Héðinn boraður niður og settur í geymslu Jakob Bjarnar skrifar 25. september 2018 13:18 Heldur er tómlegt um að litast þar sem Héðinn stóð. En, hann snýr aftur næsta sumar og verður þá búið að endurbyggja stöpulinn og hressa uppá Héðinn sjálfan. visir/vilhelm Héðinn Valdimarsson var boraður niður með látum í vikunni og hann fjarlægður af stað sínum við Hringbraut hvar hann hefur staðið keikur í áratugi. Vesturbæingar margir hverjir velta því fyrir sér hvað er orðið um Héðinn sem er eitt helsta kennileiti Vesturbæjar. „Hann var boraður í burtu í morgun,“ segir einn Vesturbæingur í Facebook-hópi sem helgaður er því sem að þeim borgarhluta snýr. Vísir fór á stúfana og forvitnaðist um afdrif þessarar merkilegu styttu sem óvænt öðlaðist hliðarsjálf þegar hún birtist í Thule-auglýsingu sem sló í gegn fyrir . Samkvæmt henni var Héðinn fyrstur allra til að senda sms-skeyti; „first homo sapiens to send an sms“.Styttan komin í Árbæjarsafnið En, velunnarar styttunnar þurfa ekki að hafa áhyggjur. Í stuttu máli sagt var hún tekin niður einkum vegna þess að endurgera á stöpul hennar sem er svo gott sem ónýtur. Að sögn Sigurðar Trausta Traustasonar hjá Listasafni Reykjavíkur safneign hefur styttan verið tekin niður tímabundið vegna þess að steypa þarf nýjan stöpul. Styttan verður geymd hjá Árbæjarsafninu meðan viðgerðir fara fram. Og Bjarni Brynjólfsson upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar hefur róað Vesturbæinga með orðsendingu inn á áðurnefndan Facebookhóp að jafnframt verði „flikkað upp á styttuna, hún hreinsuð og gerð fín.“ Styttan í eigu Húsfélags alþýðu Sigurður Trausti segist ekki vera með kostnaðartölur, hvað þetta muni kosta en ráðgert er að styttan fari aftur upp næsta vor eða sumar þegar stöpullinn verður tilbúinn.Héðinn með minnisblað í höndum, í seinni tíma útfærslu GSM síma.En, það er ekki Listasafn Reykjavíkur né Reykjavíkurborg sem á styttuna. Hún er í eigu Húsfélags alþýðu en Listasafnið kemur að sem ráðgefandi vegna þessara aðgerða. Hjá Húsfélaginu er það Kristín Róbertsdóttir sem er formaður. „Já, við eigum hana,“ segir Kristín í samtali við Vísi. Hún segir þetta einu styttuna í eigu félagsins og lýsir því að einhvern tíma í fyrra eða hitteðfyrra hafi komið á daginn að steinflísar í stöplinum voru farnar að losna. Við nánari skoðun kom í ljós að stöpullinn var orðinn afar lélegur og því ekki um annað að ræða en endurgera hann.Vert að líta til Héðins Styttan er merkileg eins og fyrirmyndin, Héðinn Valdimarsson, sem var alþingismaður og formaður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Héðinn var helsti forystumaður byggingarsamtaka verkamanna sem gengust fyrir byggingu verkamannabústaðanna við Hringbraut – þá merkilegu framkvæmd.Eins og sjá má er eins og kubbast hafi af fótum Héðins, sem má rekja til mistaka sem gerð voru við uppsetningu styttunnar á sínum tíma.Kristín telur að að listamaðurinn Sigurjón Ólafsson, sem gerði styttuna, hafi haft sem fyrirmynd ljósmynd af Héðni þegar hann hélt ræðu á 1. maí á svölum eins bústaðanna. „Þá voru 1. maí fundir haldnir í portinu hjá verkamannabústöðunum,“ segir Kristín. Hún telur ekki úr vegi að nú á tímum væri vert að horfa til Héðins. Þær íbúðir sem þá voru reistar séu frábærar og ekki tók langan tíma að reisa húsin.Galli við uppsetningu styttunnar Um styttuna er það að segja að um svipað leyti og Sigurjón vann minnismerki um sr. Friðrik Friðriksson við Lækjargötu, í kringum árið 1952, tók hann að sér gerð þessarar styttu af Héðni fyrir Byggingarfélag alþýðu.Á vef Listasafns Reykjavíkur má finna þær upplýsingar að haustið 1953 „var afsteypa af styttunni, sem gerð var hjá Lauritz Rasmussen í Kaupmannahöfn, komin til landsins og þá sótti Byggingarfélag alþýðu um að fá að setja hana upp í nánd við verkamannabústaðina við Hringbraut. Styttan var sett upp í október 1955 að Sigurjóni fjarverandi og skýrir það ef til vill þann galla sem er á uppsetningu hennar.