Erlent

Tala látinna á Spáni hækkar

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Bílahrúga eftir flóðin í Sedaví hverfinu í Valencia á Spáni.
Bílahrúga eftir flóðin í Sedaví hverfinu í Valencia á Spáni. Getty/David Ramos

Hundrað og fjörutíu hið minnsta eru látnir vegna hamfaraflóðanna í austurhluta Spánar. Spænska dagblaðið El País hefur eftir yfirvöldum að flestir hinna látnu hafi fundist í Valencia, eða fleiri en hundrað, en dauðsföll hafa líka orðið í Kastilíu La mancha og Andalúsíu. Óttast er að tala látinna haldi áfram að hækka en fjölmargra er enn saknað.

Mikill fjöldi viðbragðsaðila frá lögreglu, her og björgunarsveitum munu halda áfram að leita að fólki. Þetta eru einar verstu náttúruhamfarir sem Spánverjar hafa gengið í gegnum í áratugi.

María José Catalá, borgarstjóri Valencia, segir að í morgun hafi níu fundist í hverfinu La Torre en átta þeirra fundust í einum bílskúr þar sem þau höfðu leitað skjóls.

Fjöldi er enn án rafmagns og margir vegir enn lokaðir vegna hamfaranna. Þar eru þúsundir bíla fastir. Lestarsamgöngur í Valencia hafa víða verið stöðvaðar og er ekki gert ráð fyrir að þær komist í samt lag fyrr en eftir tvær vikur. Forsætisráðherra Spánar, Pedró Sanchez hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg.


Tengdar fréttir

Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna

Halda á leit áfram í Valencia á Spáni þar sem hamfaraflóð hófust í fyrradag. Alls eru 95 látin en líklegt er að sú tala eigi eftir að hækka þegar líður á daginn. Mikill fjöldi viðbragðsaðila frá lögreglu, her og björgunarsveitum mun í dag leita að fólki. Tugir eru enn týnd. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×