Erlent

Tala látinna hækkuð úr 64 í 2.975

Samúel Karl Ólason skrifar
Samkvæmt rannsakendum komu fátækir og aldraðir sérstaklega illa úti vegna Maríu.
Samkvæmt rannsakendum komu fátækir og aldraðir sérstaklega illa úti vegna Maríu. Vísir/AP
Ríkisstjóri Púertó Ríkó hefur hækkað opinbera tölu látinna vegna fellibylsins María sem fór þar yfir fyrir rúmu hálfu ári úr 64 í 2.975. Það var gert í kjölfar óháðrar rannsóknar sem leiddi í ljós að yfirvöld höfðu vanmetið fjölda látinna gífurlega. Ríkisstjórinn, Ricardo Rossello, segiri ljóst að mistök hafi verið gerð og að hægt hefði verið að halda öðruvísi á spöðunum.

Hann hefur sett á laggirnar rannsóknarnefnd sem kanna á opinber viðbrögð við fellibylnum og hvernig bregðast eigi við öðrum fellibyljum.

Enn eru minnst 60 þúsund heimili án almennilegra þaka og rafkerfi eyjunnar er óstöðugt.

Vísindamenn við Miklen stofnunina hjá George Washington háskólanum framkvæmdu áðurnefnda rannsókn, að beiðni yfirvalda Púertó Ríkó, og segja ljóst að margir hafi dáið í kjölfar fellibylsins og tengjast dauðsföllin Maríu ekki með beinum hætti. Þá hafi opinberar tölur hingað til verið of lágar vegna vanþjálfunar heilbrigðisstarfsmanna í að flokka andlát eftir hamfarir. Þar að auki eru ekki til neinar opinberar starfsreglur varðandi skráningu dauðsfalla vegna hamfara.

Hið opinbera hafði áætlað að 1.427 hefðu dáið vegna fellibylsins en opinber tala látinna hafði ekki verið hækkuð, samkvæmt AP fréttaveitunni. Nýjustu tölurnar gætu hækkað eða lækkað á komandi mánuðum, þar sem að um mat er að ræða. Rannsakendur eru í raun ekki með lista yfir látinna. Þessar niðurstöður eru einungis fyrsti hluti rannsóknarinnar.



Ríkisstjórn Donald Trump hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir viðbrögð sín við Maríu. Ein kona sem AP ræddi við sagðist enn vera reið yfir því hve illa undirbúin yfirvöld eyjunnar voru og að 76 ára gömul móðir sín hefði dáið þar sem engir súrefniskútar hefðu verið til á eyjunni eftir fellibylinn.

 


Tengdar fréttir

Yfir 1.400 sögð hafa látist í Púertó Ríkó

Ríkisstjórn Púertó Ríkó birti í gær skýrslu þar sem fram kom að 1.427 hafi farist vegna fellibylsins Maríu sem reið yfir eyjuna þann 20. september síðastliðinn. Sú tala er margfalt hærri en talan sem ríkisstjórnin gaf fyrst upp, 64.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×