Ferðamenn fengu nokkrar mínútur til að forða sér Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. ágúst 2018 13:25 Hlaupið í Skaftá hefur haft mikil áhrif á ferðamenn á svæðinu. Rýma þurfti Hólaskjól eftir að brennisteinsmælir fór í gang. Vísir/Einar Skaftárhlaup hefur haft mikil áhrif á ferðalanga á svæðinu frá því það hófst. Hópur erlendra ferðamanna í hestaferð þurfti að yfirgefa Hólaskjól á föstudagskvöldið á nokkrum mínútum eftir að brennisteinsmælir fór í gang. Skilja þurfti sextíu hesta eftir um tíma. Björgunarsveitir og landverðir voru fljót til þegar brennisteinsmælir í hálendissmiðstöðinni Hólaskjóli á Fjallabaksleið nyrðri fór í gang á föstudagskvöldið. Þar var staddur hópur fólks nýkominn úr hestaferð. Tók korter að rýma Ágústa Ragnars skálavörður í Hólaskjóli segir að það hafi aðeins tekið korter að rýma svæðið. „Ég átti ekki von á því að þurfa að yfirgefa svæðið. Það hafði verið ákveðið að hópurinn myndi sitja hlaupið af sér í Hólaskjóli. En það var nú aldeilis ekki, það voru bara allir rifnir upp á rassinum og komnir út í bíla 15 mínútum síðar,“ segir hún. Hún segir að megn gaslykt hafi verið á svæðinu. „Það fóru að pípa mælar sem mæla gasmengum og það var tekin ákvörðun samfara því en lyktin fannst líka greinilega og maður fann aðeins til í hálsinum. Hjálparsveitir og landverðir voru komnir með grímur. Það var svolítið furðulegt að sjá þetta. Þetta var eins og stríðsástand,“ segir hún. Ágústa hælir björgunarfólki fyrir fagleg vinnubrögð og hræðsla hafi gripið um sig. „Hópurinn var nýkominn úr hestaferð þegar þetta gerðist og allir þreyttir og blautir. Svo kom kallið og þá var bara allt skilið eftir og ætt af stað. Maður hafði eiginlega ekki tíma fyrir neitt annað en að taka lyklanna og loka. Ég gleymdi meira að segja að taka niður fánann og það var ennþá kjöt á grillinu,“ segir hún og hlær. Skilja þurfti sextíu hesta eftir við Hólaskjól en þeir voru sóttir síðar um kvöldið að sögn Ágústu og farið með þá að Álftavatni. „Mér finnst spennandi að vera í svona ati ég er líkahálfgerður sígauni í mér en hef hins vegar aldrei lent í svona. Þetta er reynsla sem bætist í bankann, segir hún að lokum. Hlaup í Skaftá Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Skaftárhlaup hefur haft mikil áhrif á ferðalanga á svæðinu frá því það hófst. Hópur erlendra ferðamanna í hestaferð þurfti að yfirgefa Hólaskjól á föstudagskvöldið á nokkrum mínútum eftir að brennisteinsmælir fór í gang. Skilja þurfti sextíu hesta eftir um tíma. Björgunarsveitir og landverðir voru fljót til þegar brennisteinsmælir í hálendissmiðstöðinni Hólaskjóli á Fjallabaksleið nyrðri fór í gang á föstudagskvöldið. Þar var staddur hópur fólks nýkominn úr hestaferð. Tók korter að rýma Ágústa Ragnars skálavörður í Hólaskjóli segir að það hafi aðeins tekið korter að rýma svæðið. „Ég átti ekki von á því að þurfa að yfirgefa svæðið. Það hafði verið ákveðið að hópurinn myndi sitja hlaupið af sér í Hólaskjóli. En það var nú aldeilis ekki, það voru bara allir rifnir upp á rassinum og komnir út í bíla 15 mínútum síðar,“ segir hún. Hún segir að megn gaslykt hafi verið á svæðinu. „Það fóru að pípa mælar sem mæla gasmengum og það var tekin ákvörðun samfara því en lyktin fannst líka greinilega og maður fann aðeins til í hálsinum. Hjálparsveitir og landverðir voru komnir með grímur. Það var svolítið furðulegt að sjá þetta. Þetta var eins og stríðsástand,“ segir hún. Ágústa hælir björgunarfólki fyrir fagleg vinnubrögð og hræðsla hafi gripið um sig. „Hópurinn var nýkominn úr hestaferð þegar þetta gerðist og allir þreyttir og blautir. Svo kom kallið og þá var bara allt skilið eftir og ætt af stað. Maður hafði eiginlega ekki tíma fyrir neitt annað en að taka lyklanna og loka. Ég gleymdi meira að segja að taka niður fánann og það var ennþá kjöt á grillinu,“ segir hún og hlær. Skilja þurfti sextíu hesta eftir við Hólaskjól en þeir voru sóttir síðar um kvöldið að sögn Ágústu og farið með þá að Álftavatni. „Mér finnst spennandi að vera í svona ati ég er líkahálfgerður sígauni í mér en hef hins vegar aldrei lent í svona. Þetta er reynsla sem bætist í bankann, segir hún að lokum.
Hlaup í Skaftá Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira