Innlent

Átta sækja um í Mýrdalshreppi

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Frá Vík í Mýrdal.
Frá Vík í Mýrdal. Vísir/Vilhelm
Átta umsækjendur eru um stöðu sveitarstjóra Mýrdalshrepps en sá eða sú sem ráðin verður í starfið tekur við af Ásgeiri Magnússyni.

Þetta er í annað skipti sem auglýst er eftir sveitarstjóra, fimm sóttu um í fyrra skiptið en eftir að ákveðið var að auglýsa aftur og framlengja umsóknarfrestinn bættust þrjár umsóknar við.

Umsækjendurnir eru þessir:



Björn S. Lárusson                     Viðskiptafræðingur       

Gunnólfur Lárusson                   Byggingatæknir               

Jón Arnar Sigurjónsson              Iðnrekstrarfræðingur MBA        

Ragnhildur Ágústsdóttir             Viðskiptafræðingur   MSc. stjórnun       

Eyjólfur Darri Runólfsson           Lögfræðingur   

Stefanía G. Kristinsdóttir           Rekstrarfræðingur MBA             

Valdimar Leó Friðriksson           Rekstur og viðskiptafr. Endurmenntun HÍ          

Þorbjörg Gísladóttir                  Viðskiptalögfræðingur 



Viðtöl standa yfir við umsækjendur þessa dagana og upp úr því verður ráðið í stöðuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×