„Pirrar mig mest hvernig Englendingar töpuðu leiknum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2018 13:00 Sumarmessan á Stöð 2 Sport hófst skömmu eftir að framlengingunni lauk í undanúrslitaleik Englands og Króatíu í gærkvöldi og það leyndi sér ekki með hvoru liðinu þeir Hjörvar Hafliðason og Jóhannes Karl Guðjónsson héldu. Benedikt Valsson, umsjónarmaður Sumarmessunnar, spurði þá félaga út í fyrstu viðbrögð við úrslitunum en Króatía vann 2-1 endurkomusigur þar sem sigurmarkið kom þegar ellefu mínútur voru eftir framlengingunni. „Mikið svekkelski því mig dreymdi um að sjá England komast alla leið í úrslitaleikinn. Ég var það vitlaus að ég var farinn að trúa því líka að þeir væru að fara með fótboltann heim til Englands aftur. Ég er svekktur og pirraður yfir því að Króatar séu komnir í þennan úrslitaleik,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson. „Ég er mjög ósáttur en við verðum samt að hrósa Króötunum. Þetta eru geggjaðir karakterar. Þeir lenda undir í sextán liða, átta liða og undanúrslitunum því þeir skora aldrei fyrsta markið í þessum viðureignum. Koma sér samt alltaf áfram. Það eru stórir karakterar í þessu króatíska landsliði,“ sagði Hjörvar Hafliðason „Ég hélt að þeir væru búnir á því fyrir leikinn í kvöld. Það er ómannlegt ef þeir hafa fulla orku og geta tekið 120 mínútur á móti Frökkunum,“ sagði Hjörvar. Næstu mótherjar króata eru einmitt Frakkar í úrslitaleiknum á sunnudaginn. „Ég myndi halda að Frakkar væru með bestu íþróttamennina á HM. Hreinn styrkur, hraði og kraftur,“ sagði Hjörvar. „Það sem pirrar mig mest er hvernig Englendingar töpuðu leiknum. Króatar voru nokkuð góðir og höfðu yfirburði í seinni hálfleiknum. Í sambandi við þessi mörk sem Englendingar eru að fá á sig þá er það ófyrirgefanlegt að mínu mati. Það pirrar mig virkilega að Englendingar skuli ná forystunni í svona mikilvægum leik en ná ekki að klára það,“ sagði Jóhannes Karl og bætti við: „Mig langar að segja að það væri gaman að sjá þá í þessum úrslitaleik en ég hlakka ekkert til að sjá þá í þessum úrslitaleik,“ sagði Jóhannes Karl. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Sumarmessan á Stöð 2 Sport hófst skömmu eftir að framlengingunni lauk í undanúrslitaleik Englands og Króatíu í gærkvöldi og það leyndi sér ekki með hvoru liðinu þeir Hjörvar Hafliðason og Jóhannes Karl Guðjónsson héldu. Benedikt Valsson, umsjónarmaður Sumarmessunnar, spurði þá félaga út í fyrstu viðbrögð við úrslitunum en Króatía vann 2-1 endurkomusigur þar sem sigurmarkið kom þegar ellefu mínútur voru eftir framlengingunni. „Mikið svekkelski því mig dreymdi um að sjá England komast alla leið í úrslitaleikinn. Ég var það vitlaus að ég var farinn að trúa því líka að þeir væru að fara með fótboltann heim til Englands aftur. Ég er svekktur og pirraður yfir því að Króatar séu komnir í þennan úrslitaleik,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson. „Ég er mjög ósáttur en við verðum samt að hrósa Króötunum. Þetta eru geggjaðir karakterar. Þeir lenda undir í sextán liða, átta liða og undanúrslitunum því þeir skora aldrei fyrsta markið í þessum viðureignum. Koma sér samt alltaf áfram. Það eru stórir karakterar í þessu króatíska landsliði,“ sagði Hjörvar Hafliðason „Ég hélt að þeir væru búnir á því fyrir leikinn í kvöld. Það er ómannlegt ef þeir hafa fulla orku og geta tekið 120 mínútur á móti Frökkunum,“ sagði Hjörvar. Næstu mótherjar króata eru einmitt Frakkar í úrslitaleiknum á sunnudaginn. „Ég myndi halda að Frakkar væru með bestu íþróttamennina á HM. Hreinn styrkur, hraði og kraftur,“ sagði Hjörvar. „Það sem pirrar mig mest er hvernig Englendingar töpuðu leiknum. Króatar voru nokkuð góðir og höfðu yfirburði í seinni hálfleiknum. Í sambandi við þessi mörk sem Englendingar eru að fá á sig þá er það ófyrirgefanlegt að mínu mati. Það pirrar mig virkilega að Englendingar skuli ná forystunni í svona mikilvægum leik en ná ekki að klára það,“ sagði Jóhannes Karl og bætti við: „Mig langar að segja að það væri gaman að sjá þá í þessum úrslitaleik en ég hlakka ekkert til að sjá þá í þessum úrslitaleik,“ sagði Jóhannes Karl. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira