Dularfulla minkagildruhvarfið Jakob Bjarnar skrifar 12. september 2018 09:00 Minkagildrurnar sem um ræðir eru meðal annars af þessari tegund. Þær eru faldar, vel festar og ljóst að það þarf að hafa talsvert fyrir því að stela þeim. Níu minkagildrum hefur verið stolið úr Skorradalnum að undanförnu. K. Hulda Guðmundsdóttir og hennar fólk sem búsett eru að Fitjum skilja ekkert hvernig í ósköpunum þetta má vera og klóra sér í kollinum.Ljóst að þarna fer einhver sem þekkir til „Kunningi okkar hefur um nokkurra missera skeið verið með minkagildrur á vel völdum stöðum hér á Fitjum, enda veitir ekki af að reyna að fækka varginum sem veður uppi. Ítrekað hafa gildrurnar horfið og hleypur tjónið á tugum þúsunda. Greinilegt er að þetta gerist af mannavöldum og höfum við brugðið á það ráð að setja upp eftirlitsmyndavélar. Það er frekar ömurlegt að þurfa að verjast með þessu móti.“ Hulda segir málið óupplýst en telur fyrirliggjandi að þarna fari um kunnáttumaður því það þarf að þekkja vel til ef menn vilja finna gildrurnar sem eru á sérvöldum stöðum, vandfundnar og vel festar. „Við getum ekki sett neitt slíkt fram,“ segir Hulda spurð hvort einhver liggi undir grun. Þetta er hið dularfyllsta og furðulegasta mál. Hún segir að ekkert liggi fyrir um hvað rekur menn til að stela gildrunum, hvort þarna geti verið dýravinir á ferð?< Hugsanlega á gráu svæði gagnvart persónuverndarlögum „Það eru til allskonar náttúruvinir. Gaman væri ef þjófurinn gæfi sig fram og þá sem slíkur. Minkurinn á sér engan óvin í náttúrunni og mannskepnan er að reyna að vinna á honum. Minkurinn vinnur ofboðslegt tjón í fuglavarpi hjá okkur,“ segir Hulda og er þá að tala um mófugla. Hún segir að ekki sé gaman að koma að þar sem minkurinn hefur látið til sín taka. Og vert sé að reyna að halda þessum vargi í skefjum. Hulda telur að hugsanlega séu þau á gráu svæði gagnvart persónuverndarlögum með því að koma fyrir myndavélum, en einhver ráð verði fólk að hafa til að verja eigur sínar. Dýr Umhverfismál Stangveiði Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Níu minkagildrum hefur verið stolið úr Skorradalnum að undanförnu. K. Hulda Guðmundsdóttir og hennar fólk sem búsett eru að Fitjum skilja ekkert hvernig í ósköpunum þetta má vera og klóra sér í kollinum.Ljóst að þarna fer einhver sem þekkir til „Kunningi okkar hefur um nokkurra missera skeið verið með minkagildrur á vel völdum stöðum hér á Fitjum, enda veitir ekki af að reyna að fækka varginum sem veður uppi. Ítrekað hafa gildrurnar horfið og hleypur tjónið á tugum þúsunda. Greinilegt er að þetta gerist af mannavöldum og höfum við brugðið á það ráð að setja upp eftirlitsmyndavélar. Það er frekar ömurlegt að þurfa að verjast með þessu móti.“ Hulda segir málið óupplýst en telur fyrirliggjandi að þarna fari um kunnáttumaður því það þarf að þekkja vel til ef menn vilja finna gildrurnar sem eru á sérvöldum stöðum, vandfundnar og vel festar. „Við getum ekki sett neitt slíkt fram,“ segir Hulda spurð hvort einhver liggi undir grun. Þetta er hið dularfyllsta og furðulegasta mál. Hún segir að ekkert liggi fyrir um hvað rekur menn til að stela gildrunum, hvort þarna geti verið dýravinir á ferð?< Hugsanlega á gráu svæði gagnvart persónuverndarlögum „Það eru til allskonar náttúruvinir. Gaman væri ef þjófurinn gæfi sig fram og þá sem slíkur. Minkurinn á sér engan óvin í náttúrunni og mannskepnan er að reyna að vinna á honum. Minkurinn vinnur ofboðslegt tjón í fuglavarpi hjá okkur,“ segir Hulda og er þá að tala um mófugla. Hún segir að ekki sé gaman að koma að þar sem minkurinn hefur látið til sín taka. Og vert sé að reyna að halda þessum vargi í skefjum. Hulda telur að hugsanlega séu þau á gráu svæði gagnvart persónuverndarlögum með því að koma fyrir myndavélum, en einhver ráð verði fólk að hafa til að verja eigur sínar.
Dýr Umhverfismál Stangveiði Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira