Modric: Orð ensku sjónvarpsmannanna gáfu Króötunum aukakraft Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2018 09:30 Luka Modric fagnaí með því að stökkva upp í fangið á Mario Mandzukic. Það var einmitt Mandzukic sem skoraði sigurmark Króata. Vísir/Getty Luka Modric og félagar í króatíska landsliðinu áttu að vera útkeyrðir og dauðuppgefnir eftir framlengingar og vítakeppnir í bæði sextán og átta liða úrslitunum á HM í Rússlandi. Svo sögðu allavega ensku knattspyrnuspekingarnir. Króatarnir voru ekki alveg sammála þessu og nýttu vanmat og virðingaleysi spekinganna vel. Luka Modric sagði virðingaleysu ensku sjónvarpsmannanna hafi gefið Króötunum aukakraft í leiknum í gær þar sem króatíska liðið kom til baka og tryggði sér svo sigurinn í framlengingu. „Við sýndum það einu sinni enn að við erum ekki þreyttir. Við vorum miklu betri í þessum leik hvort sem við erum að tala um andlega eða líkamlega þáttinn. Við vorum betri en þeir á öllum sviðum,“ sagði Luka Modric. BBC segir frá. Luka Modric hefur átt frábæra heimsmeistarakeppni og er mjög líklegur kandídat í að vera kosinn besti leikmaður keppninnar. Hann hefur ráðið ríkjum á miðjunni í leikjum króatíska liðsins."#ENG have got to find a player like Luka Modric"@chriswaddle93 says the #ThreeLions are lacking a creative midfield player - and have done since Gazza. *NEW* #WorldCup Daily podcast:https://t.co/ggvRTavSNq#ENGCRO#bbcworldcuppic.twitter.com/9q9MQ4NlDw — BBC 5 live Sport (@5liveSport) July 12, 2018 „Ensku blaðamennirnir og ensku sjónvarpsmennirnir vanmátu Króata og það voru stór mistök. Þeir áttu að vera auðmjúkari og bera meiri virðingu fyrir andstæðingum sínum,“ sagði Modric. „Við lásum þetta allt og heyrðum þetta allt. Þá sögðum við: Allt í lagi, við skulum sýna þeim að við erum ekki þreyttir,“ sagði Modric. Króatía er komið í sinn fyrsta úrsltialeik á HM en liðið hafði best náð þriðja sætinu á HM í Frakklandi 1998. „Þetta er besti árangurinn í sögu Króatíu og við gerum staðið stoltir,“ sagði Modric að lokum. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Luka Modric og félagar í króatíska landsliðinu áttu að vera útkeyrðir og dauðuppgefnir eftir framlengingar og vítakeppnir í bæði sextán og átta liða úrslitunum á HM í Rússlandi. Svo sögðu allavega ensku knattspyrnuspekingarnir. Króatarnir voru ekki alveg sammála þessu og nýttu vanmat og virðingaleysi spekinganna vel. Luka Modric sagði virðingaleysu ensku sjónvarpsmannanna hafi gefið Króötunum aukakraft í leiknum í gær þar sem króatíska liðið kom til baka og tryggði sér svo sigurinn í framlengingu. „Við sýndum það einu sinni enn að við erum ekki þreyttir. Við vorum miklu betri í þessum leik hvort sem við erum að tala um andlega eða líkamlega þáttinn. Við vorum betri en þeir á öllum sviðum,“ sagði Luka Modric. BBC segir frá. Luka Modric hefur átt frábæra heimsmeistarakeppni og er mjög líklegur kandídat í að vera kosinn besti leikmaður keppninnar. Hann hefur ráðið ríkjum á miðjunni í leikjum króatíska liðsins."#ENG have got to find a player like Luka Modric"@chriswaddle93 says the #ThreeLions are lacking a creative midfield player - and have done since Gazza. *NEW* #WorldCup Daily podcast:https://t.co/ggvRTavSNq#ENGCRO#bbcworldcuppic.twitter.com/9q9MQ4NlDw — BBC 5 live Sport (@5liveSport) July 12, 2018 „Ensku blaðamennirnir og ensku sjónvarpsmennirnir vanmátu Króata og það voru stór mistök. Þeir áttu að vera auðmjúkari og bera meiri virðingu fyrir andstæðingum sínum,“ sagði Modric. „Við lásum þetta allt og heyrðum þetta allt. Þá sögðum við: Allt í lagi, við skulum sýna þeim að við erum ekki þreyttir,“ sagði Modric. Króatía er komið í sinn fyrsta úrsltialeik á HM en liðið hafði best náð þriðja sætinu á HM í Frakklandi 1998. „Þetta er besti árangurinn í sögu Króatíu og við gerum staðið stoltir,“ sagði Modric að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira