Innlent

Bera fullt traust til forstjóra Orkuveitunnar

Höskuldur Kári Schram skrifar
Boðað var tilaukafundar hjá stjórn Orkuveitu Reykjavíkur í dag.
Boðað var tilaukafundar hjá stjórn Orkuveitu Reykjavíkur í dag. Vísir
Brynhildur Davíðsdóttir stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur segir að hegðun fyrrverandi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar í garð þáverandi samstarfsmanna hafi ekki verið boðleg og því hafi það verið rétt ákvörðun að segja honum upp. Boðað var til aukafundar hjá stjórn Orkuveitunnar í dag vegna málsins en Brynhildur segir að stjórnin beri fullt traust til forstjóra OR.

Bjarna Má Júlíussyni framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur var sagt upp störfum á miðvikudag en ástæðan er sögð vera óviðeigandi hegðun og framkoma í garð kvenkyns starfsmanna. Bjarni hefur þegar látið af störfum.

Boðað var tilaukafundar hjá stjórn Orkuveitu Reykjavíkur í dag vegna málsins en Brynhildur Davíðsdóttir stjórnarformaður OR segist líta málið alvarlegum augum.

„Stjórn Orku náttúrunnar virðist hafa brugðist hratt við. Auðvitað var málið alvarlegt en við teljum að þau hafi brugðist við á viðeigandi hátt,“ segir Brynhildur.

Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur hefur einnig verið gagnrýndur í málinu en Brynhildur segir að hann njóti stuðnings stjórnar OR.

Hún segir að málið sé nú aftur komið á borð stjórnar Orku náttúrunnar sem muni ákveða næstu skref. Hún segir að hegðun fyrrverandi framkvæmdastjóra hafi ekki verið boðleg.

„Það er einfaldlega þannig að svona hegðun er ekki liðin,“ segir Brynhildur. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×