Íhuga að byggja Trump-virki í Póllandi Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2018 15:49 Andrzej Duda og Donald Trump í Hvíta húsinu í gær. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er að velta því fyrir sér af mikilli alvöru að verða við beiðni ríkisstjórnar Póllands um að byggja nýja herstöð þar í landi. Pólverjar hafa um árabil kallað eftir því að bandarískum hermönnum verði fjölgað þar í landi til að sporna við Rússum. Á fundi forsetanna í Washington DC í gær sagði Andrzej Duda, forseti Póllands, að hann vonaðist til þess að ný herstöð Bandaríkjanna í Póllandi yrði nefnt Trump-virki (e. Fort Trump). Trump sjálfur virðist hafa tekið vel í uppástunguna. Hann sagðist taka hugmyndina alvarlega og fagnaði því að ríkisstjórn Póllands væri tilbúið til að leggja mikla fjármuni til byggingar herstöðvarinnar. Pólverjar hafa boðist til þess að verja tveimur milljónum dala til verkefnisins. Þá sagði Trump að honum væri næstum því jafn mikið annt um öryggi Póllands og Duda. þar að auki sagðist Trump sammála Duda um að nágrönnum Rússa stafaði ógn af þeim. „Ég held að Rússar hafi hagað sér með ógnandi hætti. Ég stend með forsetanum. Ég hugsa að það sé rétt,“ sagði Trump, samkvæmt Politico.Politico bendir á að einhverjir af bandamönnum Bandaríkjanna innan Atlantshafsbandalagsins telji nýja herstöð og fleiri hermenn í Póllandi óþarfa og jafnvel verði þar farið fram með offorsi gagnvart Rússum. Þingmenn Bandaríkjanna hafa sömuleiðis margir hverjir verið mótfallnir hugmyndinni og hafa bent á að tveir milljarðar séu dropi í hafið þegar komi að því að reka stöð sem þessa til langs tíma. Sömuleiðis hefur tilgangur slíkrar herstöðvar verið dreginn í efa með tilliti til þróunar hernaðar á undanförnum áratugum. Mark Hertling, fyrrverandi hershöfðingi Bandaríkjanna, sem var yfir herafla ríkisins í Evrópu á árum áður, sagði Pólverja hafa varpað hugmyndinni um nýja herstöð og hermenn fram í hvert sinn sem hann ferðaðist þangað. Hugmyndinni hafi ávalt fylgt leiðir um hvernig Pólverjar gætu komist til móts við Bandaríkin. Hann tísti um málið í dag og sagði nýjustu vendingar af málinu sniðugar af hálfu Pólverja. Það að nefna herstöðina Trump-virki hentað vel fyrir þann eina sem tillagan væri sniðin að. Hann sagði hugmyndina sjálfa þó slæma. Bandaríkin Donald Trump Pólland Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er að velta því fyrir sér af mikilli alvöru að verða við beiðni ríkisstjórnar Póllands um að byggja nýja herstöð þar í landi. Pólverjar hafa um árabil kallað eftir því að bandarískum hermönnum verði fjölgað þar í landi til að sporna við Rússum. Á fundi forsetanna í Washington DC í gær sagði Andrzej Duda, forseti Póllands, að hann vonaðist til þess að ný herstöð Bandaríkjanna í Póllandi yrði nefnt Trump-virki (e. Fort Trump). Trump sjálfur virðist hafa tekið vel í uppástunguna. Hann sagðist taka hugmyndina alvarlega og fagnaði því að ríkisstjórn Póllands væri tilbúið til að leggja mikla fjármuni til byggingar herstöðvarinnar. Pólverjar hafa boðist til þess að verja tveimur milljónum dala til verkefnisins. Þá sagði Trump að honum væri næstum því jafn mikið annt um öryggi Póllands og Duda. þar að auki sagðist Trump sammála Duda um að nágrönnum Rússa stafaði ógn af þeim. „Ég held að Rússar hafi hagað sér með ógnandi hætti. Ég stend með forsetanum. Ég hugsa að það sé rétt,“ sagði Trump, samkvæmt Politico.Politico bendir á að einhverjir af bandamönnum Bandaríkjanna innan Atlantshafsbandalagsins telji nýja herstöð og fleiri hermenn í Póllandi óþarfa og jafnvel verði þar farið fram með offorsi gagnvart Rússum. Þingmenn Bandaríkjanna hafa sömuleiðis margir hverjir verið mótfallnir hugmyndinni og hafa bent á að tveir milljarðar séu dropi í hafið þegar komi að því að reka stöð sem þessa til langs tíma. Sömuleiðis hefur tilgangur slíkrar herstöðvar verið dreginn í efa með tilliti til þróunar hernaðar á undanförnum áratugum. Mark Hertling, fyrrverandi hershöfðingi Bandaríkjanna, sem var yfir herafla ríkisins í Evrópu á árum áður, sagði Pólverja hafa varpað hugmyndinni um nýja herstöð og hermenn fram í hvert sinn sem hann ferðaðist þangað. Hugmyndinni hafi ávalt fylgt leiðir um hvernig Pólverjar gætu komist til móts við Bandaríkin. Hann tísti um málið í dag og sagði nýjustu vendingar af málinu sniðugar af hálfu Pólverja. Það að nefna herstöðina Trump-virki hentað vel fyrir þann eina sem tillagan væri sniðin að. Hann sagði hugmyndina sjálfa þó slæma.
Bandaríkin Donald Trump Pólland Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira