Eriksen með bæði mörkin í sigri Dana Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 9. september 2018 18:00 Eriksen skoraði tvö mörk í dag vísir/getty Danir unnu nokkuð öruggan sigur á Wales í Þjóðadeild UEFA í Árósum í dag. Christian Eriksen skoraði bæði mörk Dana. Lærisveinar Ryan Giggs völtuðu yfir Írland í fyrsta leik riðils á fimmtudag en sama sóknarboltan var ekki að sjá í leiknum í dag. Wales átti vart skot á markrammann og var sóknarleikur þeirra afar bitlaus. Eftir að hafa náð tímabundnum sáttum við danska knattpsyrnusambandið voru allar helstu stjörnur Danmerkur mættar í byrjunarliðið. Þar á meðal var Tottenham-maðurinn Christian Eriksen. Eriksen skoraði frábært mark á 32. mínútu í stöngina og inn með lúmsku skoti þar sem hann snéri baki í markið. Danir fengu vítaspyrnu á 62. mínútu þegar Ethan Ampadu fékk boltann í hendina innan vítateigs. Líklega ekki viljaverk en ekki hægt að kvarta yfir þeim dómi. Eriksen fór á punktinn og skoraði af öryggi. Bæði lið fengu færi til þess að bæta við en fleiri urðu mörkin ekki. Lokatölur 2-0. Danir og Wales eru því með þrjú stig í riðli 4 í B deildinni, Danir eftir einn leik en Wales tvo. Írar eru á botninum með 0 stig eftir einn leik. Þjóðadeild UEFA
Danir unnu nokkuð öruggan sigur á Wales í Þjóðadeild UEFA í Árósum í dag. Christian Eriksen skoraði bæði mörk Dana. Lærisveinar Ryan Giggs völtuðu yfir Írland í fyrsta leik riðils á fimmtudag en sama sóknarboltan var ekki að sjá í leiknum í dag. Wales átti vart skot á markrammann og var sóknarleikur þeirra afar bitlaus. Eftir að hafa náð tímabundnum sáttum við danska knattpsyrnusambandið voru allar helstu stjörnur Danmerkur mættar í byrjunarliðið. Þar á meðal var Tottenham-maðurinn Christian Eriksen. Eriksen skoraði frábært mark á 32. mínútu í stöngina og inn með lúmsku skoti þar sem hann snéri baki í markið. Danir fengu vítaspyrnu á 62. mínútu þegar Ethan Ampadu fékk boltann í hendina innan vítateigs. Líklega ekki viljaverk en ekki hægt að kvarta yfir þeim dómi. Eriksen fór á punktinn og skoraði af öryggi. Bæði lið fengu færi til þess að bæta við en fleiri urðu mörkin ekki. Lokatölur 2-0. Danir og Wales eru því með þrjú stig í riðli 4 í B deildinni, Danir eftir einn leik en Wales tvo. Írar eru á botninum með 0 stig eftir einn leik.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti