Sigur Khabib fellur í skuggann á ömurlegum hópslagsmálum Pétur Marinó Jónsson skrifar 7. október 2018 06:45 Vísir/Getty UFC 229 fór fram í Las Vegas í nótt. Khabib Nurmagomedov sigraði Conor McGregor en eftir bardagann brutust út ömurleg hópslagsmál þar sem hornamenn Khabib réðust að Conor. Frammistaða Khabib var frábær og kláraði hann Conor með uppgjafartaki í 4. lotu. Um leið og bardaginn kláraðist hraunaði hann yfir Conor og hljóp svo að hornamönnum Írans. Khabib stökk yfir búrið og réðst á Dillon Danis, æfingafélaga Conor. Upp frá því brutust út hópslagsmál fyrir utan búrið og stukku liðsfélagar Khabib yfir búrið og réðust á Conor. Tveir liðsfélagar Khabib stukku yfir búrið og kýldu Conor. Öryggisgæslan stökk inn en nokkrir af liðsfélögum Khabib voru umsvifalaust handteknir. Conor ætlar hins vegar ekki að kæra og verður liðsfélögum Khabib sleppt. Bæði Khabib og Conor var fylgt úr höllinni skömmu síðar af öryggisgæslu og fékk Khabib ekki beltið um mittið eins og venjan er. Bruce Buffer tilkynnti Khabib sem sigurvegara en báðir bardagamenn voru fjarverandi. Hópslagsmálin setja stóran svartan blett á íþróttina og var hegðun Khabib og liðsmanna hans hreinlega til skammar. Ljóst er að einhverjir eftirmálar verða af hegðun Khabib og hans manna. Íþróttanefnd Nevada fylkis sem hafði yfirumsjón yfir viðburðinum mun taka málið til rannsóknar. Myndbönd af atvikunum og öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Kjaftfor Conor bauð Khabib upp á vískíglas í afmælisgjöf Eins og við mátti búast fór Conor McGregor mikinn á blaðamannafundi sínum með Khabib Nurmagomedov í kvöld. Conor mætti með vískíið sitt, fékk sér í glas og bauð Khabib í glas enda á Rússinn afmæli. 20. september 2018 22:30 Conor McGregor snýr aftur í búrið í kvöld UFC 229 fer fram í kvöld frá Las Vegas í Bandaríkjunum. Í aðalbardaga kvöldsins fáum við að sjá Conor McGregor aftur í búrinu eftir tveggja ára fjarveru. 6. október 2018 10:00 Conor: Khabib flúði því hann er skíthræddur Blaðamannafundur UFC í kvöld var ansi sérstakur enda var Khabib Nurmagomedov farinn heim áður en Conor McGregor mætti á fundinn. 4. október 2018 23:15 Khabib: Allir munu elska mig þegar að ég rota „kjúklinginn“ Conor Baulað var á Dagestanann á opnu æfingunni í gærkvöldi. 4. október 2018 10:15 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Sjá meira
UFC 229 fór fram í Las Vegas í nótt. Khabib Nurmagomedov sigraði Conor McGregor en eftir bardagann brutust út ömurleg hópslagsmál þar sem hornamenn Khabib réðust að Conor. Frammistaða Khabib var frábær og kláraði hann Conor með uppgjafartaki í 4. lotu. Um leið og bardaginn kláraðist hraunaði hann yfir Conor og hljóp svo að hornamönnum Írans. Khabib stökk yfir búrið og réðst á Dillon Danis, æfingafélaga Conor. Upp frá því brutust út hópslagsmál fyrir utan búrið og stukku liðsfélagar Khabib yfir búrið og réðust á Conor. Tveir liðsfélagar Khabib stukku yfir búrið og kýldu Conor. Öryggisgæslan stökk inn en nokkrir af liðsfélögum Khabib voru umsvifalaust handteknir. Conor ætlar hins vegar ekki að kæra og verður liðsfélögum Khabib sleppt. Bæði Khabib og Conor var fylgt úr höllinni skömmu síðar af öryggisgæslu og fékk Khabib ekki beltið um mittið eins og venjan er. Bruce Buffer tilkynnti Khabib sem sigurvegara en báðir bardagamenn voru fjarverandi. Hópslagsmálin setja stóran svartan blett á íþróttina og var hegðun Khabib og liðsmanna hans hreinlega til skammar. Ljóst er að einhverjir eftirmálar verða af hegðun Khabib og hans manna. Íþróttanefnd Nevada fylkis sem hafði yfirumsjón yfir viðburðinum mun taka málið til rannsóknar. Myndbönd af atvikunum og öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Kjaftfor Conor bauð Khabib upp á vískíglas í afmælisgjöf Eins og við mátti búast fór Conor McGregor mikinn á blaðamannafundi sínum með Khabib Nurmagomedov í kvöld. Conor mætti með vískíið sitt, fékk sér í glas og bauð Khabib í glas enda á Rússinn afmæli. 20. september 2018 22:30 Conor McGregor snýr aftur í búrið í kvöld UFC 229 fer fram í kvöld frá Las Vegas í Bandaríkjunum. Í aðalbardaga kvöldsins fáum við að sjá Conor McGregor aftur í búrinu eftir tveggja ára fjarveru. 6. október 2018 10:00 Conor: Khabib flúði því hann er skíthræddur Blaðamannafundur UFC í kvöld var ansi sérstakur enda var Khabib Nurmagomedov farinn heim áður en Conor McGregor mætti á fundinn. 4. október 2018 23:15 Khabib: Allir munu elska mig þegar að ég rota „kjúklinginn“ Conor Baulað var á Dagestanann á opnu æfingunni í gærkvöldi. 4. október 2018 10:15 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Sjá meira
Kjaftfor Conor bauð Khabib upp á vískíglas í afmælisgjöf Eins og við mátti búast fór Conor McGregor mikinn á blaðamannafundi sínum með Khabib Nurmagomedov í kvöld. Conor mætti með vískíið sitt, fékk sér í glas og bauð Khabib í glas enda á Rússinn afmæli. 20. september 2018 22:30
Conor McGregor snýr aftur í búrið í kvöld UFC 229 fer fram í kvöld frá Las Vegas í Bandaríkjunum. Í aðalbardaga kvöldsins fáum við að sjá Conor McGregor aftur í búrinu eftir tveggja ára fjarveru. 6. október 2018 10:00
Conor: Khabib flúði því hann er skíthræddur Blaðamannafundur UFC í kvöld var ansi sérstakur enda var Khabib Nurmagomedov farinn heim áður en Conor McGregor mætti á fundinn. 4. október 2018 23:15
Khabib: Allir munu elska mig þegar að ég rota „kjúklinginn“ Conor Baulað var á Dagestanann á opnu æfingunni í gærkvöldi. 4. október 2018 10:15