Bjarni sagði að áfram yrði svigrúm til útgjaldavaxtar með því að losa um eignir ríkisins í fjármálafyrirtækjum Birgir Olgeirsson skrifar 11. september 2018 10:00 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði stöðu ríkissjóðs vera traustari en verið hefur undanfarin ár og því megi þakka auknum tekjum samhliða miklu hagvaxtarskeiði, aðhalds í ríkisrekstri og verulegrar niðurgreiðslu skulda með ráðstöfun stöðugleikaframlaga og annarra óreglulegra tekna. Þegar Bjarni kynnti fjárlög ríkisins fyrir árið 2019 í morgun nefndi hann búið hefði verið í haginn með því að vera ekki með útgjöld hærri en landsframleiðslu og þetta hafi gert ríkissjóði kleift að ráðast í mikla innviðauppbyggingu og auka framlög í ýmsa málaflokka og eru í ár aðgerðir boðaðar til lækkunar á sköttum fyrir atvinnulíf og bótakerfi einstaklinga. Bjarni sagði að ekki sé hægt að viðhalda jafn miklum útgjaldavexti á næstu árum enda geri spár ráð fyrir að hagvöxtur muni réna og þar með vöxtur tekjustofna. Í auknum mæli þurfi að mynda svigrúm til nýrra útgjalda eða frekari ráðstafana á tekjuhlið á komandi árum í hefðbundnum rekstri ríkissjóðs og að endurmeta þurfi reglulega útgjöld. Sagði Bjarni að kanna yrði hvort að þau útgjöld sem ráðist hefur verið í séu að skila þeim árangri sem ætlast var til. „Þetta breytir þó því ekki, eins og við ræddum fyrir síðustu kosningar áfram svigrúm, ef menn grípa til tiltekinna ráðstafana, eins og til dæmis með sölu eigna ríkisins,“ sagði Bjarni. Nefndi hann í því samhengi að ekkert land í Evrópu sé með jafn mikið fé bundið í fjármálafyrirtækjum eins og íslenska ríkið. Sagði Bjarni að ef menn kysu að losa um þann eignarhlut, líkt og rætt er um í stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, þegar réttar aðstæður skapast, þá sé verið að tala um verulega háar fjárhæðir í öllu samhengi ríkisfjármála. Sagði Bjarni að gert sé ráð fyrir því í langtímaáætlunum að hægt verði að ráðstafa hluta slíks söluandvirðis til uppgreiðslu skulda og þannig lækka vaxtabyrði. Fjárlagafrumvarp 2019 Tengdar fréttir Persónuafsláttur hækkar um 2.000 krónur á mánuði Í fjárlögum ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að persónuafsláttur muni hækka um eitt prósent umfram lögbundna 12 mánaða hækkun vísitölu neysluverðs á árinu 2019. 11. september 2018 09:23 Fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp fyrir árið 2019 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mun í dag kynna frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2019. Blaðamannafundurinn hefst klukkan 8:30. 11. september 2018 07:30 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði stöðu ríkissjóðs vera traustari en verið hefur undanfarin ár og því megi þakka auknum tekjum samhliða miklu hagvaxtarskeiði, aðhalds í ríkisrekstri og verulegrar niðurgreiðslu skulda með ráðstöfun stöðugleikaframlaga og annarra óreglulegra tekna. Þegar Bjarni kynnti fjárlög ríkisins fyrir árið 2019 í morgun nefndi hann búið hefði verið í haginn með því að vera ekki með útgjöld hærri en landsframleiðslu og þetta hafi gert ríkissjóði kleift að ráðast í mikla innviðauppbyggingu og auka framlög í ýmsa málaflokka og eru í ár aðgerðir boðaðar til lækkunar á sköttum fyrir atvinnulíf og bótakerfi einstaklinga. Bjarni sagði að ekki sé hægt að viðhalda jafn miklum útgjaldavexti á næstu árum enda geri spár ráð fyrir að hagvöxtur muni réna og þar með vöxtur tekjustofna. Í auknum mæli þurfi að mynda svigrúm til nýrra útgjalda eða frekari ráðstafana á tekjuhlið á komandi árum í hefðbundnum rekstri ríkissjóðs og að endurmeta þurfi reglulega útgjöld. Sagði Bjarni að kanna yrði hvort að þau útgjöld sem ráðist hefur verið í séu að skila þeim árangri sem ætlast var til. „Þetta breytir þó því ekki, eins og við ræddum fyrir síðustu kosningar áfram svigrúm, ef menn grípa til tiltekinna ráðstafana, eins og til dæmis með sölu eigna ríkisins,“ sagði Bjarni. Nefndi hann í því samhengi að ekkert land í Evrópu sé með jafn mikið fé bundið í fjármálafyrirtækjum eins og íslenska ríkið. Sagði Bjarni að ef menn kysu að losa um þann eignarhlut, líkt og rætt er um í stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, þegar réttar aðstæður skapast, þá sé verið að tala um verulega háar fjárhæðir í öllu samhengi ríkisfjármála. Sagði Bjarni að gert sé ráð fyrir því í langtímaáætlunum að hægt verði að ráðstafa hluta slíks söluandvirðis til uppgreiðslu skulda og þannig lækka vaxtabyrði.
Fjárlagafrumvarp 2019 Tengdar fréttir Persónuafsláttur hækkar um 2.000 krónur á mánuði Í fjárlögum ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að persónuafsláttur muni hækka um eitt prósent umfram lögbundna 12 mánaða hækkun vísitölu neysluverðs á árinu 2019. 11. september 2018 09:23 Fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp fyrir árið 2019 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mun í dag kynna frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2019. Blaðamannafundurinn hefst klukkan 8:30. 11. september 2018 07:30 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Sjá meira
Persónuafsláttur hækkar um 2.000 krónur á mánuði Í fjárlögum ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að persónuafsláttur muni hækka um eitt prósent umfram lögbundna 12 mánaða hækkun vísitölu neysluverðs á árinu 2019. 11. september 2018 09:23
Fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp fyrir árið 2019 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mun í dag kynna frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2019. Blaðamannafundurinn hefst klukkan 8:30. 11. september 2018 07:30