Innlent

Vigdís vill fá opinbera afsökunarbeiðni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi.
Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, fór fram á það á fundi borgarráðs í dag að borgarritari og skrifstofustjóri á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara biðji hana opinberlega afsökunar.

Tillaga þess efnis var lögð fram afVigdísi á fundi borgarráðs í dagen þar fór hún frá hún yrði opinberlega beðin afsökunar á „aðdróttunum og röngum alvarlegum ásökunum sem birtust í fjölmiðlum“ eftir dóm í máli fjármálastjóra Ráðhússins gegn Reykjavíkurborg.

Skrifstofustjórinnsendi forsætisnefnd borgarinnar bréffyrr í mánuðinum þar sem hún óskaði eftir því að nefndin tæki til skoðunar hvort kjörnir fulltrúar Reykjavíkurborgar hafi brotið siðarreglur sem þeim eru settar, auk ákvæða um skyldur þeirra og réttindi, í umræðu um að undirmaður skrifstofustjórans hefði orðið fyrir einelti af hennar hálfu.

Þá sendi Stefán Eiríkssonborgarriti Vigdísi tölvupóstþann 10. ágúst þess efnis að hún hafi brotið trúnað er hún hafi á Facebook fjallað um umræðu sem fór fram á fundi borgarráðs 31. júlí.

Tillaga Vigdísar var sem áður segir lögð fram á fundi borgarráðs í dag en afgreiðslu hennar var frestað.


Tengdar fréttir

Vigdís hyggst leggja fram nýjar upplýsingar í eineltismáli

Vigdís Haukdsóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, boðar nýjar upplýsingar í máli skrifstofustjóra Reykjavíkurborgar, Helgu Bjargar Ragnarsdóttur, sem sökuð er um að hafa lagt undirmann sinn í einelti. Helga svaraði þeim ásökunum í bréfi til forsætisnefndar Reykjavíkurborgar í dag.

Ásakanir ganga á víxl í ráðhúsi

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, birti í gærkvöld tölvuskeyti sem vísað var til í bókun sem hún, ásamt fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins, lagði fram á fundi borgarráðs í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×