Byggir vörnina á ósamræmi í frásögn Nikolaj og sönnunarskorti um akstur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. september 2018 12:15 Thomas Møller Olsen við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness í fyrra. vísir/vilhelm Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar Møller Olsens, segir að „mikið ósamræmi“ sé í frásögn Nikolaj Olsen um veigamikil atriði við yfirheyrslur hjá lögreglu við rannsóknina á andláti Birnu Brjánsdóttur. Þá sé ekki að finna „eitt einasta“ sönnunargagn því til stuðnings að Thomas hafi ekið þá leið sem þurfti að fara frá Hafnarfjarðarhöfn til þess að komast að Óseyrarbrú, þar sem verjandi og ákæruvald eru sammála um að Birnu hafi verið komið í sjóinn. Thomas krefst sýknu og að ákæruatriðum er varðar stórfellt fíkniefnalagabrot verði vísað frá dómi.Þetta er meðal þess sem kemur fram í greinargerð verjanda í málinu en fréttastofa hefur greinargerðir ákæruvaldsins sem og verjanda undir höndum. Thomas, fyrrverandi skipverji á grænlenska togaranum Polar Nanoq, var sem kunnugt er dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar 2017. Dóminum var áfrýjað til Landsréttar og í gær var haldið undirbúningsþinghald vegna málsins en dagsetning aðalmeðferðar hefur ekki verið ákveðin.Við aðalmeðferð málsins við Héraðsdóm Reykjaness breytist frásögn Thomasar mikið frá því í skýrslutökum lögreglu. Fyrir dómi kannaðist hann ekki við að hafa tekið Birnu upp í rauðan Kia Rio-bíl sem hann hafði verið með á leigu og ekið nóttina sem Birna hvarf eins og hann hafði viðurkennt áður. Sagði hann Nikolaj, annan skipverja á Polar Nanoq sem um tíma var í haldi lögreglu grunaður um aðild að málinu, hafa ekið á burt á bílnum með Birnu þegar Thomas stoppaði við golfskála Golfklúbbs Garðabæjar og Kópavogs til að fara út að pissa.Sjá einnig:Gjörbreyttur framburður ThomasarÞegar hann hafi komið til baka hafi stúlkan ekki verið í bílnum. Thomas hafi spurt hvar stúlkan væri og sagði Nikolaj að hún byggi þarna rétt hjá og ætlaði að labba heim. Lesa má úr greinargerðinni að henni er ætlað að renna stoðum undir þennan framburð Thomasar og draga í efa sekt hans. Taka skal fram að ákæruvaldið telur útilokað að atburðarrásin umrædda nótt hafi verið á þessa leið og í greinargerð ákæruvaldsins segir að atburðarrásin sem Thomas og verjandi hafi reynt að mála sé „fráleit“Björgvin Jónsson á leið í lögmannsklæðin áður en undirbúningsþinghaldið fór fram í Landsrétti í dag.Vísir/VilhelmLágvaxinn maður að keyra, ekki hávaxinn Í greinargerð verjanda er því haldið fram að þessi framburður Thomasar samræmist myndskeiðum úr eftirlitsmyndavél á golfskála Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar við Hnoðraholt í Garðabæ. Þar sjáist með skýrum hætti að á þeim tíma sé enginn í hægri sæti bílsins. Tekið er sérstaklega fram að við yfirheyrslur hafi Nikolaj sagst hafa setið í hægra framsæti bílsins og upp við gluggann á leiðinni að Hafnarfjarðarhöfn þar sem Polar Nanoq var í höfn.Þá sjáist einnig á myndskeiðunum að ökumaðurinn hafi verið lágvaxinn sem samræmist því ekki að Thomas hafi ekið bílnum enda sé hann 1.88 m að hæð. Samkvæmt vottorði læknis sé Nikolaj hins vegar aðeins 1.71 m að hæð. Héraðsdómur mat það hins vegar svo að ekki væri hægt að slá neinu föstu á grundvelli myndskeiðanna. Því er mótmælt í greinargerðinni. Undir þetta mat héraðsdóms tekur Sigríður Friðjónssdóttir ríkissaksóknari í greinargerð ákæruvaldsins. Myndgæðin á upptökunni og sjónarhornin séu þannig að ekkert sé hægt að fullyrða um hvort einhver hafi verið í hægra framsæti bifreiðarinnar.Sjá einnig:Verjandi segir ólíklegt að Thomas Møller Olsen passi í úlpu í stærð MNikolaj sagðist einnig hafa verið sofandi nær alla leiðina frá miðborg Reykjavíkur að Polar Nanoq við Hafnarfjarðarhöfn. Í greinargerð verjandans segir hins vegar að þetta telji Thomas að sé ekki rétt. Nikolaj hafi meðal annars beðið hann um að aka sér að Goldfinger í Kópavogi. Þá liggi fyrir að reynt hafi verið að hringja úr síma Nikolaj klukkan 06.03 og 06.04. Þá megi merkja það á myndskeiðum við höfnina að Nikolaj hafi ekki verið jafn drukkinn og hann hafði greint frá við yfirheyrslur og fyrir dómi, er hann og Thomas sjást koma út úr bílnum við skipið.Þá gagnrýnir Björgvin lögreglu fyrir að hafa ekki reynt að ná tali af vini Nikolaj sem hann var sagður hafa hringt í umrædda nótt. Fyrir lægi framburður um að Nikolaj hafi verið grátandi í símanum og því kynni umræddur aðili að búa yfir upplýsingum sem varpað gætu frekari ljósi á málið og mögulega aðild Nikolaj að því.Thomas Møller Olsen áfrýjaði dómnum sem hann hlaut fyrir að bana Birnu Brjánsdóttur.FBL/Anton BrinkSegir Nikolaj mögulega hafa komið fingrafari fyrir Í greinargerð verjanda er frásögn Nikolaj við yfirheyrslur hjá lögreglu rakin og borin saman við framburð hans fyrir héraðsdómi. Líkt og fyrr segir telur verjandi að mikið ósamræmi sé í frásögn Nikolaj sem beinist einkum að því hvenær Nikolaj sagðist hafa hitt Thomas aftur um borð í skipinu eftir umrædda nótt. Segir hann að svo virðist sem að minni Nikolaj sé valkvætt eftir því hvað henti rannsakendum málsins.Í fyrstu skýrslutöku hjá lögreglu þann 19. janúar 2017 sagðist hann hafa vaknað síðdegis daginn eftir að Birna hvarf, fengið sér að borða og farið upp í brú og spjallað við skipstjóra Polar Nanoq. Þar sagði hann skipstjóranum að tvær konur hefðu verið í aftursæti bílsins. Síðan hafi hann farið niður og spjallað við Thomas. Daginn eftir sagðist Nikolaj hafa hitt Thomas að kvöldi dagsins.Við aðalmeðferð málsins var frásögn Nikolaj hins vegar á þann veg að hann teldi sig hafa vaknað skömmu fyrir hádegi og farið þaðan niður í sal skipsins. Því næst hafi hann farið í klefa Thomasar og spurt um konurnar, síðan hafi hann farið upp í brú skipsins.Í greinargerðinni rekur verjandi frekara ósamræmi í frásögn Nikolajs, þar á meðal frásögn hans við yfirheyrslur þann 19. janúar þar sem hann sagðist hafa sofnað í bílnum eftir að tvær konur komu í bílinn. Þann 31. janúar hélt hann því einnig fram að tvær konur hefðu komið í bílinn. Þegar komið var að skipinu hafi hann svo spurt Thomas: „Hvað með konurnar?“ Síðar í yfirheyrslunni tjáði hann lögreglumönnum að hann hafi einungis fengið staðfestingu á því að konurnar væru tvær eftir að hafa rætt við Thomas.Þá er einnig rakið að síðar í sömu yfirheyrslu hafi hann hins vegar sagst aðeins hafa orðið var við eina konu. Þann 2. febrúar staðfesti hann þann framburð. Við aðalmeðferð málsins hélt hann sig við þann framburð en hann sagðist ekki muna hvort þeir Thomas hefðu rætt um hvað stæði til að gera varðandi konunna.Í greinargerðinni segir að ljóst sé að frásögn Nikolaj um „algjört minnisleysi“ hans sé „afar ótrúverðug.“ „[H]ann virðist geta valið að muna þegar svo ber undir að hann skynjar að það þóknist rannsakendum og að þá séu þeir að horfa til ákærða sem hins seka í málinu,“ segir í greinargerðinni.Ýmislegt annað er tínt til í greinargerð verjanda til þess að gera Nikolaj tortryggilegri, þar á meðal að Nikolaj hafi verið yfirmaður á Polar Nanoq og því haft lykla að öllum káetum skipsins. Því hafi hann mögulega komið því í kring að fingrafar Thomasar hafi fundist á ökuskírteini Birnu sem fannst um borð í skipinu.Mögulegar akstursleiðir sem talið er að Thomas geti hafa ekið.Skjáskot/Stöð 2Ekki „eitt einasta sönnunargagn“ til um aksturinn Komið hefur fram að samkvæmt matsgerð dómkvadds haffræðings hafi líkami Birnu Brjánsdóttur verið settur í Ölfusá, við Óseyrarbrú, þaðan sem hann rak á einni viku upp í fjöru skammt vestan við Selvogsvita, þar sem hann fannst eftir mikla leit 20. janúar 2017. Í greinargerð ákæruvaldsins kemur fram að ákæruvaldið sjái ekki ástæðu til þess að draga þá niðurstöðu í efa. Töluverðu púðri er eytt í greinargerð verjanda til þess að fjalla um hvort að Thomasi hafi ekið vegalengdina frá Hafnarfjarðarhöfn að Óseyrarbrú. Lögregla og ákæruvaldið telur að Thomas hafi farið svokallaða Krísuvíkurleið í gegnum Ásland í Hafnarfirði. Sú vegalengd sé 74,5 kílómetrar eða 149 kílómetrar fram og til baka. Það jafngildi þeirri hámarksleið sem lögregla taldi að Thomas hafi getið ekið á bilinu sjö til ellefu um morgunin, voru þeir útreikningar byggðir á óútskýrðum akstri hinnar rauðu Kia Rio. Í greinargerðinni segir að vegalengdin að Óseyrarbrúnni jafngildi því þeirri hámarksvegalengd sem Thomas var talinn hafa getað farið en tekið skal fram að samkvæmt nýrri skýrslu telur lögregla nú að óútskýrður akstur hans hafi verið um 190 kílómetrar.Sjá einnig:Segir útreikninga lögreglu ekki virka áreiðanlega á sig Þá segir einnig í greinargerðinni að leiðin sem Thomas sé talinn hafa farið sé leið sem fáir þekkja, jafnvel þó þeir séu Íslendingar og nánast útilokað væri fyrir erlendan aðila, líkt og Thomas, að finna hana á leið úr bænum enda ekki annað að sjá en að vegurinn liggi aðeins inn í íbúðarhverfi. Þá hafi skoðun leitt í ljós að Thomas hafi ekki notast við Google Maps í síma hans til þess að rata né hafi verið leiðsögukerfi í bílnum. Þá bendi sella á sendi í Hafnarfirði sem nam merki frá síma hans til þess að verið staddur sunnan við sendinn og mögulega hafi hann þá verið að aka suður eftir Reykjanesbraut. Að mati verjandi mæli því ýmislegt gegn því að ákærði hafi getað framið þann verknað sem honum var gefið að sök og að í það minnsta væri fyrir hendi skynsamlegur vafi. Það vægi þó þyngst að ekki væri eitt einasta sönnunargögn í málinu því til stuðnings að Thomas hafi ekið Krísuvíkurleið eða verið á Suðurstrandavegi aðfararnótt 14. janúar. Ekki hafi verið lagst í rannsókn til þess að kanna hvort að símtæki hafi verið um borð í þeim bílum sem keyrðu þá leið umræddan morgun. Telur verjandi að slík rannsókn hefði mögulega getað útilokað að Thomas hafi getað farið þar um. Hér væri um að ræða þýðingarmikinn ágalla á rannsókn málsins og ákæruvaldið ætti því að bera sönnunarhallann sem af því hlytist. Birna Brjánsdóttir Dómsmál Tengdar fréttir Segir útreikninga lögreglu ekki virka áreiðanlega á sig Þarna er bara verið að laga fyrri rannsóknarniðurstöður að þeirri útkomu sem þarf að fá út, segir verjandi Thomasar Møller. 12. júlí 2018 10:30 Verjandi segir ólíklegt að Thomas Møller Olsen passi í úlpu í stærð M Thomas Møller Olsen, sem hlaut í héraðsdómi 19 ára fangelsisdóm fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og fíkniefnabrot, mun að öllum líkindum mæta aftur í skýrslutöku við aðalmeðferð málsins í Landsrétti að beiðni verjanda hans. 20. september 2018 17:45 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar Møller Olsens, segir að „mikið ósamræmi“ sé í frásögn Nikolaj Olsen um veigamikil atriði við yfirheyrslur hjá lögreglu við rannsóknina á andláti Birnu Brjánsdóttur. Þá sé ekki að finna „eitt einasta“ sönnunargagn því til stuðnings að Thomas hafi ekið þá leið sem þurfti að fara frá Hafnarfjarðarhöfn til þess að komast að Óseyrarbrú, þar sem verjandi og ákæruvald eru sammála um að Birnu hafi verið komið í sjóinn. Thomas krefst sýknu og að ákæruatriðum er varðar stórfellt fíkniefnalagabrot verði vísað frá dómi.Þetta er meðal þess sem kemur fram í greinargerð verjanda í málinu en fréttastofa hefur greinargerðir ákæruvaldsins sem og verjanda undir höndum. Thomas, fyrrverandi skipverji á grænlenska togaranum Polar Nanoq, var sem kunnugt er dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar 2017. Dóminum var áfrýjað til Landsréttar og í gær var haldið undirbúningsþinghald vegna málsins en dagsetning aðalmeðferðar hefur ekki verið ákveðin.Við aðalmeðferð málsins við Héraðsdóm Reykjaness breytist frásögn Thomasar mikið frá því í skýrslutökum lögreglu. Fyrir dómi kannaðist hann ekki við að hafa tekið Birnu upp í rauðan Kia Rio-bíl sem hann hafði verið með á leigu og ekið nóttina sem Birna hvarf eins og hann hafði viðurkennt áður. Sagði hann Nikolaj, annan skipverja á Polar Nanoq sem um tíma var í haldi lögreglu grunaður um aðild að málinu, hafa ekið á burt á bílnum með Birnu þegar Thomas stoppaði við golfskála Golfklúbbs Garðabæjar og Kópavogs til að fara út að pissa.Sjá einnig:Gjörbreyttur framburður ThomasarÞegar hann hafi komið til baka hafi stúlkan ekki verið í bílnum. Thomas hafi spurt hvar stúlkan væri og sagði Nikolaj að hún byggi þarna rétt hjá og ætlaði að labba heim. Lesa má úr greinargerðinni að henni er ætlað að renna stoðum undir þennan framburð Thomasar og draga í efa sekt hans. Taka skal fram að ákæruvaldið telur útilokað að atburðarrásin umrædda nótt hafi verið á þessa leið og í greinargerð ákæruvaldsins segir að atburðarrásin sem Thomas og verjandi hafi reynt að mála sé „fráleit“Björgvin Jónsson á leið í lögmannsklæðin áður en undirbúningsþinghaldið fór fram í Landsrétti í dag.Vísir/VilhelmLágvaxinn maður að keyra, ekki hávaxinn Í greinargerð verjanda er því haldið fram að þessi framburður Thomasar samræmist myndskeiðum úr eftirlitsmyndavél á golfskála Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar við Hnoðraholt í Garðabæ. Þar sjáist með skýrum hætti að á þeim tíma sé enginn í hægri sæti bílsins. Tekið er sérstaklega fram að við yfirheyrslur hafi Nikolaj sagst hafa setið í hægra framsæti bílsins og upp við gluggann á leiðinni að Hafnarfjarðarhöfn þar sem Polar Nanoq var í höfn.Þá sjáist einnig á myndskeiðunum að ökumaðurinn hafi verið lágvaxinn sem samræmist því ekki að Thomas hafi ekið bílnum enda sé hann 1.88 m að hæð. Samkvæmt vottorði læknis sé Nikolaj hins vegar aðeins 1.71 m að hæð. Héraðsdómur mat það hins vegar svo að ekki væri hægt að slá neinu föstu á grundvelli myndskeiðanna. Því er mótmælt í greinargerðinni. Undir þetta mat héraðsdóms tekur Sigríður Friðjónssdóttir ríkissaksóknari í greinargerð ákæruvaldsins. Myndgæðin á upptökunni og sjónarhornin séu þannig að ekkert sé hægt að fullyrða um hvort einhver hafi verið í hægra framsæti bifreiðarinnar.Sjá einnig:Verjandi segir ólíklegt að Thomas Møller Olsen passi í úlpu í stærð MNikolaj sagðist einnig hafa verið sofandi nær alla leiðina frá miðborg Reykjavíkur að Polar Nanoq við Hafnarfjarðarhöfn. Í greinargerð verjandans segir hins vegar að þetta telji Thomas að sé ekki rétt. Nikolaj hafi meðal annars beðið hann um að aka sér að Goldfinger í Kópavogi. Þá liggi fyrir að reynt hafi verið að hringja úr síma Nikolaj klukkan 06.03 og 06.04. Þá megi merkja það á myndskeiðum við höfnina að Nikolaj hafi ekki verið jafn drukkinn og hann hafði greint frá við yfirheyrslur og fyrir dómi, er hann og Thomas sjást koma út úr bílnum við skipið.