FCK tekur fyrirliðabandið af HM-fara fyrir leikinn gegn Stjörnunni 24. júlí 2018 17:30 William Kvist er ekki farinn af stað eftir HM. vísir/getty Danski miðjumaðurinn William Kvist hefur verið settur af sem fyrirliði FC Kaupmannahafnar í aðdraganda leiksins gegn Stjörnunni í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar sem fram fer á Samsung-vellinum á fimmtudagskvöldið. Gríski miðjumaðurinn Carlos Zeca, sem kom til FCK frá Panathinaikos í fyrra, er orðinn fyrirliði danska stórveldisins en þetta staðfesti Ståle Solbakken, þjálfari FC Kaupmannahafnar, eftir 3-0 sigurinn á Hobro um helgina. Zeca hefur borið fyrirliðabandið í fyrstu fjórum leikjum FCK í dönsku úrvalsdeildinni og Evrópudeildinni í fjarveru Kvist sem var borinn af velli rifbeinsbrotinn á móti Perú á HM og er ekki byrjaður að spila. Kvist lagði landsliðsskóna á hilluna eftir heimsmeistaramótið en þessi 33 ára gamli miðjumaður hóf meistaraflokksferilinn með FCK og spilaði í dönsku höfuðborginni frá 2004-2011 áður en hann söðlaði um og spilaði með Stuttgart, Fulham og Wigan. Hann kom aftur heim 2015 og var gerður að fyrirliða en hefur nú verið settur af. Solbakken sagði í viðtali við danska fjölmiðla að engin dramatík væri í kringum ákvörðunina en Kvist baðst undan því að bera fyrirliðabandið á leiktíðinni og varð norski þjálfarinn við því. FCK kemur í fyrsta sinn til Íslands til að spila Evrópuleik í 22 ár á fimmtudaginn en síðast mætti það Keflavík í hinni sálugu Getraunakeppni Evrópu árið 1996 og vann, 2-1. Það var fyrsti og eini Evrópuleikur FCK gegn íslensku liðsins til dagsins í dag. Evrópudeild UEFA Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Sjá meira
Danski miðjumaðurinn William Kvist hefur verið settur af sem fyrirliði FC Kaupmannahafnar í aðdraganda leiksins gegn Stjörnunni í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar sem fram fer á Samsung-vellinum á fimmtudagskvöldið. Gríski miðjumaðurinn Carlos Zeca, sem kom til FCK frá Panathinaikos í fyrra, er orðinn fyrirliði danska stórveldisins en þetta staðfesti Ståle Solbakken, þjálfari FC Kaupmannahafnar, eftir 3-0 sigurinn á Hobro um helgina. Zeca hefur borið fyrirliðabandið í fyrstu fjórum leikjum FCK í dönsku úrvalsdeildinni og Evrópudeildinni í fjarveru Kvist sem var borinn af velli rifbeinsbrotinn á móti Perú á HM og er ekki byrjaður að spila. Kvist lagði landsliðsskóna á hilluna eftir heimsmeistaramótið en þessi 33 ára gamli miðjumaður hóf meistaraflokksferilinn með FCK og spilaði í dönsku höfuðborginni frá 2004-2011 áður en hann söðlaði um og spilaði með Stuttgart, Fulham og Wigan. Hann kom aftur heim 2015 og var gerður að fyrirliða en hefur nú verið settur af. Solbakken sagði í viðtali við danska fjölmiðla að engin dramatík væri í kringum ákvörðunina en Kvist baðst undan því að bera fyrirliðabandið á leiktíðinni og varð norski þjálfarinn við því. FCK kemur í fyrsta sinn til Íslands til að spila Evrópuleik í 22 ár á fimmtudaginn en síðast mætti það Keflavík í hinni sálugu Getraunakeppni Evrópu árið 1996 og vann, 2-1. Það var fyrsti og eini Evrópuleikur FCK gegn íslensku liðsins til dagsins í dag.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Sjá meira