Hrókurinn fagnar 20 árum með stórmóti í Ráðhúsinu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 10. september 2018 06:00 Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins. Félagsskapurinn hefur staðið fyrir ýmsum uppákomum í gegnum tíðina. Vísir/Eyþór Um þessari mundir eru 20 ár liðin frá stofnun skákfélagsins Hróksins. Á þessum árum hafa Hróksliðar að mestu einbeitt sér að útbreiðslu skáklistarinnar á Íslandi og Grænlandi, þar sem skáklandnám Hróksins hófst árið 2003. Keppnisskapið var sannarlega mikið hjá Hróksliðum í upphafi. Yfirlýst markmið félagsins við stofnun var að senda lið til keppni í 4. deild Íslandsmóts skákfélaga og vinna sig rakleitt á toppinn á minnsta mögulega tíma. Það hafðist og varð Hrókurinn Íslandsmeistari skákfélaga árin 2002, 2003 og 2004.Hrókurinn hefur staðið fyrir skáklandnámi á Grænlandi.Vísir/PjeturÁ undanförnum árum hefur Hrókurinn farið í þúsundir heimsókna í skóla um allt land þar sem skákbókinni Skák og mát hefur verið dreift til fimm árganga þriðjubekkinga. Alls eru þetta 25 þúsund eintök. „Í gegnum 20 ára sögu hefur Hrókurinn heimsótt öll sveitarfélög á Íslandi og staðið fyrir ótal viðburðum, jafnt í skólum, athvörfum, fangelsum, sjúkrahúsum, dvalarheimilum aldraðra og víðar, undir kjörorðum félagsins: Við erum ein fjölskylda,“ segir í fréttatilkynningu frá Hróknum í tilefni 20 ára afmælisins. Tuttugu ára afmæli Hróksins verður fagnað með margvíslegum hætti. Á miðvikudaginn hefst hátíð í Kullorsuq, sem er 450 manna bær á norðvesturströnd Grænlands. Með í för verða sirkuslistamenn og skákkennari. Dagana 14. og 15. september verður afmælishátíð Hróksins haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur. Heiðursgestur mótsins er stórmeistarinn Regina Pokorna, sem tefldi með sigursælum sveitum Hróksins á sínum tíma. Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar, flytur setningarávarp mótsins og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra leikur fyrsta leikinn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Um þessari mundir eru 20 ár liðin frá stofnun skákfélagsins Hróksins. Á þessum árum hafa Hróksliðar að mestu einbeitt sér að útbreiðslu skáklistarinnar á Íslandi og Grænlandi, þar sem skáklandnám Hróksins hófst árið 2003. Keppnisskapið var sannarlega mikið hjá Hróksliðum í upphafi. Yfirlýst markmið félagsins við stofnun var að senda lið til keppni í 4. deild Íslandsmóts skákfélaga og vinna sig rakleitt á toppinn á minnsta mögulega tíma. Það hafðist og varð Hrókurinn Íslandsmeistari skákfélaga árin 2002, 2003 og 2004.Hrókurinn hefur staðið fyrir skáklandnámi á Grænlandi.Vísir/PjeturÁ undanförnum árum hefur Hrókurinn farið í þúsundir heimsókna í skóla um allt land þar sem skákbókinni Skák og mát hefur verið dreift til fimm árganga þriðjubekkinga. Alls eru þetta 25 þúsund eintök. „Í gegnum 20 ára sögu hefur Hrókurinn heimsótt öll sveitarfélög á Íslandi og staðið fyrir ótal viðburðum, jafnt í skólum, athvörfum, fangelsum, sjúkrahúsum, dvalarheimilum aldraðra og víðar, undir kjörorðum félagsins: Við erum ein fjölskylda,“ segir í fréttatilkynningu frá Hróknum í tilefni 20 ára afmælisins. Tuttugu ára afmæli Hróksins verður fagnað með margvíslegum hætti. Á miðvikudaginn hefst hátíð í Kullorsuq, sem er 450 manna bær á norðvesturströnd Grænlands. Með í för verða sirkuslistamenn og skákkennari. Dagana 14. og 15. september verður afmælishátíð Hróksins haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur. Heiðursgestur mótsins er stórmeistarinn Regina Pokorna, sem tefldi með sigursælum sveitum Hróksins á sínum tíma. Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar, flytur setningarávarp mótsins og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra leikur fyrsta leikinn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira