Katrín mun mæla fyrir friðsamlegum lausnum Heimir Már Pétursson skrifar 10. júlí 2018 15:15 Katrín Jakobsdóttir er á leið til Brussel. Fréttablaðið/Ernir Forsætisráðherra mun mæla fyrir friðsömum lausnum á átökum á fyrsta leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem hún mætir á. Hún ætlar að bjóða ICAN-samtökunum sem fengu friðarverðlaun Nóbels í fyrra til afvopnunarráðstefnu NATO í Reykjavík í haust. Tveggja daga leiðtogafundur NATO ríkjanna hefst í Brussel á morgun. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra verður fyrsti forsætisráðherra lengst til vinstri í íslenskum stjórnmálum til að sækja fund sem þennan. „Já það er auðvitað sérstakt að einhverju leyti því að mín hreyfing, Vinstri hreyfingin grænt framboð,er auðvitað eina stjórnmálahreyfing landsins sem er á móti aðild okkar að NATO. En við hins vegar störfum í þessari ríkisstjórn og fylgjum þeirri stefnu sem hefur verið samþykkt á Alþingi. Þjóðaröryggisstefnu þar sem aðildin er grundvöllur, einn af hornsteinum þeirrar stefnu,” segir Katrín.Þó nokkur hiti var á fundi G7-ríkjanna fyrr á árinu og er líklegt að svipað verði uppi á teningnum á leiðtogafundi NATO.Vísir/GettyHún muni hins vegar nýta tækifærið og mæla fyrir þeirri stefnu sem Ísland hafi staðið fyrir á alþjóðavettvangi. „Friðsamlegum lausnum í átökum. Ég mun ræða öryggismál út frá þessum breiða grunni. Ekki síst út frá netöryggi og loftlagsvá. Síðan mun ég nota tækifærið og funda með ICAN samtökunum sem fengu friðarverðlaun Nóbels í fyrra og bjóða þeim hingað til lands á afvopnunarráðstefnu sem íslensk stjórnvöld munu halda fyrir hönd NATO í haust,” segir Katrín. Katrín reiknar ekki með mörgum tvíhliða fundum enda sé mikil pólitísk spenna innan margra aðildarríkjanna þar sem Ísland spili ekki stórt hlutverk. Frá því hún tók við embætti forsætisráðherra hefur Katrín heimsótt Angelu Merkel kanslara Þýskalands og Emmanuel Macron forseta Frakklands.Heldur þú að það komi stund þar sem þú getur talað við Bandaríkjaforseta í eina eða tvær mínútur?„Það er svo að það er reynt auðvitað að fá ýmsa tvíhliða fundi. En þeir verða ekki margir á þessum fundi. Það liggur fyrir að fundurinn er mjög þéttur. Það er erfitt að fá slíka tvíhliða fundi með einstökum þjóðarleiðtogum. Þannig að ég á ekki von á mörgum slíkum fundum. Það er líka ljóst að það er mjög mikil spenna í lofti fyrir þennan fund. Þarna verða til umræðu aukin framlög. Bandaríkin hafa verið að gera kröfu um aukin framlög annarra ríkja til varnarmála inni í þessu samstarfi. Þannig að það er spenna vegna þess. En það er líka ljóst að ýmsir þjóðarleiðtogar standa í stórræðum á sínum heimavelli þannig að þetta verður ákveðin óvissuferð,” segir Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Donald Trump NATO Tengdar fréttir Katrín hefur ekki fengið bréf frá Trump vegna varnarmála Þá hefur utanríkisráðuneytinu, sem fer með varnarmál landsins, heldur ekki borist sambærilegt bréf frá Bandaríkjaforseta. 3. júlí 2018 11:30 Leiðtogar NATO-ríkjanna mætast á morgun Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hittast í Brussel á morgun. Funda í þrjá daga. Fundarins beðið með eftirvæntingu og vangaveltur um hvað Bandaríkjaforseti geri og segi. Utanríkisráðherra Íslands segir málflutning Bandaríkjamanna nú í takt við fyrri forseta. 10. júlí 2018 08:00 Trump telur fundinn með Pútín auðveldari en með bandamönnum Bandaríkjaforseti heldur áfram að gagnrýna bandamenn fyrir viku funda með þeim og Pútín Rússlandsforseta. 10. júlí 2018 12:57 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Forsætisráðherra mun mæla fyrir friðsömum lausnum á átökum á fyrsta leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem hún mætir á. Hún ætlar að bjóða ICAN-samtökunum sem fengu friðarverðlaun Nóbels í fyrra til afvopnunarráðstefnu NATO í Reykjavík í haust. Tveggja daga leiðtogafundur NATO ríkjanna hefst í Brussel á morgun. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra verður fyrsti forsætisráðherra lengst til vinstri í íslenskum stjórnmálum til að sækja fund sem þennan. „Já það er auðvitað sérstakt að einhverju leyti því að mín hreyfing, Vinstri hreyfingin grænt framboð,er auðvitað eina stjórnmálahreyfing landsins sem er á móti aðild okkar að NATO. En við hins vegar störfum í þessari ríkisstjórn og fylgjum þeirri stefnu sem hefur verið samþykkt á Alþingi. Þjóðaröryggisstefnu þar sem aðildin er grundvöllur, einn af hornsteinum þeirrar stefnu,” segir Katrín.Þó nokkur hiti var á fundi G7-ríkjanna fyrr á árinu og er líklegt að svipað verði uppi á teningnum á leiðtogafundi NATO.Vísir/GettyHún muni hins vegar nýta tækifærið og mæla fyrir þeirri stefnu sem Ísland hafi staðið fyrir á alþjóðavettvangi. „Friðsamlegum lausnum í átökum. Ég mun ræða öryggismál út frá þessum breiða grunni. Ekki síst út frá netöryggi og loftlagsvá. Síðan mun ég nota tækifærið og funda með ICAN samtökunum sem fengu friðarverðlaun Nóbels í fyrra og bjóða þeim hingað til lands á afvopnunarráðstefnu sem íslensk stjórnvöld munu halda fyrir hönd NATO í haust,” segir Katrín. Katrín reiknar ekki með mörgum tvíhliða fundum enda sé mikil pólitísk spenna innan margra aðildarríkjanna þar sem Ísland spili ekki stórt hlutverk. Frá því hún tók við embætti forsætisráðherra hefur Katrín heimsótt Angelu Merkel kanslara Þýskalands og Emmanuel Macron forseta Frakklands.Heldur þú að það komi stund þar sem þú getur talað við Bandaríkjaforseta í eina eða tvær mínútur?„Það er svo að það er reynt auðvitað að fá ýmsa tvíhliða fundi. En þeir verða ekki margir á þessum fundi. Það liggur fyrir að fundurinn er mjög þéttur. Það er erfitt að fá slíka tvíhliða fundi með einstökum þjóðarleiðtogum. Þannig að ég á ekki von á mörgum slíkum fundum. Það er líka ljóst að það er mjög mikil spenna í lofti fyrir þennan fund. Þarna verða til umræðu aukin framlög. Bandaríkin hafa verið að gera kröfu um aukin framlög annarra ríkja til varnarmála inni í þessu samstarfi. Þannig að það er spenna vegna þess. En það er líka ljóst að ýmsir þjóðarleiðtogar standa í stórræðum á sínum heimavelli þannig að þetta verður ákveðin óvissuferð,” segir Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Donald Trump NATO Tengdar fréttir Katrín hefur ekki fengið bréf frá Trump vegna varnarmála Þá hefur utanríkisráðuneytinu, sem fer með varnarmál landsins, heldur ekki borist sambærilegt bréf frá Bandaríkjaforseta. 3. júlí 2018 11:30 Leiðtogar NATO-ríkjanna mætast á morgun Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hittast í Brussel á morgun. Funda í þrjá daga. Fundarins beðið með eftirvæntingu og vangaveltur um hvað Bandaríkjaforseti geri og segi. Utanríkisráðherra Íslands segir málflutning Bandaríkjamanna nú í takt við fyrri forseta. 10. júlí 2018 08:00 Trump telur fundinn með Pútín auðveldari en með bandamönnum Bandaríkjaforseti heldur áfram að gagnrýna bandamenn fyrir viku funda með þeim og Pútín Rússlandsforseta. 10. júlí 2018 12:57 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Katrín hefur ekki fengið bréf frá Trump vegna varnarmála Þá hefur utanríkisráðuneytinu, sem fer með varnarmál landsins, heldur ekki borist sambærilegt bréf frá Bandaríkjaforseta. 3. júlí 2018 11:30
Leiðtogar NATO-ríkjanna mætast á morgun Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hittast í Brussel á morgun. Funda í þrjá daga. Fundarins beðið með eftirvæntingu og vangaveltur um hvað Bandaríkjaforseti geri og segi. Utanríkisráðherra Íslands segir málflutning Bandaríkjamanna nú í takt við fyrri forseta. 10. júlí 2018 08:00
Trump telur fundinn með Pútín auðveldari en með bandamönnum Bandaríkjaforseti heldur áfram að gagnrýna bandamenn fyrir viku funda með þeim og Pútín Rússlandsforseta. 10. júlí 2018 12:57