“Sigurjón Ólafsson myndhöggvari er höfundur styttunnar sem er orðin órjúfanlegur hluti Vesturbæjarins.Líkt og fæturnir hafi kubbast af Til að átta sig betur á þessum galla þarf að lesa í listasögu Björns Th. Björnssonar, Íslenzk myndlist á 19. og 20. öld II. Þar segir að „ásetningur Sigurjóns að fanga ekki aðeins „líking“ Héðins, heldur „engu síður hið gustmikla fas“ hins öfluga stjórnmálaskörungs og verkalýðsfrömuðar. Um leið vill hann myndgera hugmyndina um leiðtoga sem ávallt er fastur fyrir. Því lætur listamaðurinn persónuna renna saman við stallinn svo úr verður eins konar „mannbjarg“.“ Og Björn heldur áfram:Til að þétta enn yfirbragð styttunnar beitir Sigurjón sama bragði og danski listamaðurinn J.F. Willumsen í frægri styttu af öðrum stjórnmálaskörungi, Viggo Hørup (1908), nefnilega að stytta fótleggi hennar rétt fyrir neðan hné og hækka stallinn um leið.Að sögn Björns er líkt og kubbast hafi af fótum fyrirmyndarinnar en það má rekja til mistaka við uppsetningu verksins.En til þess að þetta bragð virki sem skyldi – og stallurinn sjálfur skeri myndina þegar horft er á hana úr lágu sjónarhorni – þarf stallurinn að vera öllu hærri en hann er. Eins og hann er nú er engu líkara en fæturnir hafi kubbast af.“Sigurjón vildi forðast hina lífvana stirðnun Björn segir Sigurjón sýna Héðinn „í hita baráttu en köldum næðingi útifundar. Föt hans eru laus, vindurinn sveiflar til frakkalafi hans; annarri hendinni heldur hann niður með síðunni, en í henni hefur hann minnisblað … Sigurjón hefur hér auðsjáanlega viljað forðast þá lífvana stirðnun, sem eru óumflýjanleg örlög alls handasláttar í líkneskjum“. Kristín hjá Húsfélaginu segir þetta ríma við það að ljósmyndina hafi Sigurjón notað sem fyrirmynd. Hún segist ekki vita til þess hvort litið verður til þessa við endurgerð stöpulsins. Hún gerir ráð fyrir því að verkefnið muni kosta sitt, tvær milljónir en það liggi ekki fyrir. Hún vonast til þess að velviljaðir aðilar komi að því að styrkja verkefnið. Borgarstjórn Menning Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Fleiri fréttir Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Sjá meira
Héðinn Valdimarsson var boraður niður með látum í vikunni og hann fjarlægður af stað sínum við Hringbraut hvar hann hefur staðið keikur í áratugi. Vesturbæingar margir hverjir velta því fyrir sér hvað er orðið um Héðinn sem er eitt helsta kennileiti Vesturbæjar. „Hann var boraður í burtu í morgun,“ segir einn Vesturbæingur í Facebook-hópi sem helgaður er því sem að þeim borgarhluta snýr. Vísir fór á stúfana og forvitnaðist um afdrif þessarar merkilegu styttu sem óvænt öðlaðist hliðarsjálf þegar hún birtist í Thule-auglýsingu sem sló í gegn fyrir . Samkvæmt henni var Héðinn fyrstur allra til að senda sms-skeyti; „first homo sapiens to send an sms“.Styttan komin í Árbæjarsafnið En, velunnarar styttunnar þurfa ekki að hafa áhyggjur. Í stuttu máli sagt var hún tekin niður einkum vegna þess að endurgera á stöpul hennar sem er svo gott sem ónýtur. Að sögn Sigurðar Trausta Traustasonar hjá Listasafni Reykjavíkur safneign hefur styttan verið tekin niður tímabundið vegna þess að steypa þarf nýjan stöpul. Styttan verður geymd hjá Árbæjarsafninu meðan viðgerðir fara fram. Og Bjarni Brynjólfsson upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar hefur róað Vesturbæinga með orðsendingu inn á áðurnefndan Facebookhóp að jafnframt verði „flikkað upp á styttuna, hún hreinsuð og gerð fín.“ Styttan í eigu Húsfélags alþýðu Sigurður Trausti segist ekki vera með kostnaðartölur, hvað þetta muni kosta en ráðgert er að styttan fari aftur upp næsta vor eða sumar þegar stöpullinn verður tilbúinn.Héðinn með minnisblað í höndum, í seinni tíma útfærslu GSM síma.En, það er ekki Listasafn Reykjavíkur né Reykjavíkurborg sem á styttuna. Hún er í eigu Húsfélags alþýðu en Listasafnið kemur að sem ráðgefandi vegna þessara aðgerða. Hjá Húsfélaginu er það Kristín Róbertsdóttir sem er formaður. „Já, við eigum hana,“ segir Kristín í samtali við Vísi. Hún segir þetta einu styttuna í eigu félagsins og lýsir því að einhvern tíma í fyrra eða hitteðfyrra hafi komið á daginn að steinflísar í stöplinum voru farnar að losna. Við nánari skoðun kom í ljós að stöpullinn var orðinn afar lélegur og því ekki um annað að ræða en endurgera hann.Vert að líta til Héðins Styttan er merkileg eins og fyrirmyndin, Héðinn Valdimarsson, sem var alþingismaður og formaður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Héðinn var helsti forystumaður byggingarsamtaka verkamanna sem gengust fyrir byggingu verkamannabústaðanna við Hringbraut – þá merkilegu framkvæmd.Eins og sjá má er eins og kubbast hafi af fótum Héðins, sem má rekja til mistaka sem gerð voru við uppsetningu styttunnar á sínum tíma.Kristín telur að að listamaðurinn Sigurjón Ólafsson, sem gerði styttuna, hafi haft sem fyrirmynd ljósmynd af Héðni þegar hann hélt ræðu á 1. maí á svölum eins bústaðanna. „Þá voru 1. maí fundir haldnir í portinu hjá verkamannabústöðunum,“ segir Kristín. Hún telur ekki úr vegi að nú á tímum væri vert að horfa til Héðins. Þær íbúðir sem þá voru reistar séu frábærar og ekki tók langan tíma að reisa húsin.Galli við uppsetningu styttunnar Um styttuna er það að segja að um svipað leyti og Sigurjón vann minnismerki um sr. Friðrik Friðriksson við Lækjargötu, í kringum árið 1952, tók hann að sér gerð þessarar styttu af Héðni fyrir Byggingarfélag alþýðu.Á vef Listasafns Reykjavíkur má finna þær upplýsingar að haustið 1953 „var afsteypa af styttunni, sem gerð var hjá Lauritz Rasmussen í Kaupmannahöfn, komin til landsins og þá sótti Byggingarfélag alþýðu um að fá að setja hana upp í nánd við verkamannabústaðina við Hringbraut. Styttan var sett upp í október 1955 að Sigurjóni fjarverandi og skýrir það ef til vill þann galla sem er á uppsetningu hennar.“Sigurjón Ólafsson myndhöggvari er höfundur styttunnar sem er orðin órjúfanlegur hluti Vesturbæjarins.Líkt og fæturnir hafi kubbast af Til að átta sig betur á þessum galla þarf að lesa í listasögu Björns Th. Björnssonar, Íslenzk myndlist á 19. og 20. öld II. Þar segir að „ásetningur Sigurjóns að fanga ekki aðeins „líking“ Héðins, heldur „engu síður hið gustmikla fas“ hins öfluga stjórnmálaskörungs og verkalýðsfrömuðar. Um leið vill hann myndgera hugmyndina um leiðtoga sem ávallt er fastur fyrir. Því lætur listamaðurinn persónuna renna saman við stallinn svo úr verður eins konar „mannbjarg“.“ Og Björn heldur áfram:Til að þétta enn yfirbragð styttunnar beitir Sigurjón sama bragði og danski listamaðurinn J.F. Willumsen í frægri styttu af öðrum stjórnmálaskörungi, Viggo Hørup (1908), nefnilega að stytta fótleggi hennar rétt fyrir neðan hné og hækka stallinn um leið.Að sögn Björns er líkt og kubbast hafi af fótum fyrirmyndarinnar en það má rekja til mistaka við uppsetningu verksins.En til þess að þetta bragð virki sem skyldi – og stallurinn sjálfur skeri myndina þegar horft er á hana úr lágu sjónarhorni – þarf stallurinn að vera öllu hærri en hann er. Eins og hann er nú er engu líkara en fæturnir hafi kubbast af.“Sigurjón vildi forðast hina lífvana stirðnun Björn segir Sigurjón sýna Héðinn „í hita baráttu en köldum næðingi útifundar. Föt hans eru laus, vindurinn sveiflar til frakkalafi hans; annarri hendinni heldur hann niður með síðunni, en í henni hefur hann minnisblað … Sigurjón hefur hér auðsjáanlega viljað forðast þá lífvana stirðnun, sem eru óumflýjanleg örlög alls handasláttar í líkneskjum“. Kristín hjá Húsfélaginu segir þetta ríma við það að ljósmyndina hafi Sigurjón notað sem fyrirmynd. Hún segist ekki vita til þess hvort litið verður til þessa við endurgerð stöpulsins. Hún gerir ráð fyrir því að verkefnið muni kosta sitt, tvær milljónir en það liggi ekki fyrir. Hún vonast til þess að velviljaðir aðilar komi að því að styrkja verkefnið.
Borgarstjórn Menning Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Fleiri fréttir Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Sjá meira