Þá gagnrýnir Björgvin lögreglu fyrir að hafa ekki reynt að ná tali af vini Nikolaj sem hann var sagður hafa hringt í umrædda nótt. Fyrir lægi framburður um að Nikolaj hafi verið grátandi í símanum og því kynni umræddur aðili að búa yfir upplýsingum sem varpað gætu frekari ljósi á málið og mögulega aðild Nikolaj að því.Thomas Møller Olsen áfrýjaði dómnum sem hann hlaut fyrir að bana Birnu Brjánsdóttur.FBL/Anton BrinkSegir Nikolaj mögulega hafa komið fingrafari fyrir Í greinargerð verjanda er frásögn Nikolaj við yfirheyrslur hjá lögreglu rakin og borin saman við framburð hans fyrir héraðsdómi. Líkt og fyrr segir telur verjandi að mikið ósamræmi sé í frásögn Nikolaj sem beinist einkum að því hvenær Nikolaj sagðist hafa hitt Thomas aftur um borð í skipinu eftir umrædda nótt. Segir hann að svo virðist sem að minni Nikolaj sé valkvætt eftir því hvað henti rannsakendum málsins.Í fyrstu skýrslutöku hjá lögreglu þann 19. janúar 2017 sagðist hann hafa vaknað síðdegis daginn eftir að Birna hvarf, fengið sér að borða og farið upp í brú og spjallað við skipstjóra Polar Nanoq. Þar sagði hann skipstjóranum að tvær konur hefðu verið í aftursæti bílsins. Síðan hafi hann farið niður og spjallað við Thomas. Daginn eftir sagðist Nikolaj hafa hitt Thomas að kvöldi dagsins.Við aðalmeðferð málsins var frásögn Nikolaj hins vegar á þann veg að hann teldi sig hafa vaknað skömmu fyrir hádegi og farið þaðan niður í sal skipsins. Því næst hafi hann farið í klefa Thomasar og spurt um konurnar, síðan hafi hann farið upp í brú skipsins.Í greinargerðinni rekur verjandi frekara ósamræmi í frásögn Nikolajs, þar á meðal frásögn hans við yfirheyrslur þann 19. janúar þar sem hann sagðist hafa sofnað í bílnum eftir að tvær konur komu í bílinn. Þann 31. janúar hélt hann því einnig fram að tvær konur hefðu komið í bílinn. Þegar komið var að skipinu hafi hann svo spurt Thomas: „Hvað með konurnar?“ Síðar í yfirheyrslunni tjáði hann lögreglumönnum að hann hafi einungis fengið staðfestingu á því að konurnar væru tvær eftir að hafa rætt við Thomas.Þá er einnig rakið að síðar í sömu yfirheyrslu hafi hann hins vegar sagst aðeins hafa orðið var við eina konu. Þann 2. febrúar staðfesti hann þann framburð. Við aðalmeðferð málsins hélt hann sig við þann framburð en hann sagðist ekki muna hvort þeir Thomas hefðu rætt um hvað stæði til að gera varðandi konunna.Í greinargerðinni segir að ljóst sé að frásögn Nikolaj um „algjört minnisleysi“ hans sé „afar ótrúverðug.“ „[H]ann virðist geta valið að muna þegar svo ber undir að hann skynjar að það þóknist rannsakendum og að þá séu þeir að horfa til ákærða sem hins seka í málinu,“ segir í greinargerðinni.Ýmislegt annað er tínt til í greinargerð verjanda til þess að gera Nikolaj tortryggilegri, þar á meðal að Nikolaj hafi verið yfirmaður á Polar Nanoq og því haft lykla að öllum káetum skipsins. Því hafi hann mögulega komið því í kring að fingrafar Thomasar hafi fundist á ökuskírteini Birnu sem fannst um borð í skipinu.Mögulegar akstursleiðir sem talið er að Thomas geti hafa ekið.Skjáskot/Stöð 2Ekki „eitt einasta sönnunargagn“ til um aksturinn Komið hefur fram að samkvæmt matsgerð dómkvadds haffræðings hafi líkami Birnu Brjánsdóttur verið settur í Ölfusá, við Óseyrarbrú, þaðan sem hann rak á einni viku upp í fjöru skammt vestan við Selvogsvita, þar sem hann fannst eftir mikla leit 20. janúar 2017. Í greinargerð ákæruvaldsins kemur fram að ákæruvaldið sjái ekki ástæðu til þess að draga þá niðurstöðu í efa. Töluverðu púðri er eytt í greinargerð verjanda til þess að fjalla um hvort að Thomasi hafi ekið vegalengdina frá Hafnarfjarðarhöfn að Óseyrarbrú. Lögregla og ákæruvaldið telur að Thomas hafi farið svokallaða Krísuvíkurleið í gegnum Ásland í Hafnarfirði. Sú vegalengd sé 74,5 kílómetrar eða 149 kílómetrar fram og til baka. Það jafngildi þeirri hámarksleið sem lögregla taldi að Thomas hafi getið ekið á bilinu sjö til ellefu um morgunin, voru þeir útreikningar byggðir á óútskýrðum akstri hinnar rauðu Kia Rio. Í greinargerðinni segir að vegalengdin að Óseyrarbrúnni jafngildi því þeirri hámarksvegalengd sem Thomas var talinn hafa getað farið en tekið skal fram að samkvæmt nýrri skýrslu telur lögregla nú að óútskýrður akstur hans hafi verið um 190 kílómetrar.Sjá einnig:Segir útreikninga lögreglu ekki virka áreiðanlega á sig Þá segir einnig í greinargerðinni að leiðin sem Thomas sé talinn hafa farið sé leið sem fáir þekkja, jafnvel þó þeir séu Íslendingar og nánast útilokað væri fyrir erlendan aðila, líkt og Thomas, að finna hana á leið úr bænum enda ekki annað að sjá en að vegurinn liggi aðeins inn í íbúðarhverfi. Þá hafi skoðun leitt í ljós að Thomas hafi ekki notast við Google Maps í síma hans til þess að rata né hafi verið leiðsögukerfi í bílnum. Þá bendi sella á sendi í Hafnarfirði sem nam merki frá síma hans til þess að verið staddur sunnan við sendinn og mögulega hafi hann þá verið að aka suður eftir Reykjanesbraut. Að mati verjandi mæli því ýmislegt gegn því að ákærði hafi getað framið þann verknað sem honum var gefið að sök og að í það minnsta væri fyrir hendi skynsamlegur vafi. Það vægi þó þyngst að ekki væri eitt einasta sönnunargögn í málinu því til stuðnings að Thomas hafi ekið Krísuvíkurleið eða verið á Suðurstrandavegi aðfararnótt 14. janúar. Ekki hafi verið lagst í rannsókn til þess að kanna hvort að símtæki hafi verið um borð í þeim bílum sem keyrðu þá leið umræddan morgun. Telur verjandi að slík rannsókn hefði mögulega getað útilokað að Thomas hafi getað farið þar um. Hér væri um að ræða þýðingarmikinn ágalla á rannsókn málsins og ákæruvaldið ætti því að bera sönnunarhallann sem af því hlytist.
Birna Brjánsdóttir Dómsmál Tengdar fréttir Segir útreikninga lögreglu ekki virka áreiðanlega á sig Þarna er bara verið að laga fyrri rannsóknarniðurstöður að þeirri útkomu sem þarf að fá út, segir verjandi Thomasar Møller. 12. júlí 2018 10:30 Verjandi segir ólíklegt að Thomas Møller Olsen passi í úlpu í stærð M Thomas Møller Olsen, sem hlaut í héraðsdómi 19 ára fangelsisdóm fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og fíkniefnabrot, mun að öllum líkindum mæta aftur í skýrslutöku við aðalmeðferð málsins í Landsrétti að beiðni verjanda hans. 20. september 2018 17:45 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Segir útreikninga lögreglu ekki virka áreiðanlega á sig Þarna er bara verið að laga fyrri rannsóknarniðurstöður að þeirri útkomu sem þarf að fá út, segir verjandi Thomasar Møller. 12. júlí 2018 10:30
Verjandi segir ólíklegt að Thomas Møller Olsen passi í úlpu í stærð M Thomas Møller Olsen, sem hlaut í héraðsdómi 19 ára fangelsisdóm fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og fíkniefnabrot, mun að öllum líkindum mæta aftur í skýrslutöku við aðalmeðferð málsins í Landsrétti að beiðni verjanda hans. 20. september 2018 17:45