Höfum sofið á verðinum hvað það varðar að stýra vinnuálagi Hjörvar Ólafsson skrifar 5. október 2018 09:00 Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ. vísir/ernir Stjórn KSÍ fékk bréf frá starfsfólki sambandsins í lok ágúst þar sem það lýsir yfir áhyggjum af vinnuálagi. Þar koma fram vangaveltur starfsmanna um að vinnuálag sé á stundum of mikið og tilmæli þeirra um að heilsufari starfsmanna verði meiri gaumur gefinn. Fram kemur í fundargerðinni að stjórn og framkvæmdastjóri KSÍ taki málið alvarlega. Þau munu bregðast við áhyggjum starfsmanna sinna í samráði við heilsufyrirtækið Auðnast sem hefur verið samstarfsaðili sambandsins undanfarin ár. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, ræðir við Fréttablaðið hvernig sambandið hyggst bregðast við áhyggjum starfsmanna sinna. Hjá sambandinu vinna um það bil 20 starfsmenn í fullu starfi sem er ansi lítill starfsmannafjöldi sé mið tekið af öðrum knattspyrnusamböndum. Verkefni sambandsins eru mörg og sum þeirra einkar umfangsmikil. Sú hefð hefur skapast innan sambandsins að starfsmenn einhenda sér í öll þau verkefni sem inna þarf af hendi og er þá ekki ávallt spurt hvort verkefnið eigi að vera á könnu þess sem sinnir því. Fjölmiðlamenn vita það til að mynda að fjölmiðlafulltrúar eru boðnir og búnir að svara fyrirspurnum fjölmiðlamanna jafnvel þótt þær komi utan venjulegs vinnutíma. „Við vitum það vel að umfang starfsemi sambandsins hefur vaxið umtalsvert. Það er til að mynda með reglubundinni þátttöku okkar á stórmótum, fjölgun deilda, bæði í karla- og kvennaflokki og fjölgun liða í deildunum og aukinni fjölmiðlaathygli á íslenskri knattspyrnu. Starfsmenn sambandsins hafa unnið langa vinnudaga og við höfum sofið á verðinum hvað það varðar að stýra vinnuálaginu hjá okkur,“ segir Klara um vinnuálagið innan sambandsins. „Við brugðumst við því að við fundum hversu vinnuálagið var okkur um megn á Evrópumótinu árið 2016 með því að ráða fleiri starfsmenn tímabundið í kringum heimsmeistaramótið í sumar. Það var samt sem áður mikið álag á starfsmönnum þrátt fyrir að þetta hafi verið mun meðfærilegra. Starfsmenn okkar eru ávallt boðnir og búnir að vinna langa vinnudaga, svara fyrirspurnum nánast hvenær sólarhringsins sem er og taka vinnuna með sér heim. Við þurfum að fræða starfsmenn okkar betur um mikilvægi hvíldar, að geta aðskilið vinnu og frítíma og nauðsyn þess að sofa vel,“ segir framkvæmdastjórinn. „Stjórn sambandsins hefur svo verið að vinna í stefnumótun fyrir sambandið og skipulagsbreytingum innan sambandsins. Þar er meðal annars verið að fara yfir það hvernig við getum dreift álaginu betur á milli starfsmannanna og hvort við getum útvistað einhverju af þeim verkefnum sem við sinnum þessa stundina. Þá mun heilsufyrirtækið Auðnast sem gert hefur heilsufarsskoðanir á starfsmönnum okkar undanfarin tvö ár – það er athugun á blóðsykri og blóðþrýstingi og fleira í þeim dúr – gera ítarlegri heilsufarsskoðanir á starfsmönnum sambandsins,“ segir hún. „Það ber hins vegar að undirstrika að í fyrrgreindu bréfi komu ekki fram ásakanir eða kvartanir. Þarna voru einfaldlega vinsamlegar ábendingar sem eru góð áminning um hvað betur megi fara hjá okkur. Innan starfsmannahópsins er afar góður vinnuandi og það sést kannski best á því hversu lengi flestir okkar starfsmenn hafa unnið hér og þeirri staðreynd að fáir starfsmenn hætta hjá okkur í gegnum tíðina,“ segir Klara. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Sjá meira
