Innlent

Áslaug Thelma fundar með forstjóra OR í dag

Jakob Bjarnar skrifar
Áslaug Thelma og Helga Jónsdóttir, forstjóri OR tímabundið, munu ræða ástæður brottreksturs Áslaugar í dag.
Áslaug Thelma og Helga Jónsdóttir, forstjóri OR tímabundið, munu ræða ástæður brottreksturs Áslaugar í dag.
Áslaug Thelma Einarsdóttir muni hitta forstjóra OR, Helgu Jónsdóttur í dag. Áslaug Thelma var forstöðumaður hjá ON, dótturfyrirtæki OR, en var rekin þaðan. Áslaug segir brottreksturinn sinn á sínum tíma hafa verið tilefnislausan og rekur hann beint til þess eins að hún hafi kvartað undan óviðeigandi hegðun Bjarna Más Júlíussonar framkvæmdastjóra ON. Bjarni Már var rekin í kjölfar þess að málið kom upp.

Það er Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu, sem greinir frá þessu á Facebooksíðu sinni. Það var Einar sem upphaflega opnaði málið, og hrinti þar með af stað atburðarás sem ef til vill má kalla OR-málið, einmitt á Facebook og hefur hann æ síðan verið með stöðugar fréttir af gangi mála. Þar hefur hann furðað sig mjög á því að eiginkona sín heyri ekki frá fyrirtækinu. Nú er dagur 17, að sögn Einars sem nú segir: Loksins.

„Í dag fær konan mín loksins að hitta nýja forstjóra OR sem er kominn í starfið vegna atburðarásar sem aldrei hefði farið af stað ef konan mín ekki þorað að standa upp og mótmæla ömurlegri og fullkomlega óásættanlegri framkomu í hennar garð. Það er einlæg von okkar að nýr forstjóri geti útskýrt framkomu OR/ON gagnvart henni og hvað forstjórinn telji eðlilegt að gert fyrir fólk sem þarf að líða svona framkomu og þurfa leitar síns í gegnum fjölmiðla og hið ógeðfelda ósamræmis milli gilda og gjörða fyrirtækisins,“ segir Einar.

Sjá má pistil Einars í heild sinni hér neðar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×