Fótbolti

Elísabet tekur ekki við landsliðinu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad.
Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad. vísir/ragnar
Elísabet Gunnarsdóttir verður ekki næsti þjálfari íslenska kvennalandsliðsins. Þetta staðfesti hún við RÚV í dag.

Freyr Alexandersson hætti sem þjálfari kvennalandsliðsins eftir undankeppni HM í haust og hefur leit að nýjum landsliðsþjálfara staðið yfir síðustu vikur.

Elísabet er eitt fyrsta nafn á blað hjá mörgum spekingum í samfélaginu en hún hefur þjálfað lið Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni við góðan orðstír síðustu ár.

Elísabet staðfesti við RÚV í dag að KSÍ hefði haft samband við hana og í því samtali kom fram að æskilegt væri að landsliðsþjálfarinn væri búsettur á Íslandi. Elísabet kemur því ekki til greina í starfið, sé það krafa KSÍ.

„Síðan voru að sjálfsögðu önnur atriði sem ég þurfti að vega og meta en niðurstaðan var að gefa þennan möguleika frá mér. Það er að sjálfsögðu draumastarf fyrir íslenskan þjálfara að taka við landsliðsþjálfara starfinu,“ sagði Elísabet við RÚV.


Tengdar fréttir

Freyr hættur að þjálfa landsliðið

Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari staðfesti í samtali við Stöð 2 Sport eftir leik að hann væri hættur að þjálfa liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×