Stjórn KSÍ fékk bréf frá starfsfólki sambandsins í lok ágúst þar sem það lýsir yfir áhyggjum af vinnuálagi. Þar koma fram vangaveltur starfsmanna um að vinnuálag sé á stundum of mikið og tilmæli þeirra um að heilsufari starfsmanna verði meiri gaumur gefinn. Fram kemur í fundargerðinni að stjórn og framkvæmdastjóri KSÍ taki málið alvarlega. Þau munu bregðast við áhyggjum starfsmanna sinna í samráði við heilsufyrirtækið Auðnast sem hefur verið samstarfsaðili sambandsins undanfarin ár. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, ræðir við Fréttablaðið hvernig sambandið hyggst bregðast við áhyggjum starfsmanna sinna. Hjá sambandinu vinna um það bil 20 starfsmenn í fullu starfi sem er ansi lítill starfsmannafjöldi sé mið tekið af öðrum knattspyrnusamböndum. Verkefni sambandsins eru mörg og sum þeirra einkar umfangsmikil. Sú hefð hefur skapast innan sambandsins að starfsmenn einhenda sér í öll þau verkefni sem inna þarf af hendi og er þá ekki ávallt spurt hvort verkefnið eigi að vera á könnu þess sem sinnir því. Fjölmiðlamenn vita það til að mynda að fjölmiðlafulltrúar eru boðnir og búnir að svara fyrirspurnum fjölmiðlamanna jafnvel þótt þær komi utan venjulegs vinnutíma. „Við vitum það vel að umfang starfsemi sambandsins hefur vaxið umtalsvert. Það er til að mynda með reglubundinni þátttöku okkar á stórmótum, fjölgun deilda, bæði í karla- og kvennaflokki og fjölgun liða í deildunum og aukinni fjölmiðlaathygli á íslenskri knattspyrnu. Starfsmenn sambandsins hafa unnið langa vinnudaga og við höfum sofið á verðinum hvað það varðar að stýra vinnuálaginu hjá okkur,“ segir Klara um vinnuálagið innan sambandsins. „Við brugðumst við því að við fundum hversu vinnuálagið var okkur um megn á Evrópumótinu árið 2016 með því að ráða fleiri starfsmenn tímabundið í kringum heimsmeistaramótið í sumar. Það var samt sem áður mikið álag á starfsmönnum þrátt fyrir að þetta hafi verið mun meðfærilegra. Starfsmenn okkar eru ávallt boðnir og búnir að vinna langa vinnudaga, svara fyrirspurnum nánast hvenær sólarhringsins sem er og taka vinnuna með sér heim. Við þurfum að fræða starfsmenn okkar betur um mikilvægi hvíldar, að geta aðskilið vinnu og frítíma og nauðsyn þess að sofa vel,“ segir framkvæmdastjórinn. „Stjórn sambandsins hefur svo verið að vinna í stefnumótun fyrir sambandið og skipulagsbreytingum innan sambandsins. Þar er meðal annars verið að fara yfir það hvernig við getum dreift álaginu betur á milli starfsmannanna og hvort við getum útvistað einhverju af þeim verkefnum sem við sinnum þessa stundina. Þá mun heilsufyrirtækið Auðnast sem gert hefur heilsufarsskoðanir á starfsmönnum okkar undanfarin tvö ár – það er athugun á blóðsykri og blóðþrýstingi og fleira í þeim dúr – gera ítarlegri heilsufarsskoðanir á starfsmönnum sambandsins,“ segir hún. „Það ber hins vegar að undirstrika að í fyrrgreindu bréfi komu ekki fram ásakanir eða kvartanir. Þarna voru einfaldlega vinsamlegar ábendingar sem eru góð áminning um hvað betur megi fara hjá okkur. Innan starfsmannahópsins er afar góður vinnuandi og það sést kannski best á því hversu lengi flestir okkar starfsmenn hafa unnið hér og þeirri staðreynd að fáir starfsmenn hætta hjá okkur í gegnum tíðina,“ segir Klara.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti