Segir gjaldahækkanirnar í þjóðgörðunum til að tryggja jafnræði Sighvatur Arnmundsson skrifar 3. ágúst 2018 05:15 Gríðarlegur fjöldi ferðamanna heimsækir Vatnajökulsþjóðgarð á hverju ári. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Gjaldskrá Vatnajökulsþjóðgarðs er endurskoðuð með reglubundnum hætti og núna haldast flestir liðir óbreyttir milli ára. Gjaldskráin er í mörgum liðum og í sumum tilvikum er hún jafnvel að lækka,“ segir Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri þjóðgarðsins. Í aðsendri grein í Fréttablaðinu í fyrradag gagnrýndi Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, stjórnsýslu þjóðgarðanna harðlega. Sagði hún fyrirvaralausar gjaldahækkanir óskiljanlegar og virðingarleysi við ferðaþjónustuaðila. Þá gagnrýndi hún stjórnir þjóðgarða fyrir samráðsleysi. Magnús segir að hækkanir á svæðisgjöldum fyrir hópbíla sem Bjarnheiður geri að umtalsefni vera gerðar til að tryggja jafnræði gesta. „Við viljum tryggja jafnræði við þá sem eru á fólksbílum svo þeir séu ekki að borga margfalt hærra gjald á mann. Þessar hækkanir eru ekki miklar í krónutölum og því má ekki einblína á einhverja eina prósentuhækkun og alhæfa út frá henni.“ Að sögn Magnúsar er stóra málið hins vegar það gríðarlega álag sem sé á þjóðgarðinum. „Við erum að reyna að ná tökum á því. Það kemur um það bil ein milljón gesta í Skaftafell á ári og örlítið færri í Jökulsárlón en þeim fer fjölgandi. Við þurfum að tryggja að náttúran verði ekki fyrir skaða og um leið að upplifun gesta sé sem best.“ Varðandi skort á samvinnu segir Magnús að fulltrúar þjóðgarðsins séu ávallt reiðubúnir til samtals og samvinnu. „Við eigum í góðu samstarfi við marga ferðaþjónustuaðila. Gjaldtaka er pólitískt og viðkvæmt viðfangsefni. Við erum hins vegar neydd til gjaldtöku til að geta veitt þá þjónustu sem gestir gera kröfur um.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
„Gjaldskrá Vatnajökulsþjóðgarðs er endurskoðuð með reglubundnum hætti og núna haldast flestir liðir óbreyttir milli ára. Gjaldskráin er í mörgum liðum og í sumum tilvikum er hún jafnvel að lækka,“ segir Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri þjóðgarðsins. Í aðsendri grein í Fréttablaðinu í fyrradag gagnrýndi Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, stjórnsýslu þjóðgarðanna harðlega. Sagði hún fyrirvaralausar gjaldahækkanir óskiljanlegar og virðingarleysi við ferðaþjónustuaðila. Þá gagnrýndi hún stjórnir þjóðgarða fyrir samráðsleysi. Magnús segir að hækkanir á svæðisgjöldum fyrir hópbíla sem Bjarnheiður geri að umtalsefni vera gerðar til að tryggja jafnræði gesta. „Við viljum tryggja jafnræði við þá sem eru á fólksbílum svo þeir séu ekki að borga margfalt hærra gjald á mann. Þessar hækkanir eru ekki miklar í krónutölum og því má ekki einblína á einhverja eina prósentuhækkun og alhæfa út frá henni.“ Að sögn Magnúsar er stóra málið hins vegar það gríðarlega álag sem sé á þjóðgarðinum. „Við erum að reyna að ná tökum á því. Það kemur um það bil ein milljón gesta í Skaftafell á ári og örlítið færri í Jökulsárlón en þeim fer fjölgandi. Við þurfum að tryggja að náttúran verði ekki fyrir skaða og um leið að upplifun gesta sé sem best.“ Varðandi skort á samvinnu segir Magnús að fulltrúar þjóðgarðsins séu ávallt reiðubúnir til samtals og samvinnu. „Við eigum í góðu samstarfi við marga ferðaþjónustuaðila. Gjaldtaka er pólitískt og viðkvæmt viðfangsefni. Við erum hins vegar neydd til gjaldtöku til að geta veitt þá þjónustu sem gestir gera kröfur um.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira