Innlent

Segir endurtekninguna erfiða fyrir ákærðu í málinu

Þórgnýr Einar Albertsson og Daníel Freyr Birkisson skrifar
Gestur Jónsson flytur Aurum-málið í fjórða sinn.
Gestur Jónsson flytur Aurum-málið í fjórða sinn. Fréttablaðið/GVA
Aðalmeðferð í Aurum-málinu hófst í gær í Landsrétti og heldur áfram í dag. Málið snýst um meint um­boðs­svik og hlut­deild í tengslum við sex milljarða króna lán­veitingu Glitnis til fé­lagsins FS38 ehf. árið 2008, en félagið var í eigu Pálma Haralds­sonar.

Þrír eru á­kærðir. Lárus Welding, fyrr­verandi banka­stjóri Glitnis, og Magnús Arnar Arn­gríms­son, fyrr­verandi fram­kvæmda­stjóri fyrir­tækja­sviðs bankans, fyrir um­boðs­svik. Jón Ás­geir Jóhannes­son, sem var einn aðal­eig­andi Glitnis, er á­kærður fyrir hlut­deild í meintum um­boðs­svikum Lárusar og Magnúsar. Lárus og Magnús voru sak­felldir í héraði í nóvember 2016 en Jón Ás­geir og Bjarni Jóhannes­son, fyrr­verandi við­skipta­stjóri Glitnis, sýknaðir.

Þetta er í fjórða sinn sem málið er tekið fyrir. Það var fyrst tekið fyrir í héraði 2014. Allir voru sýknaðir en málinu áfrýjað. Í apríl 2015 ó­gilti Hæsti­réttur dóm héraðs­dóms vegna um­mæla eins með­dómara. Málið var tekið fyrir aftur í nóvember 2016.

Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, segir að vissulega lendi hann í því nú að endurtaka sig. „En það er ekki málið að vorkenna mér eða dómurunum. Þetta er verra fyrir fólkið sem hefur verið ákært.“




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×