á Slavia frá Prag. Næst mætast FCK og Slavia Prag.

Í D-riðlinum vann Fenerbache 2-0 sigur á PSartak Trnava með tveimur mörkum frá Islam Slamini, fyrrum leikmanni Leicester.

Í hinum leik riðilsins tapaði Anderlecht 0-2 á heimavelli gegn Dinamo Zagreb en Anderlecht er á botninum án stiga. Dinamo er með sex stig á toppnum.

Sporting er með sex stig í E-riðlinum eins og Arsenal eftir tvö mörk í uppbótartíma gegn úkraínska liðinu Vorskla á útivelli.

AC Milan vann 3-1 sigur á Olympiakos og Real Betis 3-0 gegn Dudelange í F-riðlinum. Milan er met sex stig, Betis fjögur, Olympiacos eitt og Dudelange ekkert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×