Skúli vill allt að 33 milljarða innan átján mánaða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. september 2018 11:22 Skúli Mogensen er stofnandi og forstjóri Wow Air. Vísir/Getty Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi Wow air, stefnir að því að félagið sæki sér allt að 300 milljónir dollara, um 33 milljarða króna, í hlutafjárútboði innan átján mánaða. Það er fimmfalt hærri upphæð en stefnt er að því að safna með yfirstandandi skuldabréfaútboði félagsins.Þetta kemur fram í frétt Financial Times þar sem segir að Skúli telji sig geta fengið 200 til 300 milljónir dollara, 21 til 33 milljarða króna, með því að selja minna en helming hlutafjár í félaginu. Þá kemur einnig fram að Skúli gefi ekki upp heildarvirði félagsins.Ítarlega hefur verið fjallað um fjárhagserfiðleika Wow Air að undanförnu en félagið er á lokametrunum að sækja sér fjármagn með skuldabréfaútboði. Fyrir helgi var tilkynnt að lágmarksstærð þess hefði verið náð, 50 milljónir evra eða því sem nemur 6,5 milljörðum króna. Skuldabréfafjármögnun WOW air er hugsuð sem brúarfjármögnun fram að áformuðu hlutafjárútboði. Í frétt Financial Times viðurkennir Skúli að félaginu hafi ekki tekist nægjanlega vel að að halda niðri eldsneytiskostnaði en greint var frá því í síðasta mánuði að olíukostnaður væri fjórðungur af tekjum WOW Air á síðasta ári. Þá hefur félagið ekki varið sig fyrir sveiflum í olíuverði, líkt og til dæmis Icelandair. Það sé nú hins vegar til endurskoðunar. „Eldsneytið hefur klárlega unnið gegn okkur, við erum ekki varin en við erum að endurskoða þá stefnu,“ segir Skúli. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skúli Mogensen: „Ég hef fulla trú á að við klárum þetta“ Segist hafa unnið dag og nótt að skuldabréfaútboði WOW Air. 13. september 2018 14:43 Segir fregnir af skuldabréfaútboði WOW jákvæðar Þar á meðal er mikil samkeppni í flugi yfir Atlantshafið, hátt olíuverð og sterk króna. 14. september 2018 16:10 WOW nær 50 milljóna evra markinu Þetta kemur fram í tilkynningu frá WOW Air vegna skuldafjárútboðs flugfélagsins. 14. september 2018 15:30 Mest lesið Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljón fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Viðskipti innlent Aukning í ferðalögum til landsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Sjá meira
Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi Wow air, stefnir að því að félagið sæki sér allt að 300 milljónir dollara, um 33 milljarða króna, í hlutafjárútboði innan átján mánaða. Það er fimmfalt hærri upphæð en stefnt er að því að safna með yfirstandandi skuldabréfaútboði félagsins.Þetta kemur fram í frétt Financial Times þar sem segir að Skúli telji sig geta fengið 200 til 300 milljónir dollara, 21 til 33 milljarða króna, með því að selja minna en helming hlutafjár í félaginu. Þá kemur einnig fram að Skúli gefi ekki upp heildarvirði félagsins.Ítarlega hefur verið fjallað um fjárhagserfiðleika Wow Air að undanförnu en félagið er á lokametrunum að sækja sér fjármagn með skuldabréfaútboði. Fyrir helgi var tilkynnt að lágmarksstærð þess hefði verið náð, 50 milljónir evra eða því sem nemur 6,5 milljörðum króna. Skuldabréfafjármögnun WOW air er hugsuð sem brúarfjármögnun fram að áformuðu hlutafjárútboði. Í frétt Financial Times viðurkennir Skúli að félaginu hafi ekki tekist nægjanlega vel að að halda niðri eldsneytiskostnaði en greint var frá því í síðasta mánuði að olíukostnaður væri fjórðungur af tekjum WOW Air á síðasta ári. Þá hefur félagið ekki varið sig fyrir sveiflum í olíuverði, líkt og til dæmis Icelandair. Það sé nú hins vegar til endurskoðunar. „Eldsneytið hefur klárlega unnið gegn okkur, við erum ekki varin en við erum að endurskoða þá stefnu,“ segir Skúli.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skúli Mogensen: „Ég hef fulla trú á að við klárum þetta“ Segist hafa unnið dag og nótt að skuldabréfaútboði WOW Air. 13. september 2018 14:43 Segir fregnir af skuldabréfaútboði WOW jákvæðar Þar á meðal er mikil samkeppni í flugi yfir Atlantshafið, hátt olíuverð og sterk króna. 14. september 2018 16:10 WOW nær 50 milljóna evra markinu Þetta kemur fram í tilkynningu frá WOW Air vegna skuldafjárútboðs flugfélagsins. 14. september 2018 15:30 Mest lesið Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljón fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Viðskipti innlent Aukning í ferðalögum til landsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Sjá meira
Skúli Mogensen: „Ég hef fulla trú á að við klárum þetta“ Segist hafa unnið dag og nótt að skuldabréfaútboði WOW Air. 13. september 2018 14:43
Segir fregnir af skuldabréfaútboði WOW jákvæðar Þar á meðal er mikil samkeppni í flugi yfir Atlantshafið, hátt olíuverð og sterk króna. 14. september 2018 16:10
WOW nær 50 milljóna evra markinu Þetta kemur fram í tilkynningu frá WOW Air vegna skuldafjárútboðs flugfélagsins. 14. september 2018 15:30