KSÍ vill yfirbyggðan völl með opnanlegu þaki sem gæti borgað sig á áratug Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. september 2018 13:49 Guðni Bergsson vill yfirbyggðan völl. fréttablaðið Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segist vilja sjá nýjan Laugardalsvöll yfirbyggðan með opnanlegu þaki en slík framkvæmd gæti kostað átta milljarða samkvæmt úttekt ráðgjafafyrirtækisins Lagerdere Sports. Guðni greindi frá hug sínum og sambandsins á ráðstefnu í höfuðstöðvum KSÍ í dag sem var haldin í samstarfi við breska sendiráðið og bresk-íslenska viðskiptaráðið. Þar voru mættir íþróttamálaráðherrar Íslands og Bretlands og nokkrir af færustu arkitektum Bretlands sem fóru yfir árangurinn sem þeir hafa náð í byggingu flottra valla og rekstur á þeim. „Ef við viljum viðhalda þessum árangri okkar verðum við að gera eitthvað við gamla góða völlinn okkar. Hann hefur þjónað okkur í 60 ár en eins góður og hann er þá skýlir hann okkur ekki frá veðri og vindum,“ sagði Guðni í ræðu sinni. „Ef við viljum halda áfram og komast lengra þurfum við betri og nútímalegri völl. Reynsla okkar Íslendinga að byggja velli er ekki mikil og því höfum við sótt ráðgjöf út fyrir landssteinanna.“ Guðni vísaði þar til fyrirtækisins Lagerdare Sports sem skilaði skýrslu um nýjan Laugardalsvöll í samstarfi við Borgarbrag. Út frá henni var skipaður starfshópur fólks frá KSÍ, Reykjavíkurborg og ríkinu sem á að velja á milli þriggja hugmynda. Ein hugmyndin var að laga núverandi ástand Laugardalsvallar sem kostar um 600 milljónir, byggja nýjan völl án þaks sem kostar fimm milljarða króna og svo yfirbyggðan völl sem kostar átta milljarða króna. Nú þegar undankeppni EM er spiluð frá mars til mars getur Ísland hvorki byrjað undankeppnir fyrir Evrópumótin á heimavelli né endað á heimavelli vegna veðurs. „Þetta er ekki gott í þessari miklu samkeppni sem fótboltinn er. Við viljum byggja völl með opnanlegu þaki. Þá getum við ekki bara spilað heimaleiki okkar hvenær sem er heldur getum við líka nýtt hann fyrir stærri tónleika og ráðstefnur,“ segir Guðni. „Við teljum að með því að eyða meiri fjármunum með því að byggja þak yfir völlinn mun sá peningur sem fer í þakið skila sér til baka inn í hagkerfið á tíu árum,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ. Íslenski boltinn Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Körfubolti Fleiri fréttir Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Mourinho vill taka við Newcastle United „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Oliver kveður Breiðablik Letti í landsliðshóp Þjóðverja fyrir mistök Henry harðorður í garð Mbappé Sjáðu hinn verðmæta Orra skora með skalla í Tékklandi Valgeir laus í Svíþjóð og gæti verið á heimleið Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Galatasaray tók toppsætið af Tottenham Tvö lið með fullt hús stiga í Sambandsdeildinni Ákvörðun þjálfarans að kalla Mbappé ekki inn í landsliðshópinn Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segist vilja sjá nýjan Laugardalsvöll yfirbyggðan með opnanlegu þaki en slík framkvæmd gæti kostað átta milljarða samkvæmt úttekt ráðgjafafyrirtækisins Lagerdere Sports. Guðni greindi frá hug sínum og sambandsins á ráðstefnu í höfuðstöðvum KSÍ í dag sem var haldin í samstarfi við breska sendiráðið og bresk-íslenska viðskiptaráðið. Þar voru mættir íþróttamálaráðherrar Íslands og Bretlands og nokkrir af færustu arkitektum Bretlands sem fóru yfir árangurinn sem þeir hafa náð í byggingu flottra valla og rekstur á þeim. „Ef við viljum viðhalda þessum árangri okkar verðum við að gera eitthvað við gamla góða völlinn okkar. Hann hefur þjónað okkur í 60 ár en eins góður og hann er þá skýlir hann okkur ekki frá veðri og vindum,“ sagði Guðni í ræðu sinni. „Ef við viljum halda áfram og komast lengra þurfum við betri og nútímalegri völl. Reynsla okkar Íslendinga að byggja velli er ekki mikil og því höfum við sótt ráðgjöf út fyrir landssteinanna.“ Guðni vísaði þar til fyrirtækisins Lagerdare Sports sem skilaði skýrslu um nýjan Laugardalsvöll í samstarfi við Borgarbrag. Út frá henni var skipaður starfshópur fólks frá KSÍ, Reykjavíkurborg og ríkinu sem á að velja á milli þriggja hugmynda. Ein hugmyndin var að laga núverandi ástand Laugardalsvallar sem kostar um 600 milljónir, byggja nýjan völl án þaks sem kostar fimm milljarða króna og svo yfirbyggðan völl sem kostar átta milljarða króna. Nú þegar undankeppni EM er spiluð frá mars til mars getur Ísland hvorki byrjað undankeppnir fyrir Evrópumótin á heimavelli né endað á heimavelli vegna veðurs. „Þetta er ekki gott í þessari miklu samkeppni sem fótboltinn er. Við viljum byggja völl með opnanlegu þaki. Þá getum við ekki bara spilað heimaleiki okkar hvenær sem er heldur getum við líka nýtt hann fyrir stærri tónleika og ráðstefnur,“ segir Guðni. „Við teljum að með því að eyða meiri fjármunum með því að byggja þak yfir völlinn mun sá peningur sem fer í þakið skila sér til baka inn í hagkerfið á tíu árum,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ.
Íslenski boltinn Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Körfubolti Fleiri fréttir Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Mourinho vill taka við Newcastle United „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Oliver kveður Breiðablik Letti í landsliðshóp Þjóðverja fyrir mistök Henry harðorður í garð Mbappé Sjáðu hinn verðmæta Orra skora með skalla í Tékklandi Valgeir laus í Svíþjóð og gæti verið á heimleið Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Galatasaray tók toppsætið af Tottenham Tvö lið með fullt hús stiga í Sambandsdeildinni Ákvörðun þjálfarans að kalla Mbappé ekki inn í landsliðshópinn Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti