Vopnfirðingar segjast vona að sumarið verði allt svona Kristján Már Unnarsson skrifar 2. júlí 2018 21:15 Þau Unnur Unnsteinsdóttir og Sigurður Donys Sigurðsson í göngutúr í blíðunni á Vopnafirði ásamt börnunum. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Hitinn á Austurlandi fór í tuttugu og þrjár gráður í dag með sól og blíðu en þar njóta íbúar nú einhverrar bestu sumarbyrjunar um langt árabil. Vopnfirðingar segjast ekkert vorkenna Reykvíkingum en hvetja þá til að koma austur. Fjallað var um veðurblíðuna fyrir austan í fréttum Stöðvar 2 en hitinn mældist mestur á Egilsstöðum og Hallormsstað í dag, 23,6 gráður, samkvæmt Veðurstofu. Íbúar á Suður- og Vesturlandi hafa alveg losnað við það vesen í vor að þurfa að vökva garðana sína, eins og þeir á Vopnafirði neyðast til að gera. Vopnfirðingar hafa líka haft lítil not fyrir regngallana sína, þeir þurfa að eyða peningum í stuttbuxur og stuttermaboli. „Þetta er bara dásamlegt sumar, mjög gott. Við kvörtum allavega ekki“ sagði Unnur Unnsteinsdóttir, kennari í fæðingarorlofi, þegar við hittum þau Sigurð Donys Sigurðsson, knattspyrnuþjálfara og skólaliða. Með þeim voru dæturnar Hrafney Lára Einarsdóttir, sjö ára, og Helena Rán Einarsdóttir, 12 ára, og fjögurra vikna óskírður drengur í barnavagninum.Þau Alexander Árnason og Ragnhildur Antoníusdóttir voru léttklædd á veröndinni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þetta er búið að vera nokkuð gott sumar hjá okkur. Við erum búin að fá sólina og hitann,“ sagði Sigurður. Hjá Vopnfirðingum er himininn blár flesta daga um þessar mundir og ef fólk ætlar að sitja lengi fáklætt í görðunum þá kostar sólarvörnin sitt. „Já, það hefur yfirleitt verið gott í vor, - ekki alltaf 20 stiga hiti náttúrulega,“ sagði Alexander Árnason, rafvirki, sem við hittum léttklæddan í garðinum ásamt eiginkonu sinni, Ragnhildi Antoníusdóttur. Fimm daga bæjarhátíð, Vopnaskak, hefst um miðja viku og kveðst Unnur vonast til að veðurblíðan haldist að minnsta kosti fram yfir hana, með 20 stiga hita og sól.Séð yfir byggðina á Vopnafirði í sumarblíðunni. Þar hefst bæjarhátíðin Vopnaskak á miðvikudag og stendur fram á sunnudag.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En finna Vopnfirðingar ekkert til með þeim sem búa sunnan- og vestanlands? „Það er voða leiðinlegt fyrir þau að hafa rigningu allt sumarið. En þá er gott hjá okkur,“ segir Ragnhildur. „En við notum þá tækifærið og reynum að stríða þeim aðeins. Það finnst mér nú vera alveg lágmark, sko. Því að þeir eru búnir að hafa svo mörg góð ár,“ segir Alexander. „Nei, við erum örugglega ótrúlega leiðinleg. En við finnum ekkert voða mikið til með þeim. Þeir mega koma hingað,“ segir Unnur. „Koma í sveitina. Það er fallegt hérna og margt að skoða ,“ segir Sigurður. „Þannig endilega koma í heimsókn,“ segir Unnur og þau minna á að það sé ekkert lengra að fara til Vopnafjarðar heldur en fyrir þau að fara suður. En halda þau að sumarið verði allt svona? „Það skulum við bara vona, - okkar vegna,“ svarar Alexander. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vopnafjörður Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Fleiri fréttir Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Sjá meira
Hitinn á Austurlandi fór í tuttugu og þrjár gráður í dag með sól og blíðu en þar njóta íbúar nú einhverrar bestu sumarbyrjunar um langt árabil. Vopnfirðingar segjast ekkert vorkenna Reykvíkingum en hvetja þá til að koma austur. Fjallað var um veðurblíðuna fyrir austan í fréttum Stöðvar 2 en hitinn mældist mestur á Egilsstöðum og Hallormsstað í dag, 23,6 gráður, samkvæmt Veðurstofu. Íbúar á Suður- og Vesturlandi hafa alveg losnað við það vesen í vor að þurfa að vökva garðana sína, eins og þeir á Vopnafirði neyðast til að gera. Vopnfirðingar hafa líka haft lítil not fyrir regngallana sína, þeir þurfa að eyða peningum í stuttbuxur og stuttermaboli. „Þetta er bara dásamlegt sumar, mjög gott. Við kvörtum allavega ekki“ sagði Unnur Unnsteinsdóttir, kennari í fæðingarorlofi, þegar við hittum þau Sigurð Donys Sigurðsson, knattspyrnuþjálfara og skólaliða. Með þeim voru dæturnar Hrafney Lára Einarsdóttir, sjö ára, og Helena Rán Einarsdóttir, 12 ára, og fjögurra vikna óskírður drengur í barnavagninum.Þau Alexander Árnason og Ragnhildur Antoníusdóttir voru léttklædd á veröndinni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þetta er búið að vera nokkuð gott sumar hjá okkur. Við erum búin að fá sólina og hitann,“ sagði Sigurður. Hjá Vopnfirðingum er himininn blár flesta daga um þessar mundir og ef fólk ætlar að sitja lengi fáklætt í görðunum þá kostar sólarvörnin sitt. „Já, það hefur yfirleitt verið gott í vor, - ekki alltaf 20 stiga hiti náttúrulega,“ sagði Alexander Árnason, rafvirki, sem við hittum léttklæddan í garðinum ásamt eiginkonu sinni, Ragnhildi Antoníusdóttur. Fimm daga bæjarhátíð, Vopnaskak, hefst um miðja viku og kveðst Unnur vonast til að veðurblíðan haldist að minnsta kosti fram yfir hana, með 20 stiga hita og sól.Séð yfir byggðina á Vopnafirði í sumarblíðunni. Þar hefst bæjarhátíðin Vopnaskak á miðvikudag og stendur fram á sunnudag.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En finna Vopnfirðingar ekkert til með þeim sem búa sunnan- og vestanlands? „Það er voða leiðinlegt fyrir þau að hafa rigningu allt sumarið. En þá er gott hjá okkur,“ segir Ragnhildur. „En við notum þá tækifærið og reynum að stríða þeim aðeins. Það finnst mér nú vera alveg lágmark, sko. Því að þeir eru búnir að hafa svo mörg góð ár,“ segir Alexander. „Nei, við erum örugglega ótrúlega leiðinleg. En við finnum ekkert voða mikið til með þeim. Þeir mega koma hingað,“ segir Unnur. „Koma í sveitina. Það er fallegt hérna og margt að skoða ,“ segir Sigurður. „Þannig endilega koma í heimsókn,“ segir Unnur og þau minna á að það sé ekkert lengra að fara til Vopnafjarðar heldur en fyrir þau að fara suður. En halda þau að sumarið verði allt svona? „Það skulum við bara vona, - okkar vegna,“ svarar Alexander. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vopnafjörður Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Fleiri fréttir Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Sjá meira