Er stundum ruglað saman við Amish-fólk Sighvatur Arnmundsson skrifar 7. september 2018 07:00 Emilee Matheson og Taylor Sanford gerðu báðar hlé á háskólanámi til að sinna mormónatrúboði í átján mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Við erum mjög spenntar fyrir dvöl okkar hér á Íslandi,“ segja þær Emilee Matheson og Taylor Sanford sem munu dvelja hér á landi næstu þrjá mánuðina við mormónatrúboð. Þær eru báðar tvítugar að aldri og koma frá Utah-ríki í Bandaríkjunum. „Við vissum það bara fyrir um mánuði að við værum að koma til Íslands. Ég var svo spennt að ég þurfti að setjast niður þegar ég fékk fréttirnar,“ segir Emilee. Um tvö hundruð manns eru í söfnuðinum á Íslandi og eru að jafnaði átta trúboðar að störfum í einu. Þær Emilee og Taylor eru fyrstu kvenkyns trúboðarnir sem koma til starfa hérlendis. „Við erum byrjaðar að læra íslensku en það gengur mjög hægt. Vonandi náum við því að geta haldið uppi einföldum samræðum áður en við förum héðan. Við viljum læra eins mikið og við getum en þetta er erfitt tungumál,“ segir Emilee. Á heimsvísu eru starfandi 75 þúsund trúboðar og er hver þeirra við störf í átján mánuði en allt eru þetta sjálfboðaliðar. Emilee og Taylor voru sendar til Danmerkur þar sem þær dvöldu í fimmtán mánuði áður en ákveðið var að senda þær til Íslands til að verja síðustu þremur mánuðunum. Þær segja viðtökurnar við boðskapnum misjafnar en langflestir séu kurteisir þótt þeir hafi ekki áhuga. Margir séu samt áhugasamir og vilji ræða við þær um guð og trúna. Það komi þó reglulega fyrir að fólk haldi að þær séu Amish-fólk en flestir séu ágætlega upplýstir. Taylor segir að fólk sé forvitið um það hvers vegna þær séu komnar alla þessa leið til að boða trú sína fyrir ókunnugu fólki. „Fólki finnst þetta skrýtin tilhugsun, að ungt fólk sé að gera þetta. Við erum að þessu því þetta veitir okkur hamingju og við viljum að aðrir séu líka hamingjusamir.“ Þær segja að það sé engin pressa á trúboðunum að ná að snúa fólki til mormónatrúar. „Það skiptir ekki máli hversu mörgum við náum til okkar. Þegar við vorum í Danmörku fórum við út og hittum fólk á hverjum einasta degi. Ég hitti bara eina manneskju sem ákvað að láta skíra sig til mormónatrúar. Það var frábært að upplifa það,“ segir Emilee. Báðar koma þær úr fjölskyldum trúboða. Pabbi Emilee var trúboði í Póllandi og mamma hennar í Texas. Þá á hún tvær systur sem voru trúboðar í Argentínu og á Fídjíeyjum. Pabbi Taylor var trúboði í Japan og systir hennar í Síle. Þegar þær fara aftur heim til Utah er stefnan að halda áfram háskólanámi sem þær gerðu hlé á. Emilee stundaði nám í alþjóðastjórnmálum en Taylor stefnir á að verða kennari. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira
„Við erum mjög spenntar fyrir dvöl okkar hér á Íslandi,“ segja þær Emilee Matheson og Taylor Sanford sem munu dvelja hér á landi næstu þrjá mánuðina við mormónatrúboð. Þær eru báðar tvítugar að aldri og koma frá Utah-ríki í Bandaríkjunum. „Við vissum það bara fyrir um mánuði að við værum að koma til Íslands. Ég var svo spennt að ég þurfti að setjast niður þegar ég fékk fréttirnar,“ segir Emilee. Um tvö hundruð manns eru í söfnuðinum á Íslandi og eru að jafnaði átta trúboðar að störfum í einu. Þær Emilee og Taylor eru fyrstu kvenkyns trúboðarnir sem koma til starfa hérlendis. „Við erum byrjaðar að læra íslensku en það gengur mjög hægt. Vonandi náum við því að geta haldið uppi einföldum samræðum áður en við förum héðan. Við viljum læra eins mikið og við getum en þetta er erfitt tungumál,“ segir Emilee. Á heimsvísu eru starfandi 75 þúsund trúboðar og er hver þeirra við störf í átján mánuði en allt eru þetta sjálfboðaliðar. Emilee og Taylor voru sendar til Danmerkur þar sem þær dvöldu í fimmtán mánuði áður en ákveðið var að senda þær til Íslands til að verja síðustu þremur mánuðunum. Þær segja viðtökurnar við boðskapnum misjafnar en langflestir séu kurteisir þótt þeir hafi ekki áhuga. Margir séu samt áhugasamir og vilji ræða við þær um guð og trúna. Það komi þó reglulega fyrir að fólk haldi að þær séu Amish-fólk en flestir séu ágætlega upplýstir. Taylor segir að fólk sé forvitið um það hvers vegna þær séu komnar alla þessa leið til að boða trú sína fyrir ókunnugu fólki. „Fólki finnst þetta skrýtin tilhugsun, að ungt fólk sé að gera þetta. Við erum að þessu því þetta veitir okkur hamingju og við viljum að aðrir séu líka hamingjusamir.“ Þær segja að það sé engin pressa á trúboðunum að ná að snúa fólki til mormónatrúar. „Það skiptir ekki máli hversu mörgum við náum til okkar. Þegar við vorum í Danmörku fórum við út og hittum fólk á hverjum einasta degi. Ég hitti bara eina manneskju sem ákvað að láta skíra sig til mormónatrúar. Það var frábært að upplifa það,“ segir Emilee. Báðar koma þær úr fjölskyldum trúboða. Pabbi Emilee var trúboði í Póllandi og mamma hennar í Texas. Þá á hún tvær systur sem voru trúboðar í Argentínu og á Fídjíeyjum. Pabbi Taylor var trúboði í Japan og systir hennar í Síle. Þegar þær fara aftur heim til Utah er stefnan að halda áfram háskólanámi sem þær gerðu hlé á. Emilee stundaði nám í alþjóðastjórnmálum en Taylor stefnir á að verða kennari.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira