Spánverjarnir hringdu auðvitað í Saul Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2018 15:30 Saul Niguez. Vísir/Getty Margir Spánverjar höfðu örugglega miklar áhyggjur af miðju spænska landsliðsins eftir að landsliðsskór Andres Iniesta og David Silva fóru upp á hillu í sumar. En ekki lengur. Ný stjarna fæddist í fyrstu landsleikjunum eftir þessi kynslóðarskipti en þar er á ferðinni miðjumaður sem helsti sérfræðingur um spænska boltann, Guillem Balague, segir að muni verða næsta stórstjarna spænska fótboltans. BBC segir frá. Heimsmeistarakeppnin í Rússlandi í sumar var mjög vandræðaleg fyrir spænska landsliðið, þar sem þjálfarinn var rekinn tveimur dögum fyrir fyrsta leik og liðið datt síðan út strax í sextán liða úrslitum. Eftir HM tók Luis Enrique við þjálfun liðsins og Spánverjar unnu Englendinga á Wembley (2-1) og 6-0 stórsigur á silfurliði Króata í fyrstu tveimur leikjunum undir hans stjórn. Guillem Balague ræddi stöðuna á spænska landsliðinu í hlaðvarpi BBC Radio 5 live. Hann var mjög hrifinn af nýja manninum á miðju Spánverja sem er hinn 23 ára gamli Saul Niguez. Saul Niguez and Luis Enrique's impact on Spain's new era - BBC Sport https://t.co/6tkhRw3Fpj — Spain report (@Spainreport) September 13, 2018 Saul Niguez hefur leikið með aðalliði Atlético Madrid undanfarin fjögur tímabil en var aðeins búinn að spila 10 landsleiki fyrir leikina á móti Englandi og Króatíu. Saul Niguez skoraði í þeim báðum, jafnaði fyrst metin í 2-1 sigri á Englandi og skoraði síðan fyrsta markið í stórsigrinum á Króötum. Þetta voru hans fyrstu landsliðsmörk. Balague er á því að Saul Niguez geti orðið besti miðjumaður Evrópu. „Saul er með allt til þess að spila í þessu agressíva kerfi sem Dirego Simone er með hjá Atletico en hann er líka með hæfileikana fyrir Barcelona kerfið þar sem hann er með mjög góðar sendinga líka,“ sagði Guillem Balague. „Við höfum aldrei átt svona miðjumann. Loksins er fólk búið að átti sig á því hversu hæfileikaríkur hann er,“ sagði Guillem Balague. „Þegar hann var 18 ára gamall var Everton boðið hann en þeir sögðu nei. Þegar hann var 20 ára gamall þá gat Manchester United líka fengið hann en þeir sögðu líka nei takk. Ég held að á næstu árum verðum við að tala um hann sem einn af þeim bestu ef ekki besta miðjumann Evrópu,“ sagði Guillem Balague. Barcelona are preparing an eye-watering bid for Spanish sensation Saul Niguez. But any club wanting to buy him must pay Atletico his ridiculously expensive release clause - it's almost a quarter of a billion Australian dollars! RUMOUR MILL: https://t.co/kML3QlCPtz pic.twitter.com/4ewvItlzQ7 — FOX Sports Football (@FOXFOOTBALL) September 14, 2018 „Hann getur spilað leikstíl Simeone án bolta og er fljótur að setja pressu á liðin. Hann er líka góður í leikstíl Barcelona ef hann þyrfti að spila þar enda öflugur í snöggum nákvæmum sendingum. Hann hefur líka hæfileikana til að koma með flott hlaup inn á teiginn eins og hann sýndi í markinu sínu á móti Króatíu. Við erum þarna með allt í einum leikmanni,“ sagði Balague. Allt gott tekur enda eins og Andres Iniesta hjá spænska landsliðinu og Walter White í Breaking Bad. Þá er alltaf best að hringja í Saul. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Sjá meira
Margir Spánverjar höfðu örugglega miklar áhyggjur af miðju spænska landsliðsins eftir að landsliðsskór Andres Iniesta og David Silva fóru upp á hillu í sumar. En ekki lengur. Ný stjarna fæddist í fyrstu landsleikjunum eftir þessi kynslóðarskipti en þar er á ferðinni miðjumaður sem helsti sérfræðingur um spænska boltann, Guillem Balague, segir að muni verða næsta stórstjarna spænska fótboltans. BBC segir frá. Heimsmeistarakeppnin í Rússlandi í sumar var mjög vandræðaleg fyrir spænska landsliðið, þar sem þjálfarinn var rekinn tveimur dögum fyrir fyrsta leik og liðið datt síðan út strax í sextán liða úrslitum. Eftir HM tók Luis Enrique við þjálfun liðsins og Spánverjar unnu Englendinga á Wembley (2-1) og 6-0 stórsigur á silfurliði Króata í fyrstu tveimur leikjunum undir hans stjórn. Guillem Balague ræddi stöðuna á spænska landsliðinu í hlaðvarpi BBC Radio 5 live. Hann var mjög hrifinn af nýja manninum á miðju Spánverja sem er hinn 23 ára gamli Saul Niguez. Saul Niguez and Luis Enrique's impact on Spain's new era - BBC Sport https://t.co/6tkhRw3Fpj — Spain report (@Spainreport) September 13, 2018 Saul Niguez hefur leikið með aðalliði Atlético Madrid undanfarin fjögur tímabil en var aðeins búinn að spila 10 landsleiki fyrir leikina á móti Englandi og Króatíu. Saul Niguez skoraði í þeim báðum, jafnaði fyrst metin í 2-1 sigri á Englandi og skoraði síðan fyrsta markið í stórsigrinum á Króötum. Þetta voru hans fyrstu landsliðsmörk. Balague er á því að Saul Niguez geti orðið besti miðjumaður Evrópu. „Saul er með allt til þess að spila í þessu agressíva kerfi sem Dirego Simone er með hjá Atletico en hann er líka með hæfileikana fyrir Barcelona kerfið þar sem hann er með mjög góðar sendinga líka,“ sagði Guillem Balague. „Við höfum aldrei átt svona miðjumann. Loksins er fólk búið að átti sig á því hversu hæfileikaríkur hann er,“ sagði Guillem Balague. „Þegar hann var 18 ára gamall var Everton boðið hann en þeir sögðu nei. Þegar hann var 20 ára gamall þá gat Manchester United líka fengið hann en þeir sögðu líka nei takk. Ég held að á næstu árum verðum við að tala um hann sem einn af þeim bestu ef ekki besta miðjumann Evrópu,“ sagði Guillem Balague. Barcelona are preparing an eye-watering bid for Spanish sensation Saul Niguez. But any club wanting to buy him must pay Atletico his ridiculously expensive release clause - it's almost a quarter of a billion Australian dollars! RUMOUR MILL: https://t.co/kML3QlCPtz pic.twitter.com/4ewvItlzQ7 — FOX Sports Football (@FOXFOOTBALL) September 14, 2018 „Hann getur spilað leikstíl Simeone án bolta og er fljótur að setja pressu á liðin. Hann er líka góður í leikstíl Barcelona ef hann þyrfti að spila þar enda öflugur í snöggum nákvæmum sendingum. Hann hefur líka hæfileikana til að koma með flott hlaup inn á teiginn eins og hann sýndi í markinu sínu á móti Króatíu. Við erum þarna með allt í einum leikmanni,“ sagði Balague. Allt gott tekur enda eins og Andres Iniesta hjá spænska landsliðinu og Walter White í Breaking Bad. Þá er alltaf best að hringja í Saul.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Sjá meira