Katrín mun mæla fyrir friðsamlegum lausnum Heimir Már Pétursson skrifar 10. júlí 2018 15:15 Katrín Jakobsdóttir er á leið til Brussel. Fréttablaðið/Ernir Forsætisráðherra mun mæla fyrir friðsömum lausnum á átökum á fyrsta leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem hún mætir á. Hún ætlar að bjóða ICAN-samtökunum sem fengu friðarverðlaun Nóbels í fyrra til afvopnunarráðstefnu NATO í Reykjavík í haust. Tveggja daga leiðtogafundur NATO ríkjanna hefst í Brussel á morgun. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra verður fyrsti forsætisráðherra lengst til vinstri í íslenskum stjórnmálum til að sækja fund sem þennan. „Já það er auðvitað sérstakt að einhverju leyti því að mín hreyfing, Vinstri hreyfingin grænt framboð,er auðvitað eina stjórnmálahreyfing landsins sem er á móti aðild okkar að NATO. En við hins vegar störfum í þessari ríkisstjórn og fylgjum þeirri stefnu sem hefur verið samþykkt á Alþingi. Þjóðaröryggisstefnu þar sem aðildin er grundvöllur, einn af hornsteinum þeirrar stefnu,” segir Katrín.Þó nokkur hiti var á fundi G7-ríkjanna fyrr á árinu og er líklegt að svipað verði uppi á teningnum á leiðtogafundi NATO.Vísir/GettyHún muni hins vegar nýta tækifærið og mæla fyrir þeirri stefnu sem Ísland hafi staðið fyrir á alþjóðavettvangi. „Friðsamlegum lausnum í átökum. Ég mun ræða öryggismál út frá þessum breiða grunni. Ekki síst út frá netöryggi og loftlagsvá. Síðan mun ég nota tækifærið og funda með ICAN samtökunum sem fengu friðarverðlaun Nóbels í fyrra og bjóða þeim hingað til lands á afvopnunarráðstefnu sem íslensk stjórnvöld munu halda fyrir hönd NATO í haust,” segir Katrín. Katrín reiknar ekki með mörgum tvíhliða fundum enda sé mikil pólitísk spenna innan margra aðildarríkjanna þar sem Ísland spili ekki stórt hlutverk. Frá því hún tók við embætti forsætisráðherra hefur Katrín heimsótt Angelu Merkel kanslara Þýskalands og Emmanuel Macron forseta Frakklands.Heldur þú að það komi stund þar sem þú getur talað við Bandaríkjaforseta í eina eða tvær mínútur?„Það er svo að það er reynt auðvitað að fá ýmsa tvíhliða fundi. En þeir verða ekki margir á þessum fundi. Það liggur fyrir að fundurinn er mjög þéttur. Það er erfitt að fá slíka tvíhliða fundi með einstökum þjóðarleiðtogum. Þannig að ég á ekki von á mörgum slíkum fundum. Það er líka ljóst að það er mjög mikil spenna í lofti fyrir þennan fund. Þarna verða til umræðu aukin framlög. Bandaríkin hafa verið að gera kröfu um aukin framlög annarra ríkja til varnarmála inni í þessu samstarfi. Þannig að það er spenna vegna þess. En það er líka ljóst að ýmsir þjóðarleiðtogar standa í stórræðum á sínum heimavelli þannig að þetta verður ákveðin óvissuferð,” segir Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Donald Trump NATO Tengdar fréttir Katrín hefur ekki fengið bréf frá Trump vegna varnarmála Þá hefur utanríkisráðuneytinu, sem fer með varnarmál landsins, heldur ekki borist sambærilegt bréf frá Bandaríkjaforseta. 3. júlí 2018 11:30 Leiðtogar NATO-ríkjanna mætast á morgun Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hittast í Brussel á morgun. Funda í þrjá daga. Fundarins beðið með eftirvæntingu og vangaveltur um hvað Bandaríkjaforseti geri og segi. Utanríkisráðherra Íslands segir málflutning Bandaríkjamanna nú í takt við fyrri forseta. 10. júlí 2018 08:00 Trump telur fundinn með Pútín auðveldari en með bandamönnum Bandaríkjaforseti heldur áfram að gagnrýna bandamenn fyrir viku funda með þeim og Pútín Rússlandsforseta. 10. júlí 2018 12:57 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Sjá meira
Forsætisráðherra mun mæla fyrir friðsömum lausnum á átökum á fyrsta leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem hún mætir á. Hún ætlar að bjóða ICAN-samtökunum sem fengu friðarverðlaun Nóbels í fyrra til afvopnunarráðstefnu NATO í Reykjavík í haust. Tveggja daga leiðtogafundur NATO ríkjanna hefst í Brussel á morgun. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra verður fyrsti forsætisráðherra lengst til vinstri í íslenskum stjórnmálum til að sækja fund sem þennan. „Já það er auðvitað sérstakt að einhverju leyti því að mín hreyfing, Vinstri hreyfingin grænt framboð,er auðvitað eina stjórnmálahreyfing landsins sem er á móti aðild okkar að NATO. En við hins vegar störfum í þessari ríkisstjórn og fylgjum þeirri stefnu sem hefur verið samþykkt á Alþingi. Þjóðaröryggisstefnu þar sem aðildin er grundvöllur, einn af hornsteinum þeirrar stefnu,” segir Katrín.Þó nokkur hiti var á fundi G7-ríkjanna fyrr á árinu og er líklegt að svipað verði uppi á teningnum á leiðtogafundi NATO.Vísir/GettyHún muni hins vegar nýta tækifærið og mæla fyrir þeirri stefnu sem Ísland hafi staðið fyrir á alþjóðavettvangi. „Friðsamlegum lausnum í átökum. Ég mun ræða öryggismál út frá þessum breiða grunni. Ekki síst út frá netöryggi og loftlagsvá. Síðan mun ég nota tækifærið og funda með ICAN samtökunum sem fengu friðarverðlaun Nóbels í fyrra og bjóða þeim hingað til lands á afvopnunarráðstefnu sem íslensk stjórnvöld munu halda fyrir hönd NATO í haust,” segir Katrín. Katrín reiknar ekki með mörgum tvíhliða fundum enda sé mikil pólitísk spenna innan margra aðildarríkjanna þar sem Ísland spili ekki stórt hlutverk. Frá því hún tók við embætti forsætisráðherra hefur Katrín heimsótt Angelu Merkel kanslara Þýskalands og Emmanuel Macron forseta Frakklands.Heldur þú að það komi stund þar sem þú getur talað við Bandaríkjaforseta í eina eða tvær mínútur?„Það er svo að það er reynt auðvitað að fá ýmsa tvíhliða fundi. En þeir verða ekki margir á þessum fundi. Það liggur fyrir að fundurinn er mjög þéttur. Það er erfitt að fá slíka tvíhliða fundi með einstökum þjóðarleiðtogum. Þannig að ég á ekki von á mörgum slíkum fundum. Það er líka ljóst að það er mjög mikil spenna í lofti fyrir þennan fund. Þarna verða til umræðu aukin framlög. Bandaríkin hafa verið að gera kröfu um aukin framlög annarra ríkja til varnarmála inni í þessu samstarfi. Þannig að það er spenna vegna þess. En það er líka ljóst að ýmsir þjóðarleiðtogar standa í stórræðum á sínum heimavelli þannig að þetta verður ákveðin óvissuferð,” segir Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Donald Trump NATO Tengdar fréttir Katrín hefur ekki fengið bréf frá Trump vegna varnarmála Þá hefur utanríkisráðuneytinu, sem fer með varnarmál landsins, heldur ekki borist sambærilegt bréf frá Bandaríkjaforseta. 3. júlí 2018 11:30 Leiðtogar NATO-ríkjanna mætast á morgun Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hittast í Brussel á morgun. Funda í þrjá daga. Fundarins beðið með eftirvæntingu og vangaveltur um hvað Bandaríkjaforseti geri og segi. Utanríkisráðherra Íslands segir málflutning Bandaríkjamanna nú í takt við fyrri forseta. 10. júlí 2018 08:00 Trump telur fundinn með Pútín auðveldari en með bandamönnum Bandaríkjaforseti heldur áfram að gagnrýna bandamenn fyrir viku funda með þeim og Pútín Rússlandsforseta. 10. júlí 2018 12:57 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Sjá meira
Katrín hefur ekki fengið bréf frá Trump vegna varnarmála Þá hefur utanríkisráðuneytinu, sem fer með varnarmál landsins, heldur ekki borist sambærilegt bréf frá Bandaríkjaforseta. 3. júlí 2018 11:30
Leiðtogar NATO-ríkjanna mætast á morgun Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hittast í Brussel á morgun. Funda í þrjá daga. Fundarins beðið með eftirvæntingu og vangaveltur um hvað Bandaríkjaforseti geri og segi. Utanríkisráðherra Íslands segir málflutning Bandaríkjamanna nú í takt við fyrri forseta. 10. júlí 2018 08:00
Trump telur fundinn með Pútín auðveldari en með bandamönnum Bandaríkjaforseti heldur áfram að gagnrýna bandamenn fyrir viku funda með þeim og Pútín Rússlandsforseta. 10. júlí 2018 12:57