Segir Hauk þann besta sem að hann hefur séð á þessum aldri Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. ágúst 2018 09:00 Haukur Þrastarson verður í eldlínunni með Selfossi í vetur. fréttablaðið/ernir Haukur Þrastarson, 17 ára gamall leikmaður Selfoss í Olís-deild karla í handbolta, fór hamförum á Evrópumóti 18 ára og yngri sem lauk í Króatíu í gær. Ungu drengirnir okkar þurftu að sætta sig við silfrið eftir tap gegn Svíþjóð í úrslitaleiknum. Haukur spilaði lykilhlutverk í vörn og sókn en hann varð næst markahæsti maður mótsins með 47 mörk þrátt fyrir að hvíla einn leik og var á endanum útnefndur besti leikmaður mótsins. Selfyssingurinn magnaði vakti mikla athygli og sagði þjálfari Þýskalands fyrir leik liðanna að leikstjórnandinn ungi væri klárlega besti leikmaður mótsins.Haukur Þrastarson var valinn besti leikmaður mótsins.mynd/heimasíða ehfRasmus Boyesen, leikmaður Ribe-Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni, er sammála því og rúmlega það. Boysen er reyndar miklu meira en bara leikmaður því hann heldur úti virkum Twitter-aðgangi þar sem að hann fjallar um handbolta um allan heim, er með heimasíðu þar sem að hann fjallar um helstu félagaskipti í íþróttinni og er reglulegur sérfræðingur í danska sjónvarpinu. Boysen setti úrvalslið mótsins á Twitter í gær og fékk spurningu frá Íslendingi um hvað honum finnst um Hauk Þrastarson og svarið var ansi afgerandi: „Hann er ótrúlegur. Þvílíkt efnilegur. Ég hef aldrei í sögunni séð betri og heilsteyptari leikmann á þessum aldri,“ svaraði Boysen og bætti síðar við að Íslendingar ættu marga efnilega leikmenn.Totally agree. He is amazing. Great potential! I have not seen a better and more complete player at this age ever. — Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) August 19, 2018 Þetta rímar við umfjöllun Seinni bylgjunnar síðasta vetur þar sem að Sebastian Alexandersson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, sagði Hauk besta 16 ára leikmann Íslands frá upphafi. „Ég hef ekki séð betri 16 ára leikmann. Ef við tökum alla þessa súpertalenta sem við höfum átt í gegnum árin og berum þá saman 16 ára gamla. Í meistaraflokki, með þetta stórt hluverk og þetta gott framlag bæði í vörn og sókn. Hann er einstakur,“ sagði Sebastian Alexandersson um Hauk sem varð 17 ára í apríl. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Guðmundur vill að Haukur og Viktor haldi áfram að spila á Íslandi Landsliðsþjálfarinn er verulega spenntur fyrir næstu kynslóð í handboltanum eftir silfrið í gær. 20. ágúst 2018 07:30 Svekktur og sáttur á sama tíma Heimir Ríkharðsson, þjálfari U-18 ára liðs karla í handbolta, sem hlaut silfurverðlaun á Evrópumótinu í gær, segir að leikmenn liðsins séu margir framarlega í sínum aldursflokki. 20. ágúst 2018 06:30 Fimm marka tap gegn Svíum í úrslitaleiknum á EM Íslenska landsliðið í handbolta skipað drengjum átján ára og yngri tapaði 32-27 í úrslitaleik gegn Svíþjóð en EM fór fram í Króatíu. 19. ágúst 2018 17:00 Haukur valinn leikmaður mótsins og Dagur í úrvalsliðinu Haukur Þrastarson var valinn mikilvægasti leikmaður EM U18 ára sem kláraðist í dag en Haukur fór á kostum á mótinu. 19. ágúst 2018 19:15 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Haukur Þrastarson, 17 ára gamall leikmaður Selfoss í Olís-deild karla í handbolta, fór hamförum á Evrópumóti 18 ára og yngri sem lauk í Króatíu í gær. Ungu drengirnir okkar þurftu að sætta sig við silfrið eftir tap gegn Svíþjóð í úrslitaleiknum. Haukur spilaði lykilhlutverk í vörn og sókn en hann varð næst markahæsti maður mótsins með 47 mörk þrátt fyrir að hvíla einn leik og var á endanum útnefndur besti leikmaður mótsins. Selfyssingurinn magnaði vakti mikla athygli og sagði þjálfari Þýskalands fyrir leik liðanna að leikstjórnandinn ungi væri klárlega besti leikmaður mótsins.Haukur Þrastarson var valinn besti leikmaður mótsins.mynd/heimasíða ehfRasmus Boyesen, leikmaður Ribe-Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni, er sammála því og rúmlega það. Boysen er reyndar miklu meira en bara leikmaður því hann heldur úti virkum Twitter-aðgangi þar sem að hann fjallar um handbolta um allan heim, er með heimasíðu þar sem að hann fjallar um helstu félagaskipti í íþróttinni og er reglulegur sérfræðingur í danska sjónvarpinu. Boysen setti úrvalslið mótsins á Twitter í gær og fékk spurningu frá Íslendingi um hvað honum finnst um Hauk Þrastarson og svarið var ansi afgerandi: „Hann er ótrúlegur. Þvílíkt efnilegur. Ég hef aldrei í sögunni séð betri og heilsteyptari leikmann á þessum aldri,“ svaraði Boysen og bætti síðar við að Íslendingar ættu marga efnilega leikmenn.Totally agree. He is amazing. Great potential! I have not seen a better and more complete player at this age ever. — Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) August 19, 2018 Þetta rímar við umfjöllun Seinni bylgjunnar síðasta vetur þar sem að Sebastian Alexandersson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, sagði Hauk besta 16 ára leikmann Íslands frá upphafi. „Ég hef ekki séð betri 16 ára leikmann. Ef við tökum alla þessa súpertalenta sem við höfum átt í gegnum árin og berum þá saman 16 ára gamla. Í meistaraflokki, með þetta stórt hluverk og þetta gott framlag bæði í vörn og sókn. Hann er einstakur,“ sagði Sebastian Alexandersson um Hauk sem varð 17 ára í apríl.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Guðmundur vill að Haukur og Viktor haldi áfram að spila á Íslandi Landsliðsþjálfarinn er verulega spenntur fyrir næstu kynslóð í handboltanum eftir silfrið í gær. 20. ágúst 2018 07:30 Svekktur og sáttur á sama tíma Heimir Ríkharðsson, þjálfari U-18 ára liðs karla í handbolta, sem hlaut silfurverðlaun á Evrópumótinu í gær, segir að leikmenn liðsins séu margir framarlega í sínum aldursflokki. 20. ágúst 2018 06:30 Fimm marka tap gegn Svíum í úrslitaleiknum á EM Íslenska landsliðið í handbolta skipað drengjum átján ára og yngri tapaði 32-27 í úrslitaleik gegn Svíþjóð en EM fór fram í Króatíu. 19. ágúst 2018 17:00 Haukur valinn leikmaður mótsins og Dagur í úrvalsliðinu Haukur Þrastarson var valinn mikilvægasti leikmaður EM U18 ára sem kláraðist í dag en Haukur fór á kostum á mótinu. 19. ágúst 2018 19:15 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Guðmundur vill að Haukur og Viktor haldi áfram að spila á Íslandi Landsliðsþjálfarinn er verulega spenntur fyrir næstu kynslóð í handboltanum eftir silfrið í gær. 20. ágúst 2018 07:30
Svekktur og sáttur á sama tíma Heimir Ríkharðsson, þjálfari U-18 ára liðs karla í handbolta, sem hlaut silfurverðlaun á Evrópumótinu í gær, segir að leikmenn liðsins séu margir framarlega í sínum aldursflokki. 20. ágúst 2018 06:30
Fimm marka tap gegn Svíum í úrslitaleiknum á EM Íslenska landsliðið í handbolta skipað drengjum átján ára og yngri tapaði 32-27 í úrslitaleik gegn Svíþjóð en EM fór fram í Króatíu. 19. ágúst 2018 17:00
Haukur valinn leikmaður mótsins og Dagur í úrvalsliðinu Haukur Þrastarson var valinn mikilvægasti leikmaður EM U18 ára sem kláraðist í dag en Haukur fór á kostum á mótinu. 19. ágúst 2018 19:15
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti