Pelé hótar því að byrja aftur ef Mbappé heldur áfram að bæta metin hans Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. júlí 2018 14:30 Pelé skoraði tvö í úrslitaleiknum á móti Svíþjóð árið 1958. vísir/getty Franska ungstirnið Kylian Mbappé varð í gær aðeins annar táningurinn í sögunni sem skorar mark í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í fótbolta en hann skoraði fjórða mark Frakka í 4-2 sigri á Króatíu. Eini maðurinn sem hafði komið í boltanum í netið í úrslitaleik HM fyrir tvítugt var brasilíska goðsögnin Pelé. Hann skoraði tvö mörk í úrslitaleik á móti Svíþjóð í Svíþjóð árið 1958. Pelé var á þeim tíma yngsti maðurinn til að spila á HM og á enn þá metið yfir yngsta manninn sem skorað hefur þrennu á HM en hann var þarna 17 ára gamall og skoraði þrennu í undanúrslitum á móti Frakklandi.If Kylian keeps equalling my records like this I may have to dust my boots off again... // Se o @KMbappe continuar a igualar os meus records assim, eu vou ter que tirar a poeira das minhas chuteiras novamente...#WorldCupFinalhttps://t.co/GYWfMxPn7p — Pelé (@Pele) July 15, 2018 Pelé var útnefndur besti ungi leikmaður HM 1958 en sömu viðurkenningu fékk Mbappé í gær. Luka Modric var útnefndur besti leikmaður HM en Pelé fékk þann titil á HM 1970 þar sem að hann vann heimsmeistaratitilinn með Brasilíu í þriðja sinn. Brasilíska goðsögnin grínaðist með gæði Mbappé í gær en hann skellti sér á Twitter eftir að Frakkinn skoraði í úrslitaleiknum og sagði: „Ef Kylian heldur áfram að jafna metin mín neyðist ég til að dusta rykið af skónum mínum.“ Pelé er 77 ára gamall og lagði skóna á hilluna fyrir 41 ári síðan en það er aldrei að vita hvort sömu töfrarnir leynast ekki í gömlu skónum hans. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Mbappé: Ég verð áfram hjá PSG Kylian Mbappe kveðst ekki vera á förum frá Frakklandsmeisturum PSG 16. júlí 2018 08:00 Kaka: Erum heppin að fá að horfa á Mbappe Brasilíumaðurinn Ricardo Kaka hefur farið fögrum orðum um ungstirnið Kylian Mbappe sem hefur farið á kostum á HM í sumar. 15. júlí 2018 11:30 Frakkar Heimsmeistarar í annað sinn Frakkar eru Heimsmeistarar í knattspyrnu eftir 4-2 sigur á Króötum í mögnuðum úrslitaleik í Moskvu þar sem Pogba, Mbappe og Griezmann skoruðu allir. 15. júlí 2018 17:00 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira
Franska ungstirnið Kylian Mbappé varð í gær aðeins annar táningurinn í sögunni sem skorar mark í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í fótbolta en hann skoraði fjórða mark Frakka í 4-2 sigri á Króatíu. Eini maðurinn sem hafði komið í boltanum í netið í úrslitaleik HM fyrir tvítugt var brasilíska goðsögnin Pelé. Hann skoraði tvö mörk í úrslitaleik á móti Svíþjóð í Svíþjóð árið 1958. Pelé var á þeim tíma yngsti maðurinn til að spila á HM og á enn þá metið yfir yngsta manninn sem skorað hefur þrennu á HM en hann var þarna 17 ára gamall og skoraði þrennu í undanúrslitum á móti Frakklandi.If Kylian keeps equalling my records like this I may have to dust my boots off again... // Se o @KMbappe continuar a igualar os meus records assim, eu vou ter que tirar a poeira das minhas chuteiras novamente...#WorldCupFinalhttps://t.co/GYWfMxPn7p — Pelé (@Pele) July 15, 2018 Pelé var útnefndur besti ungi leikmaður HM 1958 en sömu viðurkenningu fékk Mbappé í gær. Luka Modric var útnefndur besti leikmaður HM en Pelé fékk þann titil á HM 1970 þar sem að hann vann heimsmeistaratitilinn með Brasilíu í þriðja sinn. Brasilíska goðsögnin grínaðist með gæði Mbappé í gær en hann skellti sér á Twitter eftir að Frakkinn skoraði í úrslitaleiknum og sagði: „Ef Kylian heldur áfram að jafna metin mín neyðist ég til að dusta rykið af skónum mínum.“ Pelé er 77 ára gamall og lagði skóna á hilluna fyrir 41 ári síðan en það er aldrei að vita hvort sömu töfrarnir leynast ekki í gömlu skónum hans.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Mbappé: Ég verð áfram hjá PSG Kylian Mbappe kveðst ekki vera á förum frá Frakklandsmeisturum PSG 16. júlí 2018 08:00 Kaka: Erum heppin að fá að horfa á Mbappe Brasilíumaðurinn Ricardo Kaka hefur farið fögrum orðum um ungstirnið Kylian Mbappe sem hefur farið á kostum á HM í sumar. 15. júlí 2018 11:30 Frakkar Heimsmeistarar í annað sinn Frakkar eru Heimsmeistarar í knattspyrnu eftir 4-2 sigur á Króötum í mögnuðum úrslitaleik í Moskvu þar sem Pogba, Mbappe og Griezmann skoruðu allir. 15. júlí 2018 17:00 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira
Mbappé: Ég verð áfram hjá PSG Kylian Mbappe kveðst ekki vera á förum frá Frakklandsmeisturum PSG 16. júlí 2018 08:00
Kaka: Erum heppin að fá að horfa á Mbappe Brasilíumaðurinn Ricardo Kaka hefur farið fögrum orðum um ungstirnið Kylian Mbappe sem hefur farið á kostum á HM í sumar. 15. júlí 2018 11:30
Frakkar Heimsmeistarar í annað sinn Frakkar eru Heimsmeistarar í knattspyrnu eftir 4-2 sigur á Króötum í mögnuðum úrslitaleik í Moskvu þar sem Pogba, Mbappe og Griezmann skoruðu allir. 15. júlí 2018 